Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 3
LÆKNAblaðið 2017/103 111 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson (í leyfi) havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1900 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Ragnar Þórisson (f. 1977) er höfundur málverksins sem mynd er af á forsíðu blaðsins. Það er án titils frá árinu 2016 og allstórt, eða 200 x 180 cm. Þar situr maður sem horfir fram til áhorfenda, að því er virðist, dreginn upp með frjáls- legri línuteikningu sem kallast á við einlita fleti í bakgrunninum. Verkið er afrakstur áralangra tilrauna listamannsins sem málar gjarnan manneskjur í hlutlausu umhverfi. Uppstillingar hans sýna fólk á margræðan hátt, sveipað dulúðugu andrúmslofti. Þar blandast stórir, marglaga litafletir við fínlega pensilskrift. Verkin eru opin og gefa til kynna lág- stemmda hreyfingu bæði í tíma og rúmi þannig að svo virðist sem listamaðurinn reyni að fanga eitthvað sem auganu er dulið alla jafna. Myndheimur málverkanna er kunnuglegur en jafnframt framandi. Mannsmyndin sem þau sýna kallast í grunninn á við meginuppistöðu málverkaarfleifðarinnar þar sem er að finna portrett af fyrirfólki frá ólíkum tímum. Það eru miðjusettar brjóstmyndir, andlitsmyndir og mynd- ir af standandi og sitjandi mönnum og konum sem stilla sér upp fyrir málarann. Eðli þeirrar gerðar verka er að viðkomandi fyrirsæta sé þekkjanleg og að í umhverfi hennar megi greina tákn um persónu hennar og stöðu. Í málverkum Ragnars er mannfólkið aftur á móti allflest óþekkjanlegt og hefur hann enga sérstakar fyrirmyndir í huga. Andlitsdrættir eru máðir, teygðir og margfaldaðir, líkamar huldir stórum litaflötum eins og kuflar. Umhverfi þeirra gefur sáralitlar upplýsingar, aðeins óljósa tilfinningu fyrir því að vera utandyra eða inni. Ragnar útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2010. Hann hefur haldið nokkrar einka- sýningar, tekið þátt í samsýningum og framundan er þátttaka hans í hinum Norræna tvíæringi, Momentum, í Moss í Noregi. Þá verða verk hans til sýnis í Listasafni Reykjavíkur á næstunni. Markús Þór Andrésson L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S 9. febrúar síðastliðinn komu afkom- endur og ættingjar Guðmundar Björnssonar prófessors í augnlækning- um saman í Hringsal Landspítala og heiðruðu minningu hans. Gunnar lungnalæknir, sonur Guð- mundar, og nokkrir kollegar fjölluðu um líf og starf hans. Guðmundur lærði í Ameríu og starfaði alla tíð á Landa- koti. Hann doktoreraði í gláku og kenndi læknanemum augnsjúkdóma- fræði. Hann skráði sögu augnlækn- inga á Íslandi frá öndverðu til okkar daga og var gríðarlega áhugasamur uppfræðari og áfram um nýja tækni og almenna framþróun. Jóhann Mar- inósson, Ólafur Ólafsson, Guðmundur Viggósson, Haraldur Sigurðsson og Friðbert Jónasson röktu rannsóknir Guðmundar, samstarf og samvistir við hann á vinnustað og utan. -VS Málþing á 100 ára fæðingarafmæli Guðmundur Viggósson brá upp skemmtilegum myndum af kollega sínum. Ein tafla á dag Varnar heilablóðfalli og segareki að lágmarki til jafns við warfarín Sambærileg blæðingarhætta og í meðferð með warfaríni en marktækt færri innankúpublæðingar og dauðsföll vegna blæðinga Að taka lyf einu sinni á dag við hjarta- og æðasjúkdómum eykur líkur á því að lyfið sé leyst út af sjúklingi eykur líkur á því að sjúklingur taki lyfið eykur líkur á því að lyfið sé tekið á réttum tíma samanborið við lyf sem taka þarf oftar ♦♦ ♦♦ ♦♦ Heimildir: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Xarelto. 2. Patel MR et al. N Engl J Med 2011; 365:883-891. 3. Bae JP et al. Am J Manag Care 2012; 18:139-146. 4. Coleman CI et al. Curr Med Res Opin 2012; 28:669-680. Fyrsti beini hemillinn á storkuþátt Xa til inntöku 3 2 2 *1 4 4 L.IS.11.2014.0086 Öryggisupplýsingar: Eins og almennt gildir um segavarnarlyf og blóðflöguhemla verður að nota rivaroxaban með varúð hjá sjúklingum með aukna blæðingarhættu.1 Algengar aukaverkanir (≥1/100 til <1/10): Blæðingar: Í tannholdi, margúll, flekkblæðing, blóðnasir, blóðhósti, blæðing í auga, blæðingar í húð og undirhúð, blæðing eftir aðgerðir, blæðing í meltingarvegi, blæðing í þvag- og kynfærum. Aðrar: Blóðleysi, verkir í meltingarfærum og kvið, meltingartruflanir, ógleði, harðlífi, niðurgangur, uppköst, lágur blóðþrýstingur, kláði, útbrot, verkir í útlim, sundl, höfuðverkur, skert nýrnastarfsemi, hækkun á transamínasa, sótthiti, bjúgur í útlimum, skertur almennur styrkur og orka, marmyndun, rennsli úr sárum.1 Ekki er mælt með notkun Xarelto hjá sjúklingum með gervihjartalokur.1 *sem fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt blóðþurrðarkast1 Augnlæknar í meirihluta, mættir til að hlusta á málþingið um Guðmund Björnsson kollega þeirra.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.