Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 60

Víkurfréttir - 18.12.2003, Blaðsíða 60
M e n n i n g a r b æ r i n nReykjanesbær tekursífellt á sig fjölbreytt- ari mynd, en er hún öll af hinu góða? Í nýrri og glæsilegri Hafnargötu heldur nú klám- iðnaðurinn innreið sína. Frá þessu var greint í Víkurfréttum þann 11. des. sl. Blaðið virðist hafa sérstakan áhuga á þessum málum og færir klámvæðing- unni ókeypis auglýsingar. Á vef Víkurfrétta var ítarlega sagt frá því að á veitingastaðnum Castró við Hafnargötu yrði klámkvöld haldið. Eitthvað virðist blaðið síðan hafa séð að sér. Í prentaðri útgáfu þess hafði „fréttinni“ verið breytt úr klámkvöldi í nektar og erótík- ur kvöld. Minnir það mig á úlfinn sem brá sér í dulargervi í sögunni um Rauðhettu. Síðan var sagt frá því að dansað yrði fáklætt í búrum og sýnd tæki og tól klámiðnaðarins. Auk þess sem klámkóngur Íslands myndi mæta á svæðið. Hvaða ólánsami einstaklingur sem það nú er. Greint var frá því að konur fengju ókeypis aðgang. Skóla- fólk sem er að ljúka jólaprófum var síðan boðið sérstaklega vel- komið. Síðan rann stóra stundin upp og voru þá einnig sýndar klámmyndir á breiðtjaldi og þær sagðar vera erótík. Markhópurinn var ungt fólk, 16 – 20 ára, sem flest býr í foreldra- húsum. Klámvæðingin lætur greinilega ekki sitt eftir liggja í jólaundirbúningnum á aðvent- unni. Nú er dansað nakið í búr- um en ekki í jólafötum í kringum jólatré. Hvert stefnum við sem samfé- lag? Var dóttir þín eða sonur á klámkvöldi á aðventunni? Dans- ar dóttir þín nakin í búri? Þetta kann að hljóma harkalega en gleymum því ekki að fórnarlömb klámiðnaðarins eiga líka for- eldra. Hvernig skyldi þeim líða? Er klámvæðingin bara sjálfsögð og eðlileg ? Er okkur alveg sama? Er þetta bara raus í mér? Hvað þurfum við til þess að skil- ja hvað sé skynsamlegt og hvað ekki? Er unga fólkið vandamálið eða erum við foreldrarnir ef til vill vandamálið? Foreldrar, gleymum ekki okkar mikilvæga hlutverki. Höfum í huga að unga fólkið er áhrifa- gjarnt og sækir sér fyrirmyndir. Kennum börnum okkar hollar lífsreglur. Kennum þeim réttlæti, réttvísi og ráðvendni. Veitum þeim óreyndu þekkingu og að- gætni. Vöknum af vondum draumi fyrirhyggjuleysis. Stöndum saman gegn klámvæð- ingunni og mótmælum með framúrskarandi dómgreind að vopni. Birgir Þórarinsson. Höfundur er BA í guðfræði og situr í samstarfsnefnd lögreglu og sveitarfélaga á Suðurnesjum. JÓLABLAÐ VÍKURFRÉTTA 2003 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!60 G le ð il e g a h á tí ð ! Klámkvöld á aðventu Hvert stefnum við sem samfélag? Var dóttir þín eða sonur á klámkvöldi á aðventunni? Dansar dóttir þín nakin í búri? Þetta eru spurningar sem greinarhöfundur veltir upp. Svipmynd frá umræddu kvöldi. Mynd: Tobbi Jolablad VF 2003 HEIMA 17.12.2003 9:36 Page 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.