Víkurfréttir - 06.01.2005, Qupperneq 8
8 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Vals
fimmtud
ags
EFTIR VAL KETILSSON
Útgefandi:
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamenn:
Auglýsingadeild:
Útlit, umbrot og prentvistun:
Hönnunardeild Víkurfrétta:
Prentvinnsla:
Dagleg stafræn útgáfa:
Skrifstofa Víkurfrétta:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020
Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Jóhannes Kr. Kristjánsson (fréttir), sími 421 0004, johannes@vf.is
Þorgils Jónsson (fréttir og íþróttir), sími 421 0003, sport@vf.is
Jófríður Leifsdóttir, sími 421 0008, jofridur@vf.is
Jón Björn Ólafsson, sími 421 0014, jbo@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Kolbrún Jóna Pétursdóttir, s: 421 0005, kolla@vf.is
Anita Hafdís Björnsdóttir, s: 421 0013, anita@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, s: 421 0011, steini@vf.is
Prentsmiðjan Oddi hf.
www.vf.is og vikurfrettir.is
Stefanía Jónsdóttir, sími 421 0012, stebba@vf.is
Guðrún Karitas Garðarsdóttir, sími 421 0009, gudrun@vf.is
Aldís Jónsdóttir, sími 421 1010, aldis@vf.is
8 RITSTJÓRN VÍKURFRÉTTA
Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17.
Athugið að föstudaga er opið til kl. 15
Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband
við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild.
Fréttavakt allan sólarhringinn er í síma 898 2222
Þökkum liðið
Merkilegt hvað við höldum fast í jólasiðina. Við sendum nágrönnum okkar jólakort, jafnvel þó við hittum þá daglega eða svona næstum því. Splæsum
jafnvel frímerki á umslagið. Ef þeir senda, þá sendum við.
Ef þeir senda ekki, þá sendum við ekki heldur. Á Íslandi eru
sendar um 3 milljónir jólakorta sem þýðir að hvert einasta
mannsbarn í landinu fær að meðaltali um 10 jólakort. Ég velti
þessu öllu fyrir mér núna fyrir jólin, hvers vegna maður væri
eiginlega að þessu. Þegar ég var búinn að skrifa á kortin og
líma á umslögin til allra vina og ættingja, þá kom í ljós að ég
hafði skorið niður um helming frá fyrra ári. Af þessum jóla-
kortum voru einungis þrjú utanbæjar, öll hin innanbæjar.
Það er nú samt alveg ómissandi þáttur í hverju jólahaldi að opna jólkortin og lesa kveðjurnar frá nágrannanum, sem maður hitti jafnvel niður í bæ á Þorláksmessu-
kveldi eða á aðfangadagsmorgun. Og þar fékk maður jafnvel
líka jólakveðju. Oftast bíðum við hjónin eftir því að opna
kortin seint á aðfangadag, þegar pakkafjörið er búið, borð-
haldið og uppvaskið að baki og rjúkandi kaffitár frá Kaffitár
komið í bollann. Að ógleymdu konfekti frá Nóa & Síríus til
að fullkomna daginn. Spennandi að vita hvort allir sem við
sendum, hafi sent okkur. Ennþá meira spennandi að vita hvað
standi í kortunum, hvort það fylgi mynd af börnunum eða af
hverjum kortin hafa verið keypt. Eru þau til styrktar kvenfé-
laginu, körfuknattleiksdeildinni, blindrafélaginu eða einfald-
lega heimatilbúin?
Mér var tjáð fyrir skömmu að það væri þrennslags fólk sem sæi um jólakortin á hverju heimili. Í fyrsta lagi eru það þeir sem senda engin kort. Hreint út sagt
bara jólafýlupokar. Í öðru lagi eru það þeir sem senda kort
hver einustu jól, passa upp á að klikka ekki á neinum en spara
orðin í kortin. ,,Þökkum liðið’’ er liðið kallað. Það sleppur við
að vera flokkað með fýlupokadeildinni en má auðsjáanlega
ekkert vera að því að skrifa eitthvað hjartnæmt í jólakortin.
Eru sem sagt á kafi í jólastressi. Í þriðja lagi eru það þeir sem
skrifa eitthvað skemmtilegt og áhugavert í kortin, senda mynd
af börnunum eða fjölskyldunni og senda hlýjar hugsanir til
þín á aðfangadagskvöld.
Ég verð að viðurkenna að ég uppfyllti alla þrjá flokkana að þessu sinni. Til að byrja með skar ég fjölda jólakorta niður um helming, fór úr 45 niður í 22. Var sem sagt að
mestu í fýlu á aðventunni. Í helminginn af þessum helmingi
jólakorta sem ég sendi, var ég latur að skrifa eitthvað í, enda
á kafi í öðrum verkefnum síðustu dagana fyrir jól. Ekki beint
í jólastressi en hafði lítinn tíma, sem sást best á því að ég kom
kortunum í póst að morgni Þorláksmessu. Í þau kort sem ég
skrifaði eitthvað skemmtilegt, var ég einlægnin uppmáluð og
meinti hvert orð af því sem þar stóð. Sumum lofaði ég meira
að segja vöfflum eða pönnukökum ef þau kæmu í heimsókn
til mín á sunnudegi. Verð að muna að standa við það!
©RITSTJÓRNAR BRÉFHilmar Bragi BárðarsonF R É T T A S T J Ó R I S K R I F A R
Nýtt ár er gengið í garð. Áramótum var fagnað í skugga þeirra mestu náttúruham-fara sem gengið hafa yfir heimsbyggðina
á sögulegum tíma með jarðskjálfta við Súmötru á
öðrum degi jóla upp á 9 stig á Richter og risafljóð-
bylgju sem fylgdi í kjölfarið og tók líf um 150.000
manna. Margir þeirra voru frændur okkar af Norð-
urlöndunum. Fjöldi fólks á um sárt að binda.
Fjölskyldur hafa farist, börn finna ekki foreldra
sína og foreldrar finna ekki börnin sín. Ástandið
á vettvangi flóðanna í SA-Asíu er ólýsanlegt. Við
getum hins vegar lagt okkar að mörkum með því
að styðja við hjálparstarf t.d. Rauða kross Íslands í
síma 907 2020.
Hér heima á Fróni er hafið enn eitt fréttaárið. Það síðasta var viðburðaríkt. Málefni Varnarliðsins voru ofarlega
í umræðunni á Suðurnesjum og við hér á
Víkurfréttum fluttum oftar en ekki fyrstu
fréttirnar sem síðan rötuðu inn í landsmiðlana.
Víkurfréttir eru nefnilega meira en vikublað,
því blaðið heldur úti öflugasta svæðisfréttamiðli
landsins á netinu, þar sem birtar eru að jafnaði
um 15 fréttir og mannlífsviðburðir hvern virkan
dag og einnig staðin fréttavakt um helgar.
Atvinnumál svæðisins voru áberandi í fréttum síðasta árs. Mikið var rætt um atvinnuleysi en á sama tíma voru í
gangi framkvæmdir fyrir hundruð milljóna eða
milljarða á svæðinu. Mikið átak hefur verið gert
í umhverfismálum og þá rís byggðin hratt. Nýjar
íbúðagötur í öllum sveitarfélögum Suðurnesja,
uppbygging við Flugstöð Leifs Eiríkssonar er
hröð og þar á atvinnutækifærum eftir að fjölga á
næstu misserum. Gríðarlegir efnisflutningar hafa
verið með strönd Reykjanesbæjar í sjóvörnum og
síðustu vikur og mánuði hefur mátt sjá nýjasta
hverfið í bænum, Tjarnarhverfi vera taka á sig
mynd.
Stærsta framkvæmdin á Suðurnesjum er hins vegar fyrirferðarlítil í byggð, en í stórbrotinni náttúru Reykjaness hafa tröllvaxnir borar
kafað djúpt í jörðu eftir háhita sem verður
beislaður í nýrri virkjun Hitaveitu Suðurnesja hf.
Framkvæmdin er upp á tíu milljarða króna og
orkan mun verða nýtt til stóriðju. Það er líka trú
manna að stóriðjan komi til Suðurnesja í formi
pípuverksmiðju í Helguvík. Helguvíkursvæðið
er hins vegar af þeirri stærðargráðu að þar gæti
vel rúmast orkufrekur iðnaður, sem myndi skila
samfélaginu nauðsynlegum tekjum, sem virðist
ekki vanþörf á.
Það verða tímamót hjá Víkurfréttum á þessu ári. Á haustmánuðum mun blaðið fagna aldarfjórðungsafmæli. Framfarir í tækni
hafa verið gríðarlegar á þessum aldarfjórðungi
og vinnsluaðferðir við blaðið hafa tekið stakka-
skiptum. Tölvuvæðing útgáfunnar er án efa mesta
breytingin, en Víkurfréttum er nú skilað tilbúnum
til prentunar frá ritstjórnarskrifstofum eftir
hádegi á miðvikudegi í stað þess að uppsetning
blaðsins fór fram í prentsmiðju og tók marga
daga og dæmi voru um það fyrir fáum árum að
forsíða blaðsins var prentuð tveimur dögum áður
en blaðið kom út! Sem betur fer hefur tækninni
fleygt fram. Netmiðill blaðsins miðlar öllu því
helsta sem gerist á svæðinu til lesenda um leið
og það gerist, eða svo gott sem. Stærstu fréttir
vikunnar fara svo í prentuðu útgáfuna, sem síðan
skartar einnig viðtölum og mannlífi svæðisins
í bland við íþróttir og það sem skiptir fjölmiðil
eins og Víkurfréttir öllu máli - auglýsingar.
Án auglýsinga væru engar Víkurfréttir. Við hjá
blaðinu eigum því láni að fagna að eiga marga
trausta viðskiptavini, sem í raun tryggja það
að blaðið berist þér í póstinum í hverri viku.
Auglýsendur geta líka treyst árangrinum af því
að auglýsa í blaðinu því ein ánægjulegustu tíðindi
sem starfsfólk Víkurfrétta fékk á síðasta ári voru
þau að 91,7% Suðurnesjamanna lesa Víkurfréttir
einu sinni eða oftar í viku. Þetta voru þó ekki ný
tíðindi fyrir okkur því þessi Gallup-könnun var
nær samhljóða könnun frá Gallup fyrir áratug
síðan og niðustaðan nú jafnvel betri en áður.
Víkurfréttir hafa verið í fremstu röð í fréttaflutningi frá Suðurnesjum í þennan tæpa aldarfjórðung sem blaðið hefur verið
gefið út og starfsmenn blaðsins hafa sett sér það
markmið að vera áfram fremst á meðal fjölmiðla.
Í fremstu röð á Suðurnesjum
í tæpan aldarfjórðung
öKASSINNPÓST
Hefur þú ábendingu um neytendamál, vilt
koma á framfæri hrósi eða skömmum?
Sendu okkur línu á: postur@vf.is