Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.01.2005, Page 32

Víkurfréttir - 06.01.2005, Page 32
32 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Fyrsta barn árs ins leit dagsins ljós á fæðingar-deild Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja þann 2. jan- úar. Barnið er stúlka og fædd- ist hún sjö mínútur yfir tólf á hádegi. Foreldrar stúlkunnar eru Ninna Jóhannesdóttir og Pornanan Jampaijit og býr fjölskyldan í Vogum á Vatnsleysuströnd. Stúlkan var 3580 grömm að þyngd og 51 sentimetri. Hún lét aðeins bíða eftir sér því móðirin var sett þann 31. Desember. „Fæðingin gekk bara vel,” segir Ninna og bætir við. „Okkur hefur bara liðið vel eftir að við komum heim. Hún hefur heldur betur látið vita af sér,” segir Ninna brosandi. Stúlka úr Vogunum 8 Fyrsta barn ársins á Suðurnesjum: Móðir og faðir með litlu stúlkuna sem fæddist þann 2. janúar á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stúlkan fæddist 7 mínútur yfir 12 á hádegi þann 2. janúar og er fyrsta barn ársins á Suðurnesjum. Leifum hrossanna sem voru brennd eftir að þau sýktust af miltisbrandi í desember hefur verið komið til urðunar í Álfsnesi. Sandbeði sem var á svæðinu var einnig mokað í gám og urðaður. Svæðið á Vatnsleysuströnd þar sem miltisbrandurinn kom upp verður girt af. Talin er hætta á frekara smiti fyrir grasbíta á svæðinu. Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósaumdæmis sagði í samtali við Víkurfréttir að í bígerð væri að rannsaka svæðið frekar. Sagði hann að gengið hefði verið um svæðið og leitað að ummerkjum en ekkert fund- ist. Gunnar sagði aðspurður að ákveðin hætta sé á að grasbítar á svæðinu geti smitast af miltis- brandi. Þrjú hross drápust úr miltisbrandi á bænum Sjón- arhóli og var fjórða hrossinu lógað í kjölfarið fyrir tæpum mánuði síðan. Hræ hrossanna voru brennd og fylgst hefur verið með hrossum af nágrannabæjum, ásamt nokkrum sauðkindum. Umferð dýra og manna var takmörkuð á meðan svæðið var rannsakað Leifar miltisbrands- hrossanna urðaðar 1. tölublað • 2 6. árgangur Fimmtudaguri nn 6. janúar 2 005

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.