Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.07.2017, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. JÚLÍ 2017 Þórdís Erla Zoëga opnar í dag kl. 17 einkasýningu sína, Jafnvægi, í við- burðasal Minör að Fiskislóð 57 í Reykjavík. Sýningin mun standa stutt yfir, eða til og með 9. júlí en verður eftir það færð yfir á veitingastaðinn Coocoo’s Nest. Jafnvægi er fyrsta málverkasýning Þórdísar en hún hefur að mestu gert teikningar og innsetningar. Verkin eru unnin út frá samhverfu og reynir Þórdís að finna jafnvægi á myndflet- inum. „Verkin eru ekki ákveðin fyrir- fram og unnin með aðferðinni „eitt leiðir að öðru“ þar sem að fylgja þarf eftir hverri ákvörðun sem er tekin á striganum. Því þó hver mynd virki symmetrísk yfir heildina má sjá „vill- ur“ sums staðar og að jafnvægið er aldrei alveg fullkomið,“ segir Þórdís um verk sín sem verða staðsett í kringum stóra dansmottu sem er gerð í sama anda og málverkin. Þórdís Erla hefur sýnt víða, m.a. í Amsterdam, Stokkhólmi, Berlín, Basel og Tékklandi og hér á landi á Listahátíð í Reykjavík, í Gerðarsafni og D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Jafnvægi og sam- hverfa í Minör Samhverfa Eitt af verkum Þórdísar. Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Hugmyndin varð upphaflega til þegar Young Thug vildi koma til landsins. Ég var að fara aftur af stað með útvarpsþáttinn Kronik og því var leitað til mín,“ segir Róbert Ar- on Magnússon, einnig þekktur sem Robbi Kronik, um Kronik Live- tónlistarveisluna sem fram fer í Laugardalshöll í kvöld. „Í þættinum erum við með dag- skrárlið sem kallast Kronik Live þar sem við fáum listamenn til að taka lög í beinni. Í ljósi þess hve frábærar viðtökur þátturinn hefur fengið ákváðum við að blása til léttrar tón- listarveislu í kringum tónleika Young Thug,“ segir Róbert og að því hafi þetta undið upp á sig á óvæntan en skemmtilegan hátt. „Young Thug vildi koma hingað. Þessir listamenn eru mikið að ferðast um Evrópu á sumrin, en hann er að fara að spila á Wireless- hátíðinni þessa helgi. Það hentaði því vel að hann kæmi hingað og tæki eitt létt gigg og hitaði sig upp,“ segir Róbert. Ferskasti rapparinn í dag Young Thug er eitt stærsta nafnið í rappheiminum í dag en fyrir þá sem ekki vita hver hann er segir Róbert hann hafa verið að gera frá- bæra hluti undanfarin ár. „Hann hefur verið að vinna með öllum stærstu nöfnum bransans eins og Drake og Kanye West. Nýja platan hans sem kom út fyrir nokkrum vik- um er einmitt öll pródúseruð af Drake. Young Thug hefur verið að stimpla sig inn sem einn ferskasti rappari dagsins í dag. Miðað við við- tökurnar virðast Íslendingar alla- vega vita hver hann er.“ Auk Young Thug koma fram á tónleikunum breskir tónlistarmenn sem kalla sig Krept & Konan. „Þeir hafa verið að gera það mjög gott í Bretlandi og eru mjög vinsælir þar. Ég var búsettur í Bretlandi svo lengi og kynnti mér bresku grime-senuna vel. Okkur fannst tilvalið að kynna Íslendinga fyrir hinni hliðinni,“ segir Róbert. „Svo erum við náttúrlega með rjómann af íslensku rappsen- unni. Artistarnir hafa verið að frum- flytja ný lög hjá okkur svo fólk má búast við því að sjá eitthvað nýtt og spennandi.“ Íslensku listamennirnir sem fram koma á hátíðinni eru Emmsjé Gauti, Aron Can, Alvia Is- landia, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Sturla Atlas, Herra Hnetusmjör, Birnir, Alexander Jarl, B – Ruff, Egill Spegill, Karitas og GKR. Annar tíðarandi Aðspurður hvort miðasala hafi gengið vel segir Róbert að það séu auðvitað margir viðburðir í boði yfir sumarið en salan hafi þó gengið vel og allir séu spenntir. „Þetta er ágæt- is innspýting í byrjun júlí, sumarið er loks að detta inn og þá kemur allt- af önnur stemning í landsmenn.“ Blaðamaður hefur orð á því að það megi allavega vona að sumarið sé að detta inn, en þá bendir Róbert á að Kronik Live sé haldið innandyra svo veðrið muni ekki koma til með að hafa nein áhrif. Eins og áður segir byrjaði Róbert aftur með útvarpsþáttinn Kronik fyrir skömmu eftir 10 ára langa pásu. Róbert segir margt hafa breyst í íslensku rappsenunni. „Ég finn fyrir meiri meðbyr frá senunni og svo er verið að gefa út mikið af góðu efni sem var kannski ekki raunin á sínum tíma. Ekki það að það hafi verið lélegt en framboðið var ekki eins mikið. Tíðarandinn hef- ur líka breyst og það sést hvað best á því að stærstu rappnöfnin eru að spila á öllum stóru hátíðunum og nú heyrast rapplög á Bylgjunni og öðr- um útvarpsstöðvum en ekki bara í einhverjum sérþáttum.“ Í átt að sjónvarpsútvarpi Jafnframt segir Róbert þá Bene- dikt Frey Jónsson, eða Benna B- Ruff, meðstjórnanda hans, ekki hafa undan við að fá listamenn í þáttinn. „Við erum bókaðir langt fram í tím- ann. Það er verið að gefa út nýtt efni í hverri einustu viku sem er frá- bært.“ Þeir félagar eru einnig með þá nýjung að þeir taka upp myndbönd af því þegar listamenn eru í heim- sókn í þáttunum sem fara svo inn á vefsíðuna ske.is og á Vísi. „Þau hafa verið að fá frábærar viðtökur. Við erum að færa okkur meira í áttina að sjónvarpsútvarpi, svo er auðvitað alltaf hægt að hlusta á þættina í heild sinni eftir á.“ Að lokum vill Róbert benda á að húsið verði opnað klukkan 18 og að dagskráin sé þétt alveg til klukkan 2 eftir miðnætti. Hann segir viðskipta- vini Aurs fá tvo miða á verði eins á hátíðina. „Það er um að gera fyrir þá sem ekki eru búnir að ná sér í Aur- appið og ekki komnir með miða að hjóla í það. Sjáumst í stuði á föstu- daginn!“ Vatt óvænt upp á sig  Kronik Live í Laugardalshöll  Young Thug, Krept & Konan og rjómi íslensku rappsenunnar koma fram Rjóminn Robbi Kronik ásamt mörgum af þekktustu röppurum landsins. Ferskur Róbert segir Young Thug vera ferskasta rappara dagsins í dag. SÝND KL. 5, 8, 10. 40 SÝND KL. 10.20 SÝND KL. 8 Miðasala og nánari upplýsingar 5% ÍSL. TAL SÝND KL. 2 ÍSL. 2D KL. 2, 4, 6 ÍSL. 3D 2, 4 ENSK. 2D KL. 6, 8, 10 Hver er Þinn uppÁHalDs Djæf? EK TA ÍSLENSKUR FRÁ EMMES SÍ S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.