Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017
DÖMUSKÓR
SKECHERS GO FLEX DÖMUSKÓR
MEÐ LÉTTU GOGA MAT INNLEGGI.
STÆRÐIR 36-41
VERÐ ÁÐUR 13.995
VERÐ 9.796
30%
AFSLÁTTUR
KRINGLU OG SMÁRALIND
AF MÁLMI
Hjalti St. Kristjánsson
hjaltistef@mbl.is
Það er ekki laust við að andrúms-
loftið á Norðfirði hafi verið lævi
blandið þegar langferðabíllinn
skreið niður Oddsskarð.
Austfjarðaþokan lúrði úti fyrir
mynni fjarðarins og loftið var
tært. Það var þó augljóst að aukið
líf var að færast yfir plássið.
Stöku ófrýnileg hræða sást líða
um göturnar. Það var ekki um að
villast. Það var komið að Eistna-
flugi 2017.
Hljómsveitalisti hátíðarinnar er
ansi veglegur og margt sem vekur
tilhlökkun, þó er eitt sem angrar.
Einn af stóru mönnum íslensks
þungarokkssamfélags, Guðlaugur
(Gulli) Falk féll frá í seinni hluta
síðustu viku og er skarð fyrir
skildi. Gulli lék með hljómsveitum
á við Dark Harvest, Exist, og
Audio Nation og er í það minnsta
rokkunnendum vel kunnugur. Þar
fyrir utan var hann gull af manni
og hvers manns hugljúfi. Ég vænti
þess að allnokkrum skálum verið
lyft honum til heiðurs þessa helgi.
World Narcosis hóf leikinn
þetta Flugið og það var morgun-
ljóst að ekkert skyldi gefið eftir.
Hægir og hraðir kaflar skiptust á
og allt spilað af mikilli ákefð. Cult
of Lilith sló hvergi af og var síður
en svo eftirbátur þó að stefnan
væri önnur. Afbragðs dauðarokk
með öllum helstu einkennum.
Grave Superior keyrði með svip-
uðum ákafa og böndin sem á und-
an höfðu farið. Sígilt dauðarokk
með nýmóðins snúningi. Í heild
hin allra besta skemmtun.
Oni, heimamennirnir, fór í sí-
gildari átt. Settið sem þeir spiluðu
var að miklu leyti hreinræktað
rokk og ról þó svo áhrif úr harðari
áttum væru vel greinanleg. Það
hefur augljóslega talsvert vatn
runnið til sjávar síðan á síðasta
Eistnaflugi. Þá spilaði Oni hrein-
ræktað „stoner-rokk“ en þeir hafa
án efa tekið aðeins til á effekta-
brettinu og fært sándið í mun
harðari átt. Niðurstaðan er
stórskemmtilegt grjóthart rokk
sem líkist í fljótu bragði ekki
neinu öðru sem ritari hefur heyrt.
Stóru sprengjurnar mættar
Hin fornfræga hljómsveit And-
lát átti næsta leik. Hljómsveitin
vann Músíktilraunir 2001 og var
eitt af stóru nöfnunum í hard-
core-bylgjunni sem tröllreið land-
inu upp úr aldamótum ásamt Mín-
us og Bisund, svo eitthvað sé
nefnt. Þeir spila grjóthart Death-
core og eru sem stendur að vinna
að nýju efni sem væntanleg mun
ná eyrum hlustenda með haustinu.
Zatokrev, hin svissneska, var
fyrsta erlenda númer hátíðar-
innar. Þeir spila eins konar dauða-
rokk, í hægari kantinum, eða
sludge/death/doom metal. Sú
stefna einkennist af langvarandi
legu á sömu nótu, eða öllu heldur í
sama hljómi og svo er flakkað
milli nótna í hljómnum. Það á við
margar af stefnunum í þessum
öfgafulla hljóðheimi að það er erf-
itt að skýra þær með orðum, held-
ur er það huglægur skilningur
sem ræður för í greiningu á hverri
hljómsveit fyrir sig. Eins er erfitt
að greina á milli fyrir þá sem eru
ekki þeim mun innvinklaðri í eina
stefnu umfram aðra.
Hatari var fyrsta hljómsveit
dagsins sem ekki lék bókstaflegt,
blátt áfram þungarokk. Það má þó
alls ekki skilja á þann hátt að þeir
hafi mætt með eitthvert léttmeti,
síður en svo. Electro-pönk brjál-
æðið, þungi bassinn, og prédikanir
Mattíasar Tryggva, söngvara
hljómsveitarinnar, yfir lýðnum
hrifu alla með sér. Sviðslista-
hópurinn eða hljómsveitin, eftir
því hvernig á það er litið, á tví-
mælalaust eftir að ná langt og
þykir greinarritara líklegt að það
verði síður en svo bara þunga-
rokkarar sem munu hrífast með í
framtíðinni.
Neurosis er fyrsta hljómsveitin
úr efstu línunni á plakatinu, sem
segir okkur það að eitthvað stórt
var að fara að gerast og maður
minn! Þessi algjöra geðveiki hristi
sko aldeilis upp í áhorfendum og
það var strax sýnilegt hvers vegna
hljómsveitin hefur hlotið brautar-
gengi frá árinu 1985. Hljóðheim-
urinn var risavaxinn og drynjandi
bassatónar orgelsins skóku salinn
og áhorfendur á meðan gítarar,
trommur, hljómborð, bassi og
söngur röðuðu sér allt í kring svo
ekki var ein einasta tíðni eftir.
Hjá þeim sannaðist líka að góður
hljóðmaður er án nokkurs vafa
aukameðlimur í hljómsveitinni.
Innvortis rak lestina, ef svo má
að orði komast. Mig grunar að
flestir sem í salnum voru hafi, líkt
og undirritaður, beðið þessarar
stundar með mikilli eftirvæntingu.
Hljómsveitin hefur ekki spilað í
allnokkur ár fyrir utan eina tón-
leika á Hard Rock nú á dögunum
og pönkþyrstir góðkunningjar
Eistnaflugs voru spenntir fyrir því
að að sjá eina af hljómsveitunum
sem hófu þetta ævintýri koma
fram. Í stuttu máli stóð hún 100%
undir væntingum og er það einlæg
ósk mín að Innvortis verði alltaf
hluti af Eistnaflugi.
Sumt gamalt,
annað nýtt
Neurosis Hristu allsvakalega upp í gestum, meira að segja í bókstaflegri merkingu.
Ljósmyndir/Áfangastaðurinn Austurland/Daniel Byström
Hatari Hefur tekið miklum framförum á sl. ári og er ein skemmtilegasta tónleikahljómsveit landsins.
Kæling Hátíðargestir notuðu tímann milli hljómsveita til að kæla sig og
ræða saman á fyrsta degi tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs.
»Hatari var fyrstahljómsveit dagsins
sem ekki lék bókstaf-
legt, blátt áfram þunga-
rokk. Það má þó alls
ekki skilja á þann hátt
að þeir hafi mætt með
eitthvert léttmeti, síður
en svo. Electro-pönk
brjálæðið, þungi bass-
inn, og prédikanir
Mattíasar Tryggva,
söngvara hljómsveit-
arinnar, yfir lýðnum
hrifu alla með sér.