Víkurfréttir - 16.12.2004, Blaðsíða 48
48 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Á annað hundrað manns eru á biðlista vegna hót-elgistingar á Hóteli Kefla-
vík nú fyrir hátíðarnar. Allur
þessi fjöldi er til kominn vegna
markaðsátaks fyrir jólaverslun
í Reykjanesbæ sem Hótel Kefla-
vík stendur fyrir. Það felur í sér
að þeir sem nýta sér þjónustu
eða verslun í Reykjanesbæ geta
framvísað greiðslukvittunum
eða reikningum sem greiðslu
fyrir gistingu.
Hingað um helgina komu sjö
vinkonur úr Reykjavík til að
versla inn fyrir jólin en ein úr
hópnum hafði heyrt af þessu
síðan í fyrra. „Við ákváðum að
fara sjö saman á laugardegi og
hafa það fínt í Reykjanesbæ,”
sagði Jóhanna Einarsdótt ir.
Þær höfðu farið í fyrra í versl-
unarferð til Kaupmannahafnar
fyrir jólin en ákváðu að fara
til Reykjanesbæjar í ár. „Við
fundum þessar fínu búðir og
vorum sérstaklega ánægðar
með frábæra kvenfataverslun
sem við versluðum í,” sagði Jó-
hanna og bætti því við að versl-
unin héti Persóna. Þær sögðust
hafa verslað töluvert mikið í
búðunum og snæddu eftir það
á veitingastað í bænum. „Við
vorum mjög lukkulegar með
veitingastaðinn en við fórum á
Cafe Duus og fengum þennan
ofsalega fína mat.” Þær tóku
sér leigubíl á milli staða og
voru mjög heppnar að þeirra
sögn því leigubílstjórinn vildi
allt fyrir þær gera og hjálpaði
þeim tölu vert. „Það mætti
okkur frábær þjónusta hvar sem
við vorum,” sagði Jóhanna. Að
hennar sögn er þetta frábæra
framtak hjá Hótel Keflavík mjög
sniðugt og segir hún að þetta
vekur tvímælalaust athygli á
bænum. Jóhanna segir að þjón-
ustan sé jafnvel betri í Reykja-
nesbæ en í Kaupmannahöfn.
„Við sleppum Kaupmannahöfn
hér eftir og verslum í Reykja-
nesbæ fyrir jólin, það er ekkert
verra,” sagði Jóhanna og þakk-
aði kærlega fyrir sig.
Steinþór Jónsson, eigandi Hót-
els Keflavíkur, sagði í samtali
við Víkurfréttir að þetta hafi
gengið mjög vel eins og síðustu
ár. „Okkur fór að berast símtöl
í byrjun september þar sem fólk
vildi panta gistingu en við opn-
Gerðu jólainnkaupin í Reykjanesbæ
Keflavík betri en Köben!
�����
��������������
����������������