Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Síða 26

Víkurfréttir - 17.12.2015, Síða 26
26 fimmtudagur 17. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Reykjanesið er með skadd-aða ímynd í samanburði við önnur landssvæði á Íslandi. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun sem H:N Markaðssamskipti lét gera fyrir Atvinnuþróunarfélagið Hekluna. Rúmlega sex af hverjum tíu er þó jákvæðir til svæðisins en þegar viðhorf er borið saman við aðra landshluta er Reykjanesið neðst. Kristján Hjálmarsson hjá H:N segir þó að mikil tækifæri séu fyrir hendi og ekkert til fyrir- stöðu að laga þessa stöðu. „Samkvæmt viðhorfskönnun sem við hjá H:N Markaðssamskiptum og Heklunni – atvinnuþróunarfé- lagi Suðurnesja réðumst í kemur í ljós að 64% landsmanna eru já- kvæðir í garð Reykjaness. Við fyrstu sýn virðast þetta ágætar tölur en það er því miður svo að viðhorfið til Reykjanessins er neikvæðara en gengur og gerist. Næsta landsvæði fyrir ofan er höfuðborgarsvæðið þar sem um 80% landsmanna eru jákvæðir í garð þess. Norðurlandið trónir hins vegar á toppnum með um 87% - önnur landsvæði eru þar á milli. Það munar sem sagt 16 pró- sentustigum á Reykjanesi og næsta landshluta fyrir ofan og 23 pró- sentustigum á Reykjanesi og land- svæðinu í efsta sæti.“ Hverjir eru stærstu þættirnir í nei- kvæðri umræðu og skoðun fólks á Reykjanesinu? „Þegar við rýnum nánar í könnun- ina kemur í ljós að af þeim sem voru neikvæðir í garð Reykjanessins telur um þriðjungur að svæðið sé óaðlaðandi, tæpur þriðjungur segir að „svæðið“ sé illa rekið bæjar- félag eða að þar þrífist spilling, um fimmtungur nefnir atvinnumál og atvinnuleysi, einhverjir félagsleg vandamál, leiðinlegt veður og svo neikvæðan fréttaflutning.“ Hvað er til ráða? „Til að snúa þessari þróun við þarf að leiðrétta ímyndarhallann sem Reykjanesið glímir við. Það þarf að bæta ímynd svæðisins bæði út á við sem inná við því svona viðhorf hefur að sjálfsögðu áhrif á sjálfs- mynd fólks hér á Suðurnesjum. Það virðist líka vera þannig að Ís- lendingar hafi gert sér upp skoð- anir án þess að þekkja til svæðisins eða vita nokkuð um það. Margt af því sem fólk heldur um svæðið á alls ekki við rök að styðjast. Við getum nefnt nokkur dæmi. Ólíkt því sem margir halda þá eru Suður- nesin eitt fallegasta svæði landsins með ótrúlegri náttúru og mikilli sögu. Það tekur ekki langan tíma fyrir þann sem ferðast um svæðið að átta sig á því. Ef við tökum atvinnumál sem dæmi þá virðast Íslendingar halda að á Reykjanesi ríki algjört ófremdar- ástand og atvinnuleysi hér sé meira en gengur og gerist á landinu. Hið rétta er hins vegar að atvinnuleysið er nánast ekki neitt og hér vantar fólk til starfa. Vissulega hefur at- vinnuástand á Suðurnesjum oft verið erfitt, var til dæmis í kringum 15% fyrir örfáum árum, en staðan nú er bara allt allt önnur. Sömu sögu er að segja af atvinnu- tekjum. Samkvæmt skýrslu sem fjárfestingarfélagið Gamma vann fyrir HS Orku og Bláa lónið um Auðlindagarðinn fyrir skömmu kemur í ljós að á árunum 2012 og 2013 voru meðalatvinnutekjur fólks á Reykjanesi hærri en á land- inu öllu. Þetta eru skýr dæmi um misskilninginn sem ríkir. Ætli það megi ekki færa rök fyrir því að þetta sé í raun og veru gömul og úrelt ímynd af svæðinu sem er að einhverju leyti greipt í huga fólks en á einfaldlega ekki lengur við rök að styðjast. Til að breyta þessu viðhorfi þarf að upplýsa fólk, bæði hér á Suður- nesjum sem og annarsstaðar, um hversu frábært svæðið er. Hér hefur gríðarleg uppbygging átt sér stað, þetta er fyrsta stopp yfir 90% ferða- manna sem koma hingað til lands, hér býr duglegt og kraftmikið fólk á einu fallegasta svæði landsins í fjölskylduvænu umhverfi þar sem góðar sögur leynast bak við hvern stein. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að Reykjanesið fái þá athygli og viðurkenningu sem svæðið á skilið. Tækifærin eru svo sannar- lega til staðar.“ -fréttir pósturu vf@vf.is Kristján Hjálmarsson hjá H:N markaðssam- skiptum greindi frá niðurstöðum könnunar- innar á fundi hjá At- vinnuþróunarfélaginu Heklunni. Viðhorfskönnun á ímynd Reykjaness kynnt Reykjanes í neðsta sæti mikil tækifæri og ekkert til fyrirstöðu að laga stöðuna segja markaðssérfræðingar 5VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagur 22. október 2015 Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Gleðilegt nýtt bílaár! Þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu sem er að líða. Gleðilegt nýtt bílaár! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Dreglar og mottur á frábæru verði! Margar stærðir og gerðir Ódýrar mottur 40x60 cm frá kr. 350 PVC mottur 50x80 cm1.590 66x120 cm kr 2.890 100x150 cm kr 5.590 Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ Breidd: 67 cm Verð pr. lengdarmeter 1.595 Breidd: 1 metri Verð pr. lengdarmeter 1.890 3mm gúmmídúkur fínrifflaður 1.990pr.lm. Gúmmímottur margar gerðir og stærðir, verðdæmi 66x99cm 2.190 Iðavellir 7 // Keflavík (bakvið Nýmynd) GEFÐU NUDD Í JÓLAGJÖF! Gjafakort á tilboði kr. 6.000 tíminn. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Takk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. bæta við Keflavík aftan við Iðavelli og í tímaset- ningunni fyrir ofan, frá kl. 12 Til að snúa þess- ari þróun við þarf að leiðrétta ímyndarhallann sem Reykjanesið glímir við. Það þarf að bæta ímynd svæðisins bæði út á við sem inná við því svona viðhorf hefur að sjálf- sögðu áhrif á sjálfs- mynd fólks hér á Suður- nesjum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.