Víkurfréttir - 16.12.2004, Blaðsíða 76
76 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Aðventutónleikar með léttu yfirbragði verða haldnir í Keflavíkur-
kirkju sunnudaginn 19.des-
ember kl 20. Á efnisskránni
verða ýmis algeng jólalög, lög
á borð við hvít jól, ó helga
nótt, jóla lag ið, líða fer að
jólum og fjölmörg fleiri lög
af því tagi. Söngvararnir sem
koma fram á tónleikunum eru
þau Bylgju Dís Gunnarsdóttir,
Guðmundur Hermansson og
Rúnar Júlíusson. Á tónleik-
unum syngja líka kórar Kefla-
víkurkirkju, barnakórinn og
kirkjukór inn. Org anisti og
kórstjóri kirkjunnar Hákon
Leifsson hefur að þessu sinni
valið með sér landsfræga tón-
listarmenn til að annast með
sér allan undir leik á tónleik-
unum, þá Gunnar Þórðarson
gítarleikara og Gunnar Hrafns-
son kontrabassaleikara. Þá
mun prestur Keflavíkurkirkju
Sr. Sigfús B Ingvason flytja
kirkjugestum stutta hugvekju.
Aðgnagur að tónleikunum
er öllum ókeypis og allir vel-
komnir.
Jólasveifla
í Keflavíkur-
kirkju
Sigmundur Ernir Rúnarsson
las úr nýrri bók sinni á síðustu
jólasveiflu í Keflavíkurkirkju.
Lionsklúbburinn Keilir í Vogum er með hina vinsælu skötu-veislu laugardaginn 18. desember næstkomandi. Skötu-veislan fer fram í húsi Lionsklúbbsins að Aragerði 2 og
byrjar klukkan 12:00 og stendur til 22:00. Boðið verður upp á
skötu, saltfisk, siginfisk og að sjálfsögðu allt hugsanlegt meðlæti.
Þetta er að sjálfsögðu kjörið tækifæri fyrir þá sem þola ekki lykt-
ina heima við. Nánari upplýsingar um veisluna veitir Sverrir Agn-
arsson í síma 587-3335 og 897-3335.
Skötuveisla Keilis í Vogum