Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 17.12.2015, Blaðsíða 22
22 fimmtudagur 17. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Jólatréssala kiwanisklúbbsins Keilis opnaði í Húsasmiðjunni á Fitjum um síðustu helgi. Við það tækifæri afhentu kiwanis- menn tvo styrki til samfélagsmála á Suðurnesjum. Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 100.000 krónur og sama upphæð var afhent Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum. Sömu aðilar fengu einnig gjafabréf fyrir jólatré. Það voru þær Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja og Anna Valdís Jónsdóttir frá Fjöl- skylduhjálp Íslands sem tóku við styrkjunum og eru þær á meðfylgj- andi mynd með Andrési Hjalta- syni frá kiwanisklúbbnum Keili. VF-mynd: Hilmar Bragi Sérdeildin Ösp við Njarðvíkurskóla fékk góða heimsókn í vikunni þegar Sigvaldi Lárusson og Berglind Kristjánsdóttir, eiginkona hans, komu fær- andi hendi með gjafir fyrir nemendur Asparinnar. Sigvaldi hefur verið að safna fé til að styrkja Umhyggju, félag langveikra barna bæði með Umhyggjugöngunni þegar hann gekk frá Reykjanesbæ til Hofsóss og með kótilettukvöldi sem hann hélt í nóvember sl. Einnig hefur hann notið stuðnings góðra fyrirtækja. Sigvaldi færði Öspinni flatskjá, DVD spilara, heyrnar- tól sem og ljós og teppi sem nýta á í skynörvunarher- bergi sem starfsmenn eru að útbúa fyrir nemendur. Heilsuleikskólinn Krókur í Grindavík og Leikskól- inn Holt í Reykjanesbæ voru meðal tíu stofnana sem fengu gæðaviðurkenningu Erasmus+ menntaáætlunar Evrópusam- bandsins. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn í Ásmundarsafni. Heilsuleikskól- inn Krókur hlaut viðurkenningu fyrir verkefnið Hvað finnum við undir fótum okkar? og leikskól- inn Holt fyrir verkefnið Lesum heiminn. Verkefnin sem hlutu viðurkenn- ingu í gær eiga það sammerkt að hafa sýnt fram á nýsköpun og ný- breytni í menntun, stuðlað að þátt- töku fjölbreyttra hagsmunahópa í alþjóðasamstarfi og haft áhrif á skólastarf einstakra stofnana sem og víðtækari áhrif í skólasamfélag- inu. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti viðurkenningarnar sem eru í formi myndverka sem hönnuð voru af 15 nemendum á öðru ári í teiknideild í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Erasmus+, mennta- og æskulýðsá- ætlun ESB, er stærsta mennta- áætlun heims. Erasmus+ hóf göngu sína 2014 og stendur til 2020. Rannís hýsir menntahluta Lands- krifstofu Erasmus+ á Íslandi og úthlutar árlega tæplega 800 millj- ónum úr áætluninni til verkefna á því sviði. Markmið áætlunarinnar eru meðal annars að styðja verk- efni sem miða að því að efla grunn- færni einstaklinga, svo sem læsi og stærðfræði, ýta undir sköpunargáfu og frumkvöðlakennslu, vinna gegn brotthvarfi, styðja við aðlögun inn- flytjenda, innleiða upplýsingatækni í menntun, efla starfsmenntun og almennt auka gæði í menntun á öllum skólastigum og í atvinnulífi. -fréttir pósturu vf@vf.is Jólatréssala styður samfélagsverkefni Viðurkenningar til leik- skólanna Holts og Króks Góð gjöf til Asparinnar Hafnargötu 61 | 230 Reykjanesbæ | www.siraf.is | Si01@simnet.is | Sími: 421 7104 Jólagjöfina færðu hjá okkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.