Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.2015, Page 58

Víkurfréttir - 17.12.2015, Page 58
58 fimmtudagur 17. desember 2015 • VÍKURFRÉTTIR Ævintýri Víðismanna á ní-unda áratug síðustu aldar var einstakt á þeim tíma því þeir voru fyrsta liðið sem hafði verið venjulegt 3. deildarlið frá stofnun sem fór upp í efstu deild. Þeir gerðu meira en að fara upp því þvert ofan í allar spár voru þeir í þrjú ár samfleytt í efstu deild, fjögur ár alls, og komust í bikarúrslitaleik sem þýddi að þeir voru einum leik frá Evrópu- keppni. Nú eru liðnir þrír ára- tugir frá þessum gullárum Víði- smanna en það er fyllsta ástæða til þess að halda árangri þeirra á þessum tíma á lofti. Þetta gerðu þeir með öflugum kjarna af heimamönnum sem ég kynntist sjálfur með því að spila nokkrum sinnum á móti þeim á þessum árum og Garðurinn komst þarna á Íslandskortið með eftir- minnilegum hætti. Afrekið hjá þessu litla en öfluga félagi, sem náði að vera sjöunda besta lið landsins árið 1986 er meira en margir átta sig á. Þetta var gert með dugnaði, fórnfýsi og harðfylgi þessara stráka sem voru tilbúnir til að leggja á sig það sem þurfti. Um leið held ég að þeir hafi vakið mörg önnur minni félag til vitundar um að það væri hægt að komast í hóp „stóru liðanna,“ enda áttu fleiri lið eftir að fylgja í kjölfarið á næstu árum, eins og Grindavík, Fylkir, Leiftur og Skallagrímur, svo einhver séu nefnd. Það er athyglisvert að nokkrir þessara leikmanna léku enga leiki í yngri flokkum m.a. Guðjón og Daníel Einarsson sem aldrei léku með yngri flokkum Víðis á Íslandsmóti. „Ég fékk að fara á æfingar með meistaraflokki 14 ára gamall. Annars var það bara bolti á túnum þar sem við spil- uðum út í eitt. Jafnan var farið og spilað á móti strákum í Vestur- bænum í Keflavík á túnum þar sem Grófin er núna,“ segir Guð- jón. Það er líka áhugavert að hugsa til þess að bestu leikmenn Víði- smanna frá upphafi voru ekki hluti af þessum liði. Jóhann Birnir Guð- mundsson hóf ferilinn með Víði áður en hann fór til Keflavíkur og síðar í atvinnumennsku. Guðjón Árni Antoníusson hefur svo átt mjög farsælan feril í úrvalsdeild. Eftirtaldir leikmenn skipuðu hóp- inn fyrsta sumarið í efstu deild árið 1985, en það er skemmtilegt að sjá hvernig þetta var sett upp í DV á sínum tíma með starfs- heitum leikmanna: Gísli Heiðarsson, 20 ára verslunar- maður, markvörður. Sævar Júlíusson, 25 ára trésmiður, markvörður. Helgi Sigurbjörnsson, 22 ára verka- maður, varnarmaður. Gísli M. Eyjólfsson, 30 ára sölustjóri, varnarmaður. Sigurður Magnússon, 24 ára tré- smiður, varnarmaður. Ólafur Róbertsson, 22 ára rafvirki, varnarmaður. Rúnar Georgsson, 21 árs verslunar- maður, varnarmaður. Hjörtur Davíðsson, 19 ára verka- maður, varnarmaður. Halldór Einarsson, 27 ára verka- maður, varnarmaður. Guðjón Guðmundsson, 25 ára tré- smiður, tengiliður og fyrirliði liðsins. Daníel Einarsson, 25 ára verka- maður, tengiliður. Einar Ásbjörn Ólafsson, 26 ára lög- reglumaður, tengiliður. Vilhjálmur Einarsson, 24 ára verka- maður, tengiliður. Vilberg Þorvaldsson, 22 ára sjó- maður, tengiliður. Klemens Sœmundsson, 21 árs nemi, tengiliður. Björn Vilhelmsson, 20 ára tré- smiður, tengiliður. Pálmi Einarsson, 30 ára trésmiður, tengiliður. Grétar Einarsson, 20 ára verka- maður, framlínumaður. Sverrir Þorsteinsson, 18 ára nemi, framlínumaður. Guðmundur Jens Knútsson, 29 ára rafvirki, framlínumaður. Marteinn Geirsson, fyrrum lands- liðsmaður úr Fram, þjálfari. Sigurður Ingvarsson aðstoðarþjálf- ari. Gunnar Hasler liðsstjóri. Tryggvi Einarsson liðsstjóri. Magnús Þór Magnússon liðsstjóri. Júlíus Baldvinsson formaður knatt- spyrnudeildar. Garðurinn komst þarna á Íslandskortið með eftirminnilegum hætti. Afrekið hjá þessu litla en öfluga félagi, sem náði að vera sjöunda besta lið landsins árið 1986 er meira en margir átta sig á. Víðir Sigurðsson höfundur bókanna Íslensk knatt- spyrna, allt frá árinu 1983, telur afrek Víðsmanna vera meðal þeirra merkustu í íslenskri knattspyrnusögu: Einstakt hjá Víði Undir það síðasta: Liðið sem fór aftur upp í efstu deild árið 1990. Kjarninn ennþá sá sami og 1984. Eftir sigur í Njarðvík 1984: Þessir piltar sáu um að koma Víðismönnum í efstu deild. Grétar Einars- son skorar gegn KR. Guðjón Guðmundsson er tilbúinn að fagna.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.