Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 60

Víkurfréttir - 18.12.2003, Side 60
M e n n i n g a r b æ r i n nReykjanesbær tekursífellt á sig fjölbreytt- ari mynd, en er hún öll af hinu góða? Í nýrri og glæsilegri Hafnargötu heldur nú klám- iðnaðurinn innreið sína. Frá þessu var greint í Víkurfréttum þann 11. des. sl. Blaðið virðist hafa sérstakan áhuga á þessum málum og færir klámvæðing- unni ókeypis auglýsingar. Á vef Víkurfrétta var ítarlega sagt frá því að á veitingastaðnum Castró við Hafnargötu yrði klámkvöld haldið. Eitthvað virðist blaðið síðan hafa séð að sér. Í prentaðri útgáfu þess hafði „fréttinni“ verið breytt úr klámkvöldi í nektar og erótík- ur kvöld. Minnir það mig á úlfinn sem brá sér í dulargervi í sögunni um Rauðhettu. Síðan var sagt frá því að dansað yrði fáklætt í búrum og sýnd tæki og tól klámiðnaðarins. Auk þess sem klámkóngur Íslands myndi mæta á svæðið. Hvaða ólánsami einstaklingur sem það nú er. Greint var frá því að konur fengju ókeypis aðgang. Skóla- fólk sem er að ljúka jólaprófum var síðan boðið sérstaklega vel- komið. Síðan rann stóra stundin upp og voru þá einnig sýndar klámmyndir á breiðtjaldi og þær sagðar vera erótík. Markhópurinn var ungt fólk, 16 – 20 ára, sem flest býr í foreldra- húsum. Klámvæðingin lætur greinilega ekki sitt eftir liggja í jólaundirbúningnum á aðvent- unni. Nú er dansað nakið í búr- um en ekki í jólafötum í kringum jólatré. Hvert stefnum við sem samfé- lag? Var dóttir þín eða sonur á klámkvöldi á aðventunni? Dans- ar dóttir þín nakin í búri? Þetta kann að hljóma harkalega en gleymum því ekki að fórnarlömb klámiðnaðarins eiga líka for- eldra. Hvernig skyldi þeim líða? Er klámvæðingin bara sjálfsögð og eðlileg ? Er okkur alveg sama? Er þetta bara raus í mér? Hvað þurfum við til þess að skil- ja hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Er unga fólkið vandamálið eða erum við foreldrarnir ef til vill vandamálið? Foreldrar, gleymum ekki okkar mikilvæga hlutverki. Höfum í huga að unga fólkið er áhrifa- gjarnt og sækir sér fyrirmyndir. Kennum börnum okkar hollar lífsreglur. Kennum þeim réttlæti, réttvísi og ráðvendni. Veitum þeim óreyndu þekkingu og að- gætni. Vöknum af vondum draumi fyrirhyggjuleysis. Stöndum saman gegn klámvæð- ingunni og mótmælum með framúrskarandi dómgreind að vopni. Birgir Þórarinsson. Höfundur er BA í guðfræði og situr í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Suðurnesjum. JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!60 G le ð il e g a h á tí ð ! Klámkvöld á aðventu Hvert stefnum við sem samfélag? Var dóttir þín eða sonur á klámkvöldi á aðventunni? Dansar dóttir þín nakin í búri? Þetta eru spurningar sem greinarhöfundur veltir upp. Svipmynd frá umræddu kvöldi. Mynd: Tobbi Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:36 Page 60

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.