Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.12.2004, Blaðsíða 45

Víkurfréttir - 16.12.2004, Blaðsíða 45
VÍKURFRÉTTIR Jólablað 1 I 51. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 16. DESEMBER 2004 I 45 Sýn ing in var að þessu sinni með sögusniði þar sem ung stúlka spurði afa sinn um hitt og þetta er tengist jólunum og voru atriðin svo í samræmi við það. Opnunar- og lokaatriðin voru einstaklega glæsileg en í því fyrrnefnda voru Norðurljósin túlkuð á frumlegan hátt og í því síðar- nefnda komu allir iðkendur deildarinnar fram í fallegum dansi við lagið „Hin fyrstu jól” í flutningi Ragnheiðar Grön- dal. Það er ekki laust við að tár hafi læðst niður vanga sumra sýningagesta og jólafriðurinn lagst yfir íþróttahúsið. Íris Dröfn Halldórsdóttir, yfir- þjálfari deildarinnar, var sýning- arstjóri þetta árið en hún er eng- inn nýgræðingur því hún hefur haldið utan um þó nokkrar jólasýningar við góðan orðstýr. „Undirbúningurinn stóð yfir í um þrjár vikur. Við gerum alltaf miklar kröfur til okkar og á hverju ári viljum við gera sýn- inguna stærri og flottari”, sagði Íris og var að vonum ánægð með afraksturinn. Magdalena, formaður deildarinnar, sagði aðsókn á sýninguna hafa auk- ist ár frá ári og í þetta skiptið voru um 900 manns í hús- inu. Sýningin er aðalfjáröflun deildarinnar og allir iðkendur, auk flestra þjálfara, tóku þátt í henni, svo aldursbil þeirra sem fram komu var 4ra til 28 ára. Að sýningu lokinni var boðið upp á veitingar sem stjórnar- meðlimir og foreldrar sáu um. Nokkur fyrirtæki í Reykjanesbæ styrktu félagið með matföngum t.d. Samkaup, Sigurjóns bak- arí, Ragnars bakarí, Kaffi tár og fl. „Það fer gífurleg vinna í þessa sýningu og ég vil koma á framfæri þökkum til þjálfara, iðkenda og foreldra þeirra, auk styrktaraðila okkar”, sagði Magdalena. Þær stöllur segja undir-búning sýningarinnar hafa verið mikinn og Lára segist hafa verið svolítið stressuð en Elísa var heldur ró- legri. Hópurinn þeirra sýndi dans auk þess sem hann tók þátt í opnunar- og lokaatrið- inu. Þær hlökk uðu báð ar mikið til að sýna en þetta var í fimmta skiptið sem Lára sýndi en fjórða skipti Elísu. „Það er rosalega gaman að sýna á jóla- sýningunni. Maður fer í svo mikið jólastuð”, segir Elísa. Lára tekur undir það og bætir við: „Við vit um ekki hvað komu margir en við vonum að fólk hafi skemmt sér.” Þær er u í hópi Tinnu Káradóttur sem tók þátt í tveimur atriðum á sýn- ingunni. „Við sýndum eitt at- riði með hónum okkar, sem var við jólalag með Jóhönnu Guð- rúnu og eitt með öllum hinum hópunum í lokaatriðinu”, segir Sandra Ósk. „Við erum búnar að æfa lengi fyrir sýninguna og það hefur verið svolítið mikið að gera”, bætir Karolína við. Þær hafa báðar sýnt áður á jóla- sýningu fimleikadeildarinnar og finnst það mjög skemmti- legt. Þær eru sammála um að flott ljós og fólkið sem horfir á geri það svona skemmtilegt að sýna. Karolína Margrét Baldursdóttir og Sandra Ósk Aradóttir eru átta ára fimleikaskvísur. Með í tveimur atriðum Elísa Sveinsdóttir og Lára Júlí- ana Hallvarðsdóttir eru báðar tólf ára og eru í einum af eldri hópum deildarinnar. Þjálfarinn þeirra er Berglind Skúladóttir. Fer í mikið jólastuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.