Víkurfréttir - 16.12.2004, Blaðsíða 39
VÍKURFRÉTTIR Jólablað 1 I 51. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 16. DESEMBER 2004 I 39
JÓ
LA
SA
G
A
Úti er farið að rökkva og í innkeyrslunni heima er
stór amerískur dreki með krómi slegin stél. Það
glampar á vel bónaðan bílinn undir ljósastaurnum.
Doddi bróðir minn er með höfuðið ofan í húddinu
að reyna að laga eitthvað með
stóran lykil í annarri hendi.
Þessi bíll er engin smá græja,
með lengju af rafmagns-
tökkum í mælaborðinu sem
stjórna gírskiptingunni,
afturrúðurnar ganga hallandi
ofan í hurðarfölsin og það má
heyra í útvarpinu Wolfman
Jack kyrja inn á milli laga.
Chuck Berry er að gera sig
kláran fyrir næsta lag sem er Memphis Tennesse.
„Hérna sérðu eilífðarjárnið og ódrepandi seigl-
una” segir Doddi eins og alltaf
þegar einhver spyr hann
um bílinn. En þegar talið
berst að þessu vetrarskamm-
hlaupi í gírskiptingunni,
kvilla sem sækir á í köldum
veðrum og þeytir bílnum
aftur á bak og áfram, glottir hann
út í annað. „Það er engin rós án
þyrna, skal ég segja þér, engin rós” og sú
hlið málefnisins þar með útrædd.
Samt finnst mér svolítið gaman
að sjá undrunarsvipinn á bróður,
þegar slær saman í rafmagninu,
fylgjast með bílnum bruna út
heimreiðina en skyndilega,
stjórnlaust, bakka á
sama hraða alveg
upp að dyrum.
Diska-
glamur berst út
frá eldhúsinu. Þetta er hún
móðir mín að vaska upp.
Hún er alltaf jafn flott og frábær.
Ég er ný kominn inn, sit við eldhús-
borðið og er að horfa út um gluggann.
Þar er ekkert merkilegt að sjá. Á leið-
inni inn í stóra herbergið gríp ég með mér
tvær súkkulaðikexkökur og gamalt dagblað en
úr því ætla ég að búa til nokkra pappírsbáta. Ég
raða tindátunum mínum hér og þar, set nokkra
um borð í bátana, aðra utan í fjallshlíð sem er
sængin mín vöðluð saman, kem fyrir fallbyss-
unum inn í hellisskúta ofarlega við þverhnípta
hamrana. Freigátur og flugmóðuskip ásamt
þyrlusveit raða sér fjær, verða til taks þegar land-
gönguliðarnir hafa brotið niður fyrstu varnirnar.
Birgir bróðir minn er eitthvað að sýsla
út við glugga. Ég heyri hann flauta.
Hann er svo ljúfur og góður að stundum hef ég
af því áhyggjur, þú veist, ef einhver færi að stríða
honum og því um líkt, ...humm. Ég andvarpa dá-
lítið þreytulega eins og fullorðna fólkið. Birgir bróðir
minn er aðeins 7 ára, en ég, tveimur árum eldri.
Eftir að hafa leikið mér í smástund, næ ég
í blýant og stílabók. Það dálítið erfitt verk-
efni framundan sem má ekki mistakast.
Elsku besti jólasveinn. Fyrsta
línan er komin á blaðið.
Hvernig kemur þetta út? hugsa ég með mér.
Jólasveinninn minn kæri, væri betra....
Nei, þetta er heldur ekki nógu gott.
Mér miðar ekkert áfram með skrifin.
„Lalli má ég leggja fyrir þig gátu?”
„Nei... ekki núna. Ég er að skrifa.”
„Veistu hvað sagt er að hani sé að gera þegar hann
er úti á vappi en lyftir svo upp einni löpp?”
„ Lyftir upp einni löpp?”
„Hvernig vissirðu það? Jæja önnur gáta.”
„Ha, var þetta rétt hjá mér? Virki-
lega. Hvað var svarið?”
„Þú varst að segja það.”
„Lyftir upp einni löpp?”
„Já.”
„Hver var að kenna þér þetta?”
„Bjarki.”
„Veistu hvað hefur fjórar fætur hleypur
um og segir krunk krunk?”
„Ertu viss um að það segi ekki kvak kvak
og sé froskur?” spyr ég annars hugar.
„Já handviss. Gefstu upp?”
„Já.”
„Tveir krummar. Plataði ég þig?”
„Nei alls ekki. Ég er að skrifa bréf.”
Ég set vinstri hönd undir kinn og reyni
að einbeita mér að skrifunum.
Elsku besti Jóli-Jóli jólasveinn. Þarna
kom það og ekkert smá flott.
Þannig er mál með vexti að ég fékk lánað
hjólið hennar Nínu Maríu snemma í
haust. Nína María er stelpa hér í ná-
grenninu og er á svipuðum aldri og
ég. Strákarnir voru að hvetja mig til
að bæta hraðametið niður botn-
langann, en í miðri tilrauninni
vildi svo illa til að keðjan datt
af og þar með fóru brems-
urnar. Ferðalagið endaði á
s te in i niður í holti. Framgjörðin....
og meira ... ..já.. hjólið varð eiginlega óökuhæft á
eftir.. Þetta er þó ekki eins slæmt og virðist, kæri jóla-
sveinn, því Nína María er nú komin á nýtt hjól en
vandamálið er að hún segist aldrei ætla að lána mér
það. Þetta er ástæðan fyrir skrifunum, ég kemst ekki
út að hjóla. Ef þú vildir vera svo góður að gefa mér
hjól mættir þú líka gefa Birgi bróður mínum eitt.
Kærar jólakveðjur frá okkur báðum, Lalli og Birgir.
„Halló, halló! Heyrirðu ekki í mér? Ertu
nú alveg orðinn heyrnarlaus?”
Birgir bróðir hefur snúið sér að
mér og virðist pirraður.
„Nei. Af hverju spyrðu?”
„Þú bara skrifar og skrifar og hlustar
ekkert á það sem ég er að segja.”
„Hvað varstu að segja?”
„Veistu hvað ég er að æfa mig í
? Hí a hú hú.” (flautað)
„Ekki glóru. Æfa þig í að flauta?”
„Nei giskaðu.”
„Æfa þig í að búa til tónlist?”
„Giskaðu aftur.”
„Ég gefst upp.”
„Ekki gefast upp núna, reyndu?”
„Nei, hvað ertu að gera?”
„Ég ætla ekki að fara að segja þér það fyrst
þú sérð ekki baun í bala,” segir Birgir,
snýr upp á sig og virðist svekktur.
„Allt í lagi. Þá það.”
Jóladagur rennur upp og húsið fyllist af fólki. Og
stóru tíðindin. Tvö glæný hjól bíða eftir okkur
niður í þvottahúsi. Það er erill, allir á ferðinni og
hver talar í kapp við annan. Vindlareykur og epla-
lykt eiga svo vel við jólin. Gunnsteinn frændi hjálpar
við að þjónusta fólkið, enda lærður frá Hótel Borg.
„Má ég segja ykkur sögu?” Hann setur sig
niður til að hvíla sig frá umstanginu.
„Ég meina dæmisögu, umh, aggh.”
Við drögum stólana til hans full eftirvæntingar.
„Allir tilbúnir?”
Hann hefur lagt frá sér kakóbollann á lítið
borð, hallar sér fram og lætur olnbogann hvíla
á lærunum með kökudiskinn við hendina.
„Það var einu sinni strákur í útlöndum
og hann var í meira lagi óþekkur.”
Hér eru allir með á nótunum.
„Þegar fólkið í kring fór að kvarta yfir
stráknum neitaði mamma hans að hlusta.”
Hér lítur Gunnsteinn á klukkuna, bregður við,
fléttan og uppbygging sögunnar, nokkrir kaflar
til samans verða að hverfa vegna tímaskorts.
„Þegar hann svo stækkaði keypti hann sér
lambhúshettu og var settur í fangelsi.”
„Er maður settur í fangelsi fyrir að
kaupa sér lambhúshettu?
„Fylgstu með sögunni Birgir,” segjum við í kór.
Af hverju keypti hann sér þá ekki húfu, Gunnsteinn?
„Birgir!!”
„Jæja, þar átti hann að dúsa þangað til
hann yrði gamall maður með grátt skegg
niður á maga, eins og jólasveinn.”
Fjórir munnar galopnir. Athyglin algjör.
„Og þegar mamma hans kom í fangelsið til
að heimsækja hann sagði strákurinn....”
Gunnsteinn ræskir sig, stendur
upp og nær sér í nýja köku.
Við stöndum líka upp, fylgjum honum að borðinu
með kökunum og setjumst samtímis honum.
„Já, uhmm, hvar var ég? Var ég ekki þar
sem mamma hans kemur í fangelsið?”
„Jú!”
„Ég þarf að hvísla svolitlu að þér,
sagði hann við mömmu sína.”
Við færum okkur nær.
„Og vitiði hvað? Nei, það gætuð þið aldrei vitað.
Hann - ha - hann beit í eyrað á mömmu sinni.”
Óánægjukliður berst frá okkur áheyrendunum.
„Gilitruttið og Jónas hafa verið í honum og
líka ljóti karlinn” hrópar Birgir. „Svona strákar
eru stór hættulegir og ég get sagt ykkur...”
„Uss.” Við höstum á hann.
„Vitiði af hverju?” Nei það vitiði aldrei.”
Glettnin skín af sögumanni og hann á í
vandræðum með að halda áfram.
„Sko nú skal ég segja ykkur.”
Komið er að boðskapnum, dæmisagan í hápunkti.
„Hann sagði við mömmu sína....”
„.....Nú er ég hættur og verð að þjóta.”
„Sagði hann þetta?” Við verðum ein stór augu.
„Jæja þá. Hann sagði við mömmu sína:
Ef þú hefðir hlustað strax á það sem fólkið
sagði um mig og brugðist við, væri ég ekki
hér. Haldiði að þið skiljið þetta.”
Við hristum hausinn.
„Það er þannig með fólk sem ekkert vill heyra,
á ekki skilið að hafa eyra, he he he he.”
Sögumaður tekur bakföll af hlátri og til að byrja
með göpum við á hann en hann hlær svo skemmti-
lega að við getum ekki annað en hlegið með
honum. Þess hærra sem við minna skiljum.
En hláturinn hefur eyðilagt söguna,
við botnum alls ekkert í henni.
Þegar kvöldar og við Birgir skriðnir upp í rúm,
ræðum við saman lengi vel hvað jólin eru falleg
og eftir því skemmtileg, tölum um Jesú og kærleik-
ann, allar flottu gjafirnar og hjólin okkar niður í
þvottahúsi. Þegar talið berst að dæmisögu frænda,
setur bróðir sig í stellingar og gerist sérfræðingur í
lambhúshettu- og lögreglumálum. Mikið finnst mér
gaman að eiga svona frábæran og litríkan bróður!
Konráð K. Björgólfsson
rithöfundur
Reykjanesbæ.
Elsku besti Jóli-Jóli jólasveinn