Víkurfréttir - 08.01.2004, Side 8
KALLINN ÓSKAR Suðurnesjamönnum gleðilegs
árs og þakkar fyrir allt liðið. Skemmtilegur tími
framundan. Völvan komin með sína spá og þar er
margt merkilegt að sjá, en hún spáir því að Varnar-
liðið fari innan tveggja ára.
Kallinn mun fylgjast með
því og um leið skorar hann
aftur á þá sem hafa upplýs-
ingar að senda á kall-
inn@vf.is.
SUÐURNESJAMAÐUR-
INN KALLI fær hrós árs-
ins frá Kallinum. Hann hef-
ur staðið sig frábærlega í
Idol keppninni og Kallinn trúir því að hann sigri,
enda strákurinn gríðarlega líflegur og góður söngv-
ari. Kallinn óskar Grindvíkingum til hamingju með
frábæran náunga!
REYKJANESBÆR hefur hækkað gjaldskrá sína
og auðvitað er það helst barnafólkið sem hækkunin
bitnar mest á. Leikskólagjöldin hækka um 20% og
gjöldin fyrir tónlistarnámið hækka einnig. Kallinn
spyr: Í hvað fara skattarnir okkar? Af hverju þarf að
hækka þau gjöld sem koma fólkinu sem er að koma
yfir sig þaki og hefja sín fyrstu skref út í lífið verst?
Alveg furðulegt og þarfnast skýringa við.
EN JÁ - SPENNANDI tími framundan á Suður-
nesjum. Kallinn hefur mikla trú á árinu sem er ný-
hafið og ef Kallinn væri spámaður myndi hann spá
góðu ári! Nú þarf bara að nýta þá krafta sem hér eru
til góðra verka.
SANDGERÐINGAR ERU að standa sig vel með
Sigurð Val bæjarstjóra í fararbroddi. Þeir eru komn-
ir að samningaborðinu í Landsbankanum um kaup
á Miðneskvótanum. Sveitarfélög ætla að standa
saman að kaupum á kvótanum og Kallinn vonar svo
innilega að það takist að ná þessum tonnum á svæð-
ið. Nú er bara að halda áfram og ekki láta Akurnes-
ingana hirða allan kvótann í annað sinn. Kallinn
leggur alla sína trú á Sigurð Val og félaga.
KALLINN biður lesendur Víkurfrétta um að senda
sér ljóð á netfangið kallinn@vf.is. Kallinn hefur
nefnilega mikinn áhuga á ljóðagerð og langar til að
birta ljóð með þessum pistlum sínum. Hvar eru nú
hinir snaggaralegu hagyrðingar á Suðurnesjum?
OG AÐEINS EITT að lokum: Hvað er að frétta af
Sædýrasafninu?
GÓÐAR stundir!
Kveðja, kallinn@vf.is
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamaður:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is Kallinn á kassanum
Nýtum krafta til góðra
verka á Suðurnesjum
MUNDI
Já, baulaðu nú
Búkolla mín!
Auglýsingasíminn
421 0000
ÞARFTU AÐ
AUGLÝSA?
Engin slys urðu á mönnum þegarsvokölluð búkolla valt út í sjó viðnýjan varnargarð sem unnið er við á
Fitjum í Njarðvík á þriðjudaginn. Stjórn-
hús búkollunnar stóð upprétt en pallurinn
valt á hliðina og á kaf í sjó. Búkollan er í
eigu Íslenskra aðalverktaka en fyrirtækið
vinnur við sjóvörn í Reykjanesbæ. Unnið
var að losun á jarðefnum þegar slysið átti
sér stað.
Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til að
koma búkollunni á þurrt. Bæði var notast við
stóra beltagröfu og einnig aðra búkollu og
öfluga keðju. Búkollan sem fór út í sjó fór
upp á sjóvarnargarðinn fyrir eigin vélarafli en
með aðstoð hinnar búkollunnar og beltagröf-
unnar. Litlar skemmdir virðast hafa orðið á
búkollunni en án efa hefur mönnum verið
brugðið þegar þetta stóra tæki valt út í sjó.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
➤ Æ V I N T Ý R I Ð U M B Ú K O L L U E N D A R E K K I A L L TA F V E L . . .
Búkolla valt út í sjó á Fitjum
Frá björgun búkollunnar í hádeginu á þriðjudaginn.
stuttar
f r é t t i r
Ölvaður
festi stolinn
bíl í skafli
T ilkynnt var um að bif-reið væri föst í skafli ámótum Norðurvalla og
Eyjavalla og ökumaður bif-
reiðarinnar hafi hlaupið á
brott frá bifreiðinni sem var
í gangi. Þetta átti sér stað á
laugardagsmorgun.
Lögreglumenn fóru á staðinn
og ræddu þar við sjónarvotta
sem gáfu góða lýsingu á
manni þessum. Ökumaðurinn
sem er grunaður um að hafa
tekið bifreiðina ófrjálsi hendi
þar sem hún stóð við hús á
Vesturgötu og að vera undir
áhrifum áfengis. Hann var síð-
an handtekinn á heimili sínu
skömmu síðar.
Síðdegis á laugardag var til-
kynnt að farið hafi verið inn í
bifreið við Vesturgötu þá um
nóttina og teknir þar geisla-
diskar og smáhlutir. Sami
maður er grunaður um að hafa
farið inn í bifreiðina og tekið
bifreið við Vesturgötu.
2. tbl. 2004 32p 7.1.2004 15:09 Page 8