Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2017, Page 4

Læknablaðið - 01.03.2017, Page 4
112 LÆKNAblaðið 2017/103 F R Æ Ð I G R E I N A R 3. tölublað, 103. árgangur, 2017 115 Gunnar Ármannsson Er hægt að bæta íslenska heilbrigð- iskerfið? Þegar kostir og gallar einka- rekinna lausna eru ræddir er sjálfsagt að það sé gert á opinskáan hátt og öllum steinum velt við. Það gerðu Hollendingar og tóku sér góðan tíma. Úr því að þeim tókst jafn vel upp og raun ber vitni gæti verið full ástæða til að skoða vel aðferðafræði þeirra. 119 Marta Rós Berndsen, Fritz Hendrik Berndsen Árangur gallblöðrutöku á sjúkrahúsinu Akranesi 2003-2010 Flestar gallblöðrutökur eru gerðar sem valaðgerð hjá sjúklingum með þekkta ein- kennagefandi gallsteina eða sögu um fylgikvilla gallsteina eins og gallblöðrubólgu eða brisbólgu. Bráðaaðgerðir eru yfirleitt gerðar hjá sjúklingum með fylgikvilla gallsteina eða ef einkenni gallsteina eru sérstaklega slæm og viðvarandi. Fyrsta gall- blöðrutaka í gegnum kviðsjá var framkvæmd á Íslandi 1991 og varð aðgerðin fljótt algeng hérlendis. 125 Benedikt Friðriksson, Óttar Bergmann, Sigurður Ólafsson Meðferð lifrarbólgu C með peg-interferóni alfa og ríbavíríni á Íslandi 2002-2012 Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinns lifrarsjúkdóms á Vesturlöndum. Meirihluti þeirra sem smitast fá langvinna lifrarbólgu sem leitt getur til skorpulifrar og lifrarfrumukrabbameins. Áætlað er að um 170 milljónir manna um allan heim hafi langvinna lifrarbólgu C en algengi og nýgengi er mjög misjafnt milli heimshluta. Stærsti áhættuhópurinn fyrir lifrarbólgu C er fólk sem sprautar sig með vímuefnum en aðrar smitleiðir eru þekktar svo sem blóðgjöf fyrir tíma skimunar. 129 Héðinn Sigurðsson, Sunna Gestsdóttir, Kristján G. Guðmundsson, Sigríður Halldórsdóttir Starfsumhverfi heimilislækna á Íslandi og í Noregi: Reynsla 16 íslenskra lækna Það er samdóma álit viðmælenda að betur sé búið að heimilislækningum í Noregi en á Íslandi og heilbrigðisþjónustan skilvirkari. Þeir telja einnig að til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi sé brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Þegar gerðar eru breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu er mikilvægt að líta til reynslu nágrannaþjóða þar sem vel hefur tekist til við skipulag þjónustunnar að mati fagaðila. 117 Guðmundur Þorgeirsson Rekstrarform sjúkrahúsa Þetta er að sjálfsögðu mik- ilvæg umræða sem mun standa um ókomin ár en má ekki yfirskyggja meginspurn- inguna: Hver er besta lausnin fyrir sjúklingana? L E I Ð A R A R Læknadagar í Hörpu 15. til 19. janúar 2018 Sendið hugmyndir að dagskrá til Margrétar Aðalsteinsdóttur (margret@lis.is) fyrir 10. maí nk.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.