Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Við Íslend-ingar höfumlengi verið stoltir af því, að flestir þeir orku- gjafar sem við nýtum hafa ver- ið í formi jarðvarma- og vatns- fallsvirkjana, sem jafnan eru taldar í hópi umhverfisvænustu orkugjafa sem völ er á. Jafn- framt höfum við markaðssett íslenska náttúru sem hreina og ósnortna, og jafnvel reynt að fá ferðamenn hingað til lands á þeim forsendum að hér sé um einstaka náttúruparadís að ræða. Það skýtur því skökku við, þegar rýnt er í raforkureikn- inginn, þar sem uppruna ork- unnar er getið. Í staðinn fyrir að þar sjáist hið sanna, að 99,99% af orkugjöfum okkar eru endurnýjanleg, ber svo við að meirihluti orkunnar er sagð- ur eiga uppruna sinn í kjarn- orku eða jarðefnaeldsneyti, svo sem kolum eða jarðgasi. Miðað við þær tölur sem Orkustofnun hefur tekið saman um „upp- runa“ orkunnar okkar eru nærri því 80% orkunnar sem við nýtum runnin af þessum rótum. Íslendingar eru því, sam- kvæmt bókhaldinu, miklir um- hverfissóðar, en ástæðan er rakin til þess, að samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins, sem leidd var hér í lög árið 2011, er orkufyrirtækjum á evrópskum mark- aði heimilt að selja hreinleikavottorð úr landi, þannig að ríki og fyrirtæki, sem annars myndu ekki stand- ast skoðun, geti fengið á sig gæðastimpil fyrir umhverfis- vernd. Íslendingar taka þannig á sig syndir heimsins. Í ljósi þess að Íslendingar flytja raforkuna hvorki inn né út er hér um grófar blekkingar að ræða, þar sem neytendur í Evrópu eru látnir halda að vörur séu umhverfisvænar sem eru það ekki. Í Bændablaðinu var sagt frá því að á sama tíma hefur þetta haft áhrif á inn- lenda framleiðslu, þar sem matvælaframleiðendur hafa þurft að kaupa sér vottorð, hafi þeir viljað staðfesta að þeir hafi ekki nýtt sér kjarnorku eða kol, eins og bókhaldið seg- ir. Evróputilskipun sú, sem hér um ræðir, hefði aldrei átt að vera lögfest en rann þó í gegn- um þingið mótatkvæðalaust. Ímynd landsins sem náttúru- paradísar er í húfi, þegar í orkubókhaldi þjóðarinnar má finna það út, að hér á landi hafi verið framleiddur geislavirkur úrgangur. Við þessu þarf að bregðast, og huga í framtíðinni að því, að þær tilskipanir ESB sem hér séu innleiddar eigi við íslenskar aðstæður, en séu ekki bara teknar upp í blindni. Ísland tekur á sig syndir Evrópu }Ímyndin seld úr landi Fréttamiðlarsegja að Don- ald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi fengið myndar- legar móttökur í Póllandi en kula muni um hann við komu til fundar G-20-ríkj- anna í Hamborg. Obama fékk poppstjörnustöðu víða í Evrópu strax í kosningabaráttu sinni fyrir níu árum og frægur varð fundur hans við Brandenborg- arhliðið vegna fjölmennis. Norðmenn ruku til skömmu fyr- ir kjör hans og veittu honum friðarverðlaun Nóbels fyrir að vera ekki repúblikani. Þegar Obama kom síðar til Berlínar með fullu umboði forseta Bandaríkjanna mættu tiltölu- lega fáir til að hlýða á ræðu hans. Obama hafði í rauninni lítinn áhuga á Evrópu í sinni forseta- tíð og gerði fátt til að styrkja stöðu álfunnar. Þannig sló hann af eldflaugavarnir, sem sagðar voru til að bregðast við ógn frá Íran, en voru þó Rússum mikill þyrnir í augum. Búrókratakeis- ararnir í Brussel líta á Pólverja og Ungverja sem hluta af óró- legu deildinni í ESB. Pólverjar vilja ekki taka upp evru né heldur súpa seyðið af fljótfærni Merkel kanslara í flóttamannamálum. Ungverjar eru enn harðari í síðari þættinum. Pólverjar eru þó alls ekki á þeim buxum að fara úr ESB. Þeir vilja með öllum ráðum tengjast í vesturátt. Megin- áherslan er á Nató, en aðildin að ESB er einnig þáttur í þeirri viðleitni. Árás Hitlers á Pólland (byggð á „friðarsamningi“ við Stalín sem réðst á landið úr austri) varð til þess að Bretar og Frakkar urðu þátttakendur í stríði sem varð heimsstyrjöldin seinni. Það var blettur á sigr- inum í þeirri styrjöld að Pólland skyldi skilið eftir í höndum Stalíns, hers hans og leyniþjón- ustu. Þegar Trump sótti Nató heim í fyrsta sinn láðist honum að ítreka stuðning við 5. grein sáttmála bandalagsins. Slíkt er að jafnaði óþarft. En þar sem Trump hafði talað gáleysislega um varnarskyldur Bandaríkj- anna vakti „gleymskan“ óhug. Hann bætti úr þessu í Póllandi núna. Það var nauðsynlegt. Pólverjar tóku Trump vel og nú er komið að Pútín} Bætti ráð sitt Í vikunni birtist frétt á mbl.is undir fyr- irsögninni Vill halda karlmannslausa tónlistarhátíð. Þar sagði frá fyrirætl- unum sænsku fjölmiðlakonunnar og grínistans Emmu Knyckare um að halda tónlistarhátíð næsta sumar, þar sem karlmönnum væri meinaður aðgangur, á hverju ári þangað til karlmenn læra að haga sér almennilega, eins og segir í Twitter-færslu Knyckare. Þessi tillaga kom í kjölfar þess að ákveðið var að sænska Bråvalla-tónlistarhátíðin yrði ekki haldin næsta ár eftir að tilkynnt var um nauðgun og fjölda kynferðisárása á hátíðinni sem var haldin um síðustu helgi. Í fyrra voru fimm nauðganir kærðar eftir hátíðina. Margir sáu sig knúna til að skrifa athuga- semdir við fréttina á Facebook-síðu mbl.is. Sumum fannst hugmyndin bráðsnjöll, aðrir fundu henni ýmislegt til foráttu. Kallast þetta jafnrétti? var spurt í einni athugasemdinni og vel má taka undir það. Varla er hægt að halda því fram að útihátíð, þar sem fólki af til- teknu kyni er meinaður aðgangur, stuðli að jafnrétti. Enda lítur ekki út fyrir að Knyckare hyggi á að halda karlmannslausa tónlistarhátíð, heldur virðist tilgangur- inn fyrst og fremst hafa verið sá að vekja athygli á þeim fjölda kynferðisbrota sem framin eru á tónlistar- og útihátíðum. Í vikunni lauk keppninni Meistaraverk, sem var haldin á vegum Strætó þar sem fólki gafst kostur á að kjósa á milli fjölda tillagna að skreyttum strætisvagni sem aka mun um stræti og torg. Sigursæl- astur varð strætó, sem var merktur KÞBAVD, en fyrir þá sem ekki vita stendur þessi skammstöfun fyrir Konur þurfa bara að vera duglegri … og við þetta má síðan bæta ótal mörgu, eins og t.d. að biðja um hærri laun, að vera ákveðnari, að vera ekki eins og drusla, að láta ekki nauðga sér og svona má halda endalaust áfram. Þarna er verið að hæð- ast að fullyrðingum um að þegar konur upplifi kynbundna mismunun, þá sé engum um að kenna nema þeim sjálfum og skorti á dugnaði. Undirrituð er ekki viss um að karlalaus útihátíð sé sérlega góð hugmynd. Þarna er ekki verið að ráðast að rótum vandans sem er einfaldlega sá að til eru karlar (sem eru sem betur fer í miklum minnihluta) sem ráðast á konur á kynferðislegan hátt. Þar fyrir utan er til hellingur af fávitum sem hætta líklega ekkert að vera fávitar þó að haldnar verði útihátíðir án karla. Með hugmyndinni um karlmannalausa útihátíð felst sú lífseiga goðsögn að það sé á ábyrgð kvenna að koma í veg fyrir með öllum hugsanlegum ráðum að karlar brjóti á þeim kynferðislega. Konur þurfa ekki að vera duglegri við að taka ábyrgð á hegðun annarra með því að halda tónlistarhátíðir eða aðra viðburði þar sem karlar eru óvel- komnir. Heldur þurfa fávitar að vera duglegri við að hætta að vera fávitar og finna sér eitthvað annað að gera en að brjóta á öðru fólki. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill KÞBAVD að taka ekki ábyrgð á fávitum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Margir bændur eru búnirmeð fyrsta slátt ogstyttist í að annarsláttur hefjist. Ekki þykir ólíklegt að sumir slái tún sín þrisvar í sumar. Tún komu almennt vel undan vetri og maí var tiltölulega hlýr. Grasspretta tók vel við sér og grasið varð þétt og gott. Fyrstu bændur hófu slátt um mánaðamót maí og júní og yfirleitt voru menn farnir að slá friðuð tún, þ.e. tún sem ekki voru beitt í vor, í kringum 10. júní. Júní- mánuður hefur hins vegar verið gloppóttur hvað þurrk varðar. Spáin er góð fyrir næstu helgi og útlit fyrir brakandi þerri víða. Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar- ins (RML) á Sauðárkróki, segir að sláttur hafi byrjað fyrr en gengur og gerist í Skagafirði, Eyjafirði og í Húnavatnssýslum. „Almennt eru bændur með friðuð tún búnir með fyrsta slátt. Heyskapur er óvenju langt kominn,“ sagði Eiríkur. Hann segir að sláttur hafi víða byrjað um og upp úr 10. júní. Þeir fyrstu byrj- uðu að slá valda bletti um mánaða- mót maí og júní. „Það var enginn klaki í jörðu og maí hlýr norðanlands framan af. Svo kólnaði seinni partinn í maí og fyrri- hluta júní. Þá hægði aðeins á sprettu,“ sagði Eiríkur. Hann telur að óvenju mörg tún verði slegin þrisvar í ár. Kannski af illri nauðsyn því uppskeran hefur verið góð. „Grasið var þétt eftir veturinn og al- mennt eru menn að fá mjög vel af heyjum.“ Góð spretta og skúrir „Það hefur verið mjög góð sprettutíð, en það hefur aðeins rignt á menn, síðdegisskúrir og svoleiðis,“ sagði Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur RML á Austurlandi. Hún segir að sláttur hafi byrjað snemma fyrir austan, fyrr en í með- alári. Grasspretta hefur verið mjög góð. Kúabændur eru allir búnir með fyrri slátt. Sauðfjárbændur eru yfir- leitt seinni til að hefja slátt því þeir beita margir tún sín. Hún kveðst hafa trú á að margir kúabændur geti slegið þrisvar í sumar. Heyskapur byrjaði á Suður- landi fyrstu dagana í júní. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, telur að heyskapur hafi almennt gengið nokkuð vel á Suðurlandi. „Veðrið hefur ekki alltaf leikið við menn, en það hafa verið glýjur. Ég hugsa að flestir kúabændur, ef ekki allir, séu búnir með það sem skiptir máli fyrir kýrnar,“ sagði Sveinn. Hann segir að túnin hafi komið ákaflega vel undan vetri og gróskan verið mikil. Maímánuður var góður en júnímánuður ekki sér- staklega hlýr. Sigurður Loftsson bóndi segir að góð heyskapartækni og afkasta- mikil hafi komið sér vel í sumar. All- ir sem hafi sinnt heyskapnum af krafti hafi náð þokkalegum heyjum. Túnin sem voru slegin fyrst eru orð- in vel sprottin og ekki langt í að bera þurfi niður í annan slátt. Árni Brynjar Bragason, ráðu- nautur RML á Vesturlandi, segir að tíðin hafi verið svolítið stirð. „Það hefur verið skúrasamt en góð spretta. Þurrkar hafa verið stuttir og stopulir. Nokkrir kúabændur eru búnir með fyrri slátt,“ sagði Árni. Sláttur byrjaði snemma í Borgarfirði og á Snæfellsnesi en seinna í Dölunum. Árni telur orðið tímabært að menn ljúki fyrri slætti, enda séu túnin orðin vel sprottin. Margir ná að slá tún sín þrívegis í sumar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Heyskapur Grasspretta fór vel af stað og víða gátu bændur slegið snemma. Útlit er fyrir að margir geti slegið tún sín þrisvar í sumar. „Þetta er 30. starfsárið okkar,“ sagði Bessi Freyr Vésteinsson, verktaki og bóndi í Hofsstaða- seli í Skagafirði. Hann rekur verktakafyrirtækið Sel ehf. sem heyjar fyrir bændur á 25 - 30 bæjum í Skagafirði. „Verktaka í heyskap er orðin mjög almenn hér og nokkrir sem bjóða þessa þjónustu. Ég tel að meirihluti bændabýla í Skagafirði nýti sér núorðið verktöku – sérstaklega í hey- skap,“ sagði Bessi. Sel ehf. gerir út þrjár rúllu- samstæður sem binda og pakka í plast, tíu metra breiða sláttuvél og samsvarandi rakstr- arvél og snúningsvél. Yfirleitt er heyjað fyrir meðal kúabú, 700- 1.000 rúllur, í tveimur lotum. Um 7-10 manns koma að heyskapnum hjá Seli. Verktaka færist í vöxt VERKTAKAR Í HEYSKAP Bessi Freyr Vésteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.