Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 13
Pure Natura Vörurnar eru seldar í ýmsum heilsubúðum og í Fríhöfninni. gætum haldið áfram og komið okkur áfram með vörur sem væru ekki um- deildar svo við næðum að skapa okk- ur nafn.“ Segja má að fyrirtækið hafi verið í sókn síðan. „Nú erum við í vöruþróun og ætlum að koma með tvær nýjar vörur sína hvorum megin við næstu áramót. Við erum til dæmis að fara að nota lambaeistu og fleira hráefni því okkur langar að nýta skepnuna alla miklu betur.“ Eigum að búa til verðmæti Hildur og Sigríður eru sam- mála um að of miklu sé hent af því sem til fellur við slátrun. „Ef við horfum á hvað er búið að gera með fiskinn, nú er verið að nýta hann algjörlega upp til agna. En við í landbúnaðinum höfum ein- hvern veginn ekki verið að fylgja þessari þróun. Þannig að fyrir okkur snýst þetta svolítið um að búa til af- urðir og verðmæti úr því kjöti sem að framleitt er, fyrst að það er til staðar,“ segir Hildur. Sigríður tekur í sama streng. „Það er miklu betra að nýta þetta í eitthvað sem gagnast fólki, í heimi þar sem margt fólk líð- ur næringarskort á degi hverjum.“ Hildur bendir á að innmaturinn sem fyrirtækið notar sé 10-100 sinnum næringarríkari en kjötið af sömu skepnu. „Við erum ekki að fá nógu mikið fyrir afurðina sjálfa, við eigum að búa til verðmæti úr öllu því sem skepnan býður upp á.“ Aðspurð segir Hildur viðtök- urnar hafa verið alveg frábærar. „Við byrjuðum að selja á Íslandi í lok mars og það hefur gengið mjög vel. Erum að selja í ýmsum heilsu- búðum og í Fríhöfninni. Íslenski markaðurinn er frábær að mörgu leyti til þess að prufa vörur en hann er helst til lítill fyrir fyrirtæki eins og okkar sem stefnir á að framleiða og skara fram úr.“ Pure Natura hef- ur því sett stefnuna á Bandaríkin. „Það er markaðurinn sem við horf- um svolítið til vegna þess að þar er notkun á þessum vörum vel þekkt. Það er aðeins auðveldara að fara inn á markað þar sem að fólk þekkir eitthvað sambærilegt.“ Hildur segir mikinn áhuga vera á vörum Pure Natura á erlendum markaði. „Við erum komin með tvo dreifingaraðila sem vilja selja vör- urnar okkar í Bandaríkjunum og þær eru núna í hefðbundnu skrán- ingarferli. Við vonumst til þess að þær vörur geti komist á Bandaríkja- markað strax í haust. Við erum líka að fara á sýningu sem að heitir Nat- ural Product Expo í Baltimore í september.“ Neytendur eru meðvitaðari en áður var Spurð hvort Evrópa sé ekki næst á dagskrá segir Hildur að það sé aldrei að vita hvar tækifærin leynist. „Embluverðlaunin í Kaup- mannahöfn eru miðuð að Skandi- navíu. Þannig að við fáum einhverja kynningu þar. Hver veit nema það opnist einhver tækifæri þar og við verðum komin með dreifingaraðila í Danmörku eða Noregi. Aldrei að vita nema að Evrópa fari að opnast meira fyrir þetta.“ Þær Sigríður og Hildur eru sammála um að ákveðin vitund- arvakning sé að verða meðal fólks. „Jarðvegurinn er einhvern veginn aðeins öðruvísi núna,“ segir Sigríð- ur. Hildur tekur undir það. „Ég held að neytendur séu almennt að verða mun meðvitaðari. Neytendum í dag er ekki sama, upplýsingaflæðið býð- ur upp á að fólk spyrji spurninga.“ Hildur leggur áherslu á að fram- leiðsluferlið sé eins og best verður á kosið. „Við hérna á Íslandi erum með frábæra aðstöðu til að vinna svona vörur. Við reynum að sjálf- sögðu að passa upp á að þetta sé gert fagmannlega. Það á allt að vera sjálfbært. Við erum ekki að láta slátra skepnum fyrir okkur til þess að gera þetta, þessum skepnum er slátrað í öðrum tilgangi. Við hirðum afganginn sem í sumum tilfellum er fleygt, og í öðrum tilfellum fæst of lítið verð fyrir hann. Það eru því all- ir að græða á þessu ef þetta gengur upp,“ segir Hildur að lokum. Úti í guðsgrænni náttúrunni Vörurnar eru meðal annars unnar úr villtum jurtum og grænmeti. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.volkswagen.is Nýr Volkswagen Tiguan með kaupauka. Skarpar línur, ríkulegt innanrými og sniðugar tækninýjungar gera Volkswagen Tiguan að spennandi valkosti ef þú ert í bílahugleiðingum. Ríkulegur staðalbúnaður og freistandi kaupauki fylgir með bílum sem keyptir eru í júlí og ágúst. Komdu í reynsluakstur og ræddu við okkur. Hlökkum til að sjá þig. Tiguan Comfortline TSI, sjálfsk. fjórhjóladrifinn 5.890.000 kr. Við látum framtíðina rætast. Kaupauki að verðmæ ti 425.000 kr. • Rafdrifinn afturhler i • Lyklalaust aðgengi • Aðfellanlegir hliðars peglar • Niðurfellanlegur drá ttarkrókur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.