Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.03.2004, Side 14

Víkurfréttir - 18.03.2004, Side 14
K jartan Már Kjartanssonritaði grein á vef Víkur-frétta 8. mars s.l. þar sem hann fer fram á að stjórn- endur HSS geri grein fyrir þeirri stefnubreytingu að nýta D-álmuna undir aðra starf- semi en þá sem þar var ætlað rými fyrir þremur áratugum. Stjórnendur HSS hafa að und- anförnu fundað með sveitar- stjórnarmönnum til að kynna þeim stefnu stofnunarinnar sem er unnin með fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins og er bæði ljúft og skylt að gera grein fyrir stefnu sinni og framtíðaráformum. Eldri hugmyndir Þegar umræðan um byggingu D- álmunnar hófst var landslagið í öldrunarþjónustunni ólíkt því sem nú er. Fólk vistaðist á sjúkra- deildum sjúkrahúsa og bjó þar oft árum saman. Þetta var viðtek- ið fyrirkomulag víða á lands- byggðinni en er nú óðum að hverfa. Í lögum um málefni aldr- aðra er skýrt kveðið á um að á stofnunum fyrir aldraða skuli þess gætt að þær séu heimilisleg- ar og að sem flestir hafi eigið herbergi. Sjúkradeildin í D-álm- unni er ekki byggð sem heimili og þar eru flest herbergin tvíbýli. Augljóst er að á öllum þeim tíma sem leið frá því umræður hófust um þessa deild og þar til hún var tilbúin, átti sér ekki stað nein endurskoðun á þeirri áætlun að vista 26 aldraða einstaklinga í þessu húsnæði. Ekki var heldur hugað að annarri heilbrigðisþjón- ustu fyrir Suðurnesjabúa, s.s. al- mennri sjúkrahúsþjónustu. Breyttir tímar Frá því fyrstu hugmyndir um hlutverk D-álmunnar litu dagsins ljós, hafa átt sér stað stórfelldar breytingar á viðhorfi manna til hagsmuna aldraðra. Þær felast fyrst og fremst í því að styrkja hinn aldraða til að vera heima hjá sér eins lengi og unnt er með til- hlýðilegri samfélagsaðstoð og síðan möguleikum á að vistast á hjúkrunarheimili sem er heimil- islegt og sniðið að þörfum hins aldraða. Því er ekki að leyna að þegar D-deildin reis samrýmdist hönnun hennar ekki nútíma þörf- um aldraðra, ef horft var til þró- unar í þjónustu við þann aldurs- hóp. Við blasti fullbúin sjúkra- deild með öllum tæknibúnaði og starfsfólki sem bjó yfir faglegri þekkingu til að sinna veikum Suðurnesjabúum, ungum og gömlum, sem hingað til hafa að stærstum hluta þurft að sækja sjúkrahúsþjónustu til Reykjavík- ur. Óuppfylltar þarfir Sjúkrahúsið hefur í gegnum tíð- ina verið skurðsjúkrahús að langstærstu leyti og sent frá sér þá sem hafa þarfnast lyflækninga og hjúkrunar. Á hverju ári hefur fjöldi Suðurnesjabúa, flestir aldr- aðir, þurft að liggja á sjúkrahúsi í Reykjavík vegna vandamála sem almennt sjúkrahús á að geta sinnt. Þá er verið að tala um vandamál á borð við lungna- bólgu, sykursýki, krabbamein, heilablóðfall, sýkingar í húð og meltingarvegi, magasár, lungna- þembu o.s.frv. Það er metnaðar- mál núverandi stjórnenda HSS að uppfylla þarfir íbúanna fyrir heilbrigðisþjónustu að svo miklu leyti sem mögulegt er. Það verð- ur alltaf nauðsynlegt að leita til LSH með sérhæfða þjónustu, s.s. gjörgæslu, hátækniaðgerðir og sérhæfða meðferð af ýmsum toga en þannig á líka að nota hátækni- sjúkrahús. Það er afleitt fyrir- komulag að blanda saman bráða- deild og langlegudeild. Þarfir skjólstæðinganna eru ólíkar og hætt er við að hinn aldraði lang- tímavistaði verði útundan í erli dagsins. Það er mjög líklegt að hann fái nýja stofufélaga í viku hverri og jafnvel getur þurft að flytja hann milli herbergja ef sér- stakar aðstæður skapast, s.s. ef einangra þarf sjúklinga vegna sýkinga eða ef kynjaskipting á deildinni krefst þess. Það er aug- ljóst að slíkt fyrirkomulag er hvorki heimilislegt né hollt. Sérhæfð öldrunarþjónusta Á sínum tíma var tekin pólitísk ákvörðun um að hjúkrunardeild HSS yrði staðsett í Víðihlíð í Grindavík. Þar er í dag rekin 25 rúma hlýleg öldrunardeild þar sem þarfir hins aldraða eru í fyr- irrúmi, bragurinn er heimilisleg- ur og séð er fyrir sérstökum þörf- um þeirra sem eru heilabilaðir. Á D-deildinni er ekki hægt að tryggja öryggi hins heilabilaða. Hann getur auðveldlega komist um húsið, jafnvel út á götu og þannig stofnað sjálfum sér í voða. Víðtæk þjónusta fyrir aldraða D-deildin hefur fyrir löngu sann- að tilveru sína sem bráðalyflækn- ingadeild. Hún gerði það strax á fyrstu vikunum sem hún var opin. Þar hefur verið mætt þörf sem ekki virðist hafa verið rædd á opinberum vettvangi á meðan D-álman var í smíðum. Ýmislegt hefur hins vegar verið gert með hag aldraðra í huga á HSS og enn fleira er í farvatninu. Í fyrsta lagi er ástæða til að endurtaka að langstærstur hluti þeirra sem njóta þjónustu á D-deildinni eru aldraðir sem ella hefðu þurft að leita til Reykjavíkur eftir sömu þjónustu. Í öðru lagi er nýlega tekin til starfa svokölluð fimm daga deild/endurhæfingardeild í húsnæði A-álmunnar. Þar eru 8 - 10 rými fyrir einstaklinga sem eru á sjúkrahúsinu alla virka daga í ákveðinn tíma, sér til hressingar og heilsubótar. Þess- um rýmum er ráðstafað m.a. í nánu samráði við heimahjúkrun sem beinir þangað skjólstæðing- um sem þurfa endurhæfingu til að geta verið áfram heima hjá sér. Hin einstaka endurhæfingar- aðstaða HSS nýtist frábærlega í þessu skyni. Þarna er einnig gert ráð fyrir að fólk geti komið sem er að stíga upp úr erfiðum veik- indum, stórum skurðaðgerðum eða er að jafna sig eftir slys. Nýjung í heilsugæslu Á heilsugæslunni er verið að undirbúa sérstaka móttöku fyrir aldraða. Þar geta þeir sem þess óska, komið og fengið viðtal við hjúkrunarfræðing. Þar eru veittar upplýsingar um þjónustu sem er í boði s.s. heimahjúkrun og einnig getur fólk fengið viðtal við lækni, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og félagsráðgjafa, allt eftir að- stæðum hjá hverjum og einum. Mikilvægt er að fólk þekki rétt- indi sín og hafi greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem getur hjálpað til sjálfshjálpar. Eitt mik- ilvægasta verkefnið í heilsuvernd aldraðra eru forvarnir. Þegar fólk hættir að vinna eða sest í helgan stein af öðrum orsökum er mikil- vægt að það viðhaldi hreyfingu, virkni, hugarstarfi og félagslífi. Það getur fyrirbyggt ýmsa kvilla og heilsufarsvandamál. Um allt þetta þarf fólk að fræðast og fá ráðgjöf hjá fagfólki. Hér hefur verið reynt að rök- styðja hvernig við sem stjórnend- ur á HSS höfum reynt að mæta sem flestum þörfum Suðurnesja- búa fyrir heilbrigðisþjónustu í takti við breyttar kröfur. Við höf- um lagt sérstaka áherslu á að koma til móts við aldraða m.a. með því að sinna fyrst og fremst sjúkum öldruðum á D-deildinni, með því að opna 5 daga endur- hæfingardeild sem kemur á móts við þarfir aldraðra og með því að huga að opnun göngudeildar fyr- ir aldraða á heilsugæslunni. Við höfum mikinn metnað til að þjóna öldruðum vel skv. nýjustu þekkingu í málefnum aldraðra. Það eru háleit markmið stjórn- enda HSS að geta sinnt 80% af heilbrigðisþörfum íbúa Suður- nesja, þar með talið þörfum aldr- aðra. Við teljum okkur vera komin vel á leið. Framkvæmdastjórn HSS 14 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Hvernig er hagsmunum skjólstæðinga best borgið? H U G L E I Ð I N G A R U M F RA MT Í Ð A R Þ J Ó N U ST U H E I L B R I G Ð I S STO F N U N A R S U Ð U R N E S JA 12. tbl. 2004 umbrot hbb 17.3.2004 13:27 Page 14

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.