Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 ✝ Flosi HrafnSigurðsson fæddist 10. júlí 1928 í Reykjavík. Hann andaðist á Landspítalanum 30. júní 2017. Móðir hans var Ágústína Eiríks- dóttir, f. 1893, d. 1989, dóttir Eiríks Kristjánssonar og Önnu Þórarins- dóttur á Hóli í Önundarfirði. Faðir Flosa var Sigurður Jó- hannesson, f. 1892, d. 1988, fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins, sonur séra Jóhann- esar Lárusar Lynge Jóhanns- sonar og Steinunnar Jakobs- dóttur á Kvennabrekku í Dölum. Systir Flosa var Anna Steinunn Sigurðardóttir tryggingafulltrúi, f. 1924, d.2011. Eftirlifandi eiginkona Flosa er Hulda Heiður Sigfúsdóttir bókasafnsfræðingur, f. 24.7. 1929, dóttir Sigríðar Stefáns- dóttur og Sigfúsar Sigur- hjartarsonar alþingismanns. Börn Flosa og Huldu eru: 1) Ágústa Hjördís Lyons Flosa- dóttir, f. 1958, haffræðingur og þýðandi, gift John T. Lyons. Sonur þeirra er Flosi Thomas Lyons, f. 2002. 2) Sigurður Hjörtur Flosason nú náð 45 árum. Flosi var margsinnis settur til að gegna störfum veðurstofustjóra og hélt um árabil utan um þátt- töku í alþjóðlegu samstarfi, m.a. sem fulltrúi í Commission for Basic Systems, einni tækninefnda Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar, auk sam- starfs við aðila beggja vegna Atlantshafs um mælingar á hafi úti. Hann sat um árabil í raflínunefndum og starfaði á vegum umhverfisráðuneytis- ins 1991-1996 í sérfræðinga- nefnd sem gerði m.a. tillögur um að draga úr losun gróður- húsalofttegunda. Flosi var prófdómari í veðurfarsfræði við Háskóla Íslands 1974- 1976. Hann sat m.a. í stjórn Starfsmannafélags ríkisstofn- ana, fyrsta kjararáði BSRB og stjórn Félags íslenskra nátt- úrufræðinga, sem gerði hann að heiðursfélaga fyrir ötul störf að hagsmunamálum náttúrufræðinga. Eftir formleg starfslok starfaði hann áfram um fimm ára skeið, m.a. við gerð skýrslu um starfið á Hvera- völlum auk skýrslna um vind- mælingar, stöðugleika lofts og dreifingu mengunar vegna áforma um álver í Reyðar- firði. Flosi ritaði fjölda skýrslna og greina um veðurfræðileg efni og sat í ritnefnd tímarits- ins Veðursins 1958-1978. Útför Flosa fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 7. júlí 2017, og hefst at- höfnin kl. 15. tónlistarmaður, f. 1964, kvæntur Vilborgu Önnu Björnsdóttur. Dætur þeirra eru Sigríður Hulda, Anna Gréta og Sólveig Erla, f. 1990, 1994 og 1996. Flosi lauk stúd- entsprófi frá MR 1948. Hann lauk frá Óslóarháskóla cand. mag.-prófi í veðurfræði og skyldum greinum 1953 og cand. real. prófi með veður- fræði sem aðalgrein 1955. Hann var formaður Íslend- ingafélagsins í Ósló 1949- 1950. Frá árinu 1956 starfaði hann sem veðurfræðingur og deildarstjóri áhaldadeildar, nú athugana- og tæknisviðs Veðurstofu Íslands. Í starfi sínu hafði Flosi yfirumsjón með veðurstöðvum og mæl- ingum stofnunarinnar um allt land. Á hálendinu átti hann stóran þátt í að koma á fót merkri veðurathugunarstöð á Hveravöllum þar sem hann leysti, ásamt fjölskyldu sinni, iðulega af veðurathugunar- fólk á sumrin. Á lóð Veður- stofunnar við Bústaðaveg átti hann þátt í samfelldri lang- tímamælingaröð sem hefur Óvíst er að síður Morgun- blaðsins dygðu ef hafa ætti eftir þann vísdóm og sögur sem Flosi hefur lagt til á langri ævi. Ein þeirra eldri sem ekki má gleymast er af Flosa og föður þess sem þetta skrifar. Hún hófst í húsi Önnu Einarsdóttur og Knuds Zimsen við Bjark- argötu í Reykjavík. Sátu þeir við reikning fyrir stúdentspróf. Knud var liðtækur í stærðfræði og keppti hann við hina verð- andi nýstúdenta. Ungu menn- irnir töldu sig hafa betur og var það þeim góð hvatning. Aldrei varð ljóst hvort Knud hefði lagt sig allan fram, en minnugur hvatningarinnar endurtók Flosi svipaðan leik löngu seinna. Þá var ritari á leið í nám. Flosa varð á orði að ekki yrði erfitt að slá fyrri kynslóð við, því þegar þeir félagar hófu háskólanám haustið 1948 fengu þeir bækur á ensku og fyrsta viðfangsefnið hefði verið að leita að landinu þar sem Velocity væri höfuð- borg. Þá trúði ég sögunni og kannski var hún sönn. Veðurathuganir á Íslandi á ofanverðri 20. öld eru betri en í mörgum öðrum löndum og eru þá meðtalin þau lönd sem við- eigandi þykir að hafa til viðmið- unar. Þótt margir um allt land hafi lagt hönd á plóg vegur for- ysta Flosa til margra áratuga þar þyngst. Í þeirri sögu eru margir merkir kaflar, en tvennt skal tiltekið hér. Annars vegar tölvuvæðing íslenskra veður- stöðva en hún varð á þeim tíma þegar flestar aðrar veðurstofur notuðust við frumstæðari villu- eflandi tækni. Hins vegar er rekstur veðurstöðvar á Hvera- völlum á Kili sem stofnað var til haustið 1965. Hvort tveggja er staðfesting á að unnt er að sækja fram á vettvangi sem í eðli sínu er íhaldssamur, en það á vissulega við um veðurathug- anir þar sem æskilegt er að geta vandræðalaust borið sam- an það sem mælt er núna og það sem mælt var í fyrndinni. Á Hveravöllum kom glögglega fram að Flosi var ekki aðeins veðurfræðingur, heldur nátt- úrufræðingur í víðum skilningi. Samviskusamlega voru færðar til bókar breytingar sem urðu á hverunum og öðru umhverfi, þó svo það hefði ekkert með veður að gera. Flosi var mikill mannvinur. Hann var umburðarlyndur og leitaði ávallt sátta þegar aðrir deildu. Hann hafði orð um að barngóðir menn væru oftast vel innrættir. Sjálfur var hann einkar barngóður. Eitt sinn hafði hann á skrifborðinu bunka starfsumsókna. Aðspurður hvort ekki yrði erfitt að finna þann besta svaraði hann að vel hefði reynst að leita að því sem væri best fyrir alla, bæði um- sækjanda og Veðurstofuna. Kannski hefur hið fyrra vegið þungt þegar ritari var við störf fyrir Flosa um hríð. Þá hafði ég meira fengist við reiknilíkön og spár en mælingar. Síst þótti Flosa spár og reikningar ómerkileg, en hann gerði sér glögga grein fyrir að slíkt færi rakleitt í vaskinn ef mælingar væru skakkar eða engar. Stundum voru þau mál rædd í víðara samhengi og var Flosa lagið að grípa tækifæri til að hnykkja með hnyttni á hinni réttu trú. Eitt sinn var ég staddur uppi í úrkomusafnmæli á fjöllum. Næðingur var og erf- itt til athafna. Báðar hendur dugðu ekki til verka og þá er munnurinn notaður til að geyma skrúfu eða þvíumlíkt. Nýtist hann þá ekki í annað á meðan. Þegar vel stóð á kallaði Flosi upp í storminn: „Mundu svo, Halli minn, að þetta eru hin einu sönnu vísindi.“ Enn er ósvarað. Ekki fer milli mála að börn Flosa hafa erft mannkosti hans. Votta ég þeim, Huldu og fjöl- skyldunni allri dýpstu samúð. Meira: mbl.is/minningar Haraldur Ólafsson. Með Flosa Hrafni Sigurðs- syni er genginn einn þeirra manna sem mest lögðu til upp- byggingar á Veðurstofu Íslands á síðari hluta 20. aldarinnar. Sem deildarstjóri eða sviðstjóri tækni- og athugunar starfsem- innar á stofnuninni í meira en fjóra áratugi á árunum 1956 til 1998 stýrði hann af festu en ljúfmennsku uppbyggingu og rekstri á öllu veðurathugunar- kerfi í landinu. Auk þess lagði hann mikið til þess alþjóðasam- starfs sem Veðurstofan var og er þátttakandi í um allskonar mælingar á Norður-Atlantshafi bæði á sviði veðurfræði, haf- fræði og efnafræði lofthjúpsins. Mín fyrstu störf á Veðurstof- unni á áttunda áratugnum voru undir stjórn Flosa en saman unnum við þar í um aldarfjórð- ung. Þegar ég tók við starfi veðurstofustjóra í ársbyrjun 1994 veitti hann mér ómetan- legan stuðning og hvatningu og miðlaði af víðtækri reynslu sinni. Aldrei taldi hann eftir sér að upplýsa, fræða og veita ráð. Hann var maður ákveðinna skoðana en hafði einstakt lag á því að rökræða, miðla málum og finna lausnir sem flestir gátu sætt sig við. Honum var góðvild í blóð borin, var skarp- greindur og fróður auk þess að vera hamhleypa til vinnu þegar því var að skipta. Vinnudagur Flosa gat verið langur og oft var hann byrjaður að vinna fyr- ir kl. sex á morgnana. Þegar hann, sjötugur, lét af föstum stjórnunarstörfum fyrir Veður- stofuna árið 1998 tók hann um nokkra ára skeið að sér að sinna ýmis konar úrvinnslu- og skýrslugerð, stofnuninni til gagns og honum sjálfum til ánægju enda hafði hann þá enn mikla starfsorku. Þannig skilaði hann um hálfrar aldrar einstak- lega farsælu starfi í þágu Veð- urstofunnar. Flosi var afar félagslyndur og tók virkan þátt í margs kon- ar félagsstarfsemi, ekki síst innan Félags íslenskra náttúru- fræðinga þar sem hann var heiðursfélagi. Hann var einnig mjög virkur í félagslífi starfs- manna Veðurstofunnar. Kímni- gáfu hafði hann ríka og gerði ekki síst grín að sér sjálfum. Að leiðarlokum vil ég þakka Flosa Hrafni samstarfið og samskiptin sem aldrei bar skugga á. Mikill öðlingur og sómamaður hefur kvatt. Eigin- konu hans Huldu og fjölskyldu votta ég samúð mína. Magnús Jónsson. Við fráfall Flosa Hrafns Sig- urðssonar er genginn einn af máttarstólpum Veðurstofu Ís- lands á gróskutímum stofnun- arinnar seinni hluta síðustu ald- ar. Hann varð fyrst starfsmaður í fríum sínum á námsárunum 1948 til 1954 og var því þegar gagnkunnugur Veðurstofunni þegar hann réð- ist fulllærður veðurfræðingur til starfa. Flosi Hrafn lærði sín fræði í Noregi eins og þá tíðk- aðist hjá flestum þeim Íslend- ingum sem völdu veðurfræði sem aðalnámsgrein. Hann varð deildarstjóri áhaldadeildar Veð- urstofunnar árið 1956. Deildin hét síðan ýmsum nöfnum og sameinaðist annarri starfsemi, ætíð undir stjórn Flosa Hrafns, síðast tækni- og athuganasvið sem hann veitti forstöðu til starfsloka 1998. Næstu ár fékkst Flosi Hrafn við ýmis verkefni á Veðurstofunni enda ekkert vit í að láta slíkt móð- urskip þekkingar og reynslu hálfrar aldar sigla sinn sjó án þess að þiggja vinnu hans við verk sem hann einn gat unnið. Verksvið Flosa Hrafns starfsævina var að stjórna upp- byggingu og rekstri veðurat- huganastöðva á landi og sjó, en grundvöllur veðurþjónustu eru réttar athuganir og nákvæmar mælingar víðs vegar um land. Gæta þarf þess að öll mælitæki á hverri einustu veðurstöð séu í lagi og sömuleiðis fjarskipti við sendingu upplýsinga frá stöðv- unum til Veðurstofunnar. Á tímum örra tækniframfara frá ári til árs þarf líka að fylgjast með þróun í þessum efnum og tileinka sér gagnlegar nýjungar sem skjótast. Það var því geysi- mikilvægt starf sem Flosi Hrafn hafði með höndum um dagana í samvinnu við sitt nán- asta samstarfsfólk og aðrar deildir á Veðurstofunni. Flosi Hrafn naut trausts al- þjóðlega og var fulltrúi Veður- stofunnar í samtökum og nefnd- um á sviði tækni og mælinga í veðurþjónustu í heiminum. Hann starfaði líka í ýmsum starfshópum um sértæk vanda- mál hér innan lands, svo sem varðandi ísingarhættu á há- spennulínum og losun gróður- húsategunda. En fjölbreytni verkefna á Veðurstofunni er mikil og má geta þess að Flosi Hrafn samdi á sínum tíma skýrslu fyrir hafísárið mikla veturinn 1967-1968. Hann var að upplagi vandvirkur og ná- kvæmur náttúruvísindamaður og ætlaðist til að athuganir væru nákvæmar og lýsingar í orðum skýrar og skilmerkileg- ar. Þótt menn á frekar litlum stofnunum vinni ekki mikið saman sökum ólíks verka- hrings, kynnast þeir vel, ekki síst ef um áratuga samveru í sama húsi er að ræða. Sam- skipti verða ekki einungis á vinnustað heldur utan hans. Það er því ekki einungis með virðingu við mann sem þjóðin á margt að þakka heldur með söknuði við fráfall vinar sem ég kveð Flosa Hrafn. Svo skemmtilega vildi til að fjölskyldur sonar míns og dótt- ur Flosa Hrafns áttu heima í sömu borg í Bandaríkjunum og urðu kynni með þeim Flosa Hrafni og Huldu og fjölskyldu sonar míns. Eitt sinn tók Flosi Hrafn mynd af barnabörnum mínum, 7 ára þá, og gaf okkur hjónunum. Hann dáðist að börnunum og líkti þeim við litla álfa. Þetta reyndist verða ein besta myndin af þeim tvíbur- unum þessi árin og prýðir enn hillu hér á heimilinu. Við Jóhanna vottum Huldu og fjölskyldu samúð í söknuði þeirra. Þór Jakobsson. Í dag verður öðlingurinn Flosi Hrafn Sigurðsson veður- fræðingur borinn til grafar. Ég var svo gæfusöm að velja mér starf sem olli því að Flosi var vinnufélagi í næstum 30 ár. Hann hafði það til að bera sem við flest viljum vera. Klár, vandvirkur, vel lesinn, stutt í gamansemi en fyrst og fremst einstakt ljúfmenni og góður vinnufélagi. Það var auðvelt að koma sem námsmaður og síðar fullnuma veðurfræðingur til starfa á Veð- urstofunni. Flosi tók á móti okkur með sínu hlýja og glettna brosi og leiddi okkur fyrstu skrefin. Hann gerði sér far um að manni liði vel og kæmist vel inn í málin. Aldrei kom maður að tómum kofunum þar sem Flosi var. Alltaf var hann reiðubúinn og gaf sér tíma til að svara spurningum, sumum heldur fávísum. Í mínum huga var Flosi kjöl- festan á Veðurstofunni. Hann unni henni alls hins besta. Hann var friðarins maður og límið á stofnuninni sem lægði öldurnar þegar stormar gengu yfir innanhúss. Fas hans og framkoma var til þess að við bárum ómælda virðingu fyrir honum. Það var einstaklega gott að leita til hans og má segja að hann hafi verið einn í eins konar skuggaráðuneyti á Veðurstofunni í jákvæðri merk- ingu þess orðs. Hann stjórnaði miklu en vildi samt aldrei sækj- ast eftir því að verða „stjórinn“. Flosi var oftast hrókur alls fagnaðar á kaffistofunni sem og annars staðar. Minnist ég skemmtilegra umræðna um þjóðfélagsmál, jafnréttismál, fjölgun mannkyns, umhverfis- mál og margt fleira. Eftirminni- legustu stundirnar voru þó á Hveravöllum sumarið 1980. Þá var hann ásamt Huldu konu sinni að kenna mér að komast af þar og gera veðurathuganir í afleysingum. Veðurstöðin á Hveravöllum var fyrsta veður- stöðin á hálendinu. Stöðin var rekin í 40 ár og skilaði dýr- mætum upplýsingum um veð- urfar á hálendi undir styrkri stjórn Hveravallagoðans Flosa Hrafns. Megi blessun fylgja minningu hans, Huldu og af- komendum þeirra. Þóranna Pálsdóttir. Flosi Hrafn Sigurðsson ✝ Elísabet Sig-ríður Sigurðardóttir fæddist á Hróalds- stöðum í Vopna- firði 1. september 1917. Hún lést á legudeild Sunda- búðar í Vopnafirði 27. júní 2017. Foreldrar henn- ar voru Sigurður Þorsteinsson, f. í Skaftafellssýslu 8. júní 1886, d. 1. ágúst 1982, og Elín Salína Grímsdóttir, f. í Hvammsgerði Vopnafirði 6. janúar 1893, d. 15. desember 1991. Systkini hennar voru Grímhildur Mar- grét, f. 1916, d. 1979, Ólafía Jó- hanna, f. 1920, d. 1922 og Þor- steinn, f. 1924, d. 2008. Eiginmaður Elísabetar var Árni Stefánsson, f. á Háreks- stöðum í Jökuldalsheiði 9. októ- ber 1916, d. 16. júlí 1992. Þau kynntust á Torfastöðum þegar Elísabet var þar í kaupavinnu og gengu þau í hjónaband 27. dóttir. Þóroddur á einn son frá fyrra sambandi og tvö barna- börn. Katrín á þrjá syni frá fyrra sambandi, sjö barnabörn og tvö barnabarnabörn. 6) Árni, f. 14. febrúar 1951. Sam- býliskona hans er Hrönn Hall- dórsdóttir. Eiga þau tvö börn og fimm barnabörn. Afkom- endur Elísabetar og Árna eru 63 talsins. Elísabet bjó víða í sveitum Vopnafjarðar á æskuárum sín- um, m.a. í Viðvík, Krossavík, Purkugerði og Breiðamýri. Hún fór ung að árum í kaupa- vinnu m.a. til Seyðisfjarðar, Reykjavíkur og Akureyrar. El- ísabet og Árni bjuggu á Upp- sölum allan sinn hjúskap. El- ísabet sinnti ýmsum störfum, m.a. síldarsöltun, fiskvinnslu, rak Hótel tanga en fyrst og fremst var hún húsmóðir og tók fullan þátt í búskap þeirra hjóna. Hún tók virkan þátt í ýmsum félagsstörfum, s.s. kven- félaginu og slysavarnafélaginu. Elísabet flutti í Sundabúð 3 á Vopnafirði árið 1995 og bjó þar fram í mars 2016 er hún fór á legudeild Sundabúðar, þar sem hún lést 27. júní 2017. Útför Elísabetar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 7. júlí 2017, klukkan 14. desember 1943. El- ísabet og Árni eignuðust sex syni og þeir eru: 1) Sig- urjón, f. 12. janúar 1942, d. 14. apríl 2016. Eftirlifandi eiginkona hans er Edil Jónína Jens- dóttir. Eignuðust þau fjögur börn en fyrir átti Sigurjón eina dóttur. Barna- börnin eru 14 talsins og barna- barnabörnin fjögur. 2) Alexand- er, f. 27. september 1944. Eiginkona hans er Ragnhildur Antoníusdóttir. Eiga þau þrjú börn, átta barnabörn og tvö barnabarnabörn. 3) Ellert, f. 8. febrúar 1946. Eiginkona hans er Svanborg Víglundsdóttir. Eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. 4) Reynir, f. 2. októ- ber 1947. Eiginkona hans er Guðrún Pálsdóttir. Eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. 5) Þóroddur, f. 1. janúar 1950. Eiginkona hans er Katrín Vals- Elsku amma, allt sem áður var svo hversdagslegt er okkur nú svo kært. Allar ljúfu stundirnar sem við áttum með þér, spjall um daginn og veginn, þjóðmálin eða lífið og tilveruna og öll heilræðin sem þú gafst okkur í veganesti út í lífið hvort sem var á unglings- eða fullorðinsárum. Þetta getur enginn frá okkur tekið. Trú okk- ar á að við munum hittast á ný yljar okkur, þó að söknuðurinn sé sár. En minninguna um þig og allt sem þú gafst okkur munum við geyma í hjörtum okkar til æviloka. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Guð geymi þig elsku amma, Anna og Lísbet. Elísabet Sigríður Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.