Læknablaðið - 01.03.2017, Side 12
120 LÆKNAblaðið 2017/103
gengust undir bráðaaðgerð voru 65% með bráða gallblöðrubólgu
samkvæmt vefjagreiningu (sjá töflu II). Tólf sjúklingar voru með
aðrar greiningar og var helmingur þeirra með eðlilega gallblöðru
í vefjagreiningu og hinn helmingurinn var með sjaldgæfari grein-
ingar.
Heildartíðni fylgikvilla var 5,5% en meiriháttar fylgikvillar
greindust hjá 9 sjúklingum (2,4%). Fimm sjúklingar (1,3%) voru
með gallleka og var gerð enduraðgerð hjá þremur þeirra. Eftirfar-
andi er lýsing á sjúklingunum sem fengu gallleka: Sjúklingur eitt
fékk kviðverki á fjórða degi eftir aðgerð og fór í röntgenrannsókn
á gallvegum og brisgangi með holsjá og fékk stoðnet auk þess sem
hann fékk kera gegnum húð. Sjúklingur tvö var með auka gall-
ganga í lifrarbeði (ducts of Luschka) og fór hann í enduraðgerð í
tvígang þar sem saumað var yfir ganga í lifrarbeði. Á sjúklingi
þrjú var gerð erfið aðgerð vegna bólgu og síðan enduraðgerð fjór-
um dögum síðar þar sem gallleki reyndist vera frá stúf gallblöðru-
gangs. Tölvusneiðmynd sýndi einnig stein í gallrás og fór hann
því í röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá þar
sem steinn var fjarlægður og hann fékk stoðnet. Sjúklingur fjögur
reyndist vera með leka frá aukagangi og undirgekkst enduraðgerð
og fékk kera. Hjá sjúklingi fimm var mikil bólga á aðgerðarsvæði
og fékk hann kera í aðgerð. Gall kom í kerann í nokkra daga en
hætti sjálfkrafa og var keri fjarlægður án vandkvæða.
Fjórir sjúklingar (1,1%) fengu djúpa sýkingu. Enginn sjúkling-
ur varð fyrir blæðingu eða skaða á megingallrás og enginn lést
í kjölfar aðgerðar. Í töflu III er tíðni fylgikvilla borin saman við
hérlendar rannsóknir og GallRiks.
Í töflu IV eru þeir 9 sjúklingar sem fengu alvarlega fylgikvilla
bornir saman við þá sem ekki fengu alvarlega fylgikvilla. Þeir
sjúklingar sem höfðu fengið gallblöðrubólgu áður voru marktækt
líklegri til að fá alvarlega fylgikvilla, borið saman við þá sem voru
eingöngu með sögu um gallsteinaverki (gagnlíkindahlutfall, OR:
6,7 p=0,007). Ekki var marktækur munur á hvort um bráða- eða
valaðgerð var að ræða eða hvort gerð hafi verið röntgenmyndataka
af gallvegum í aðgerð.
urlands einnig Strandasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu og Austur-
Barðastrandarsýslu. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem lands-
hlutinn frá botni Hvalfjarðar í norðri til Straumsvíkur sunnan
Hafnarfjarðar í suðri. Innan höfuðborgarsvæðisins eru Landspít-
ali og allar heilsugæslur höfuðborgarsvæðisins.
Viðhlítandi leyfi fengust frá Persónuvernd og vísindasiðanefnd.
Upplýsingar voru skráðar á tölvutækt form í Filemaker pro 11.
Rannsókn er lýsandi og er tölfræðileg úrvinnsla í samræmi við
það með útreikningum á hlutföllum og 95% öryggismörkum. Not-
að var Fisher’s exact próf til að meta gagnlíkindahlutfall (Odds
ratio, OR) þess að fá alvarlega fylgikvilla. Miðað var við mark-
tæknimörk p<0,05. Við tölfræðiútreikninga voru Excel og R studio
forritin notuð.
Niðurstöður
Framkvæmdar voru 378 gallblöðrutökur á 8 ára tímabili. Allar
aðgerðir voru framkvæmdar af sama skurðlækni. Konur voru í
meirihluta (74%) og var meðalaldur sjúklinga 49,6 ár (bil: 15-89 ár).
Flestir sjúklingar voru lagðir inn (94%) og var miðgildi legutíma
tveir dagar (bil: 1-31 dagur). Fyrstu árin voru flestir sjúklingar frá
Vesturlandi en hlutfall sjúklinga af höfuðborgarsvæðinu jókst á
tímabilinu og var síðustu árin um 40% (mynd 1).
Ábending fyrir aðgerð var í flestum tilfellum gallsteinaverk-
ir þar sem gallsteinar voru staðfestir á ómun (281 einstaklingur,
74%). Aðrir, 90 sjúklingar (24%), höfðu sögu um fylgikvilla gall-
steina en þar var bráð gallblöðrubólga algengust (79%) en einnig
brisbólga af völdum gallsteina (21%). Hjá 7 sjúklingum (2%) var
um ódæmigerða gallsteinaverki að ræða. Allir nema einn þeirra
voru með gallsteina á ómun en hjá þeim sem var gallsteinalaus
sýndi HIDA-skann fram á vanstarfsemi í gallblöðru. Valaðgerðir
voru í meirihluta, 329 (87%) en 49 bráðaaðgerðir voru framkvæmd-
ar á tímabilinu. Miðgildi aðgerðartíma var 46 mínútur (bil: 17-240
mínútur) en með röntgenmyndatöku af gallvegum í aðgerð var
miðgildi aðgerðartíma 63 mínútur (bil: 36-170 mínútur).
Tekin var röntgenmynd af gallvegum í aðgerð hjá 93 sjúkling-
um (25%). Algengasta ábendingin fyrir þeirri rannsókn var hækk-
un á lifrarprófum, saga um brisbólgu og ef líffærafræði var óljós í
aðgerð. Af þeim 97 einstaklingum sem voru með sögu um hækk-
un á lifrarprófum höfðu 12 manns farið í röntgenrannsókn á gall-
vegum og brisgangi með holsjá (Endoscopic Retrograde Cholangio-
pancreatography, ERCP) með totuskurði (sphincterotomy) fyrir
aðgerð. Af þeim 93 þar sem röntgenmyndataka af gallvegum var
framkvæmd í aðgerð, greindust 22 (23%) með steina í gallrás og
fóru þeir í kjölfarið í röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi
með holsjá. Einn greindist með stein í gallrás eftir aðgerð þar sem
ekki hafði verið tekin röntgenmynd af gallvegum í aðgerð (0,3%).
Allar aðgerðir nema þrjár voru gerðar gegnum kviðsjá. Tveim-
ur aðgerðum var breytt í opna aðgerð vegna bólgu og samvaxta
(0,5%) og ein aðgerð var gerð opin frá upphafi vegna sögu um
aðgerð á maga (Billroth II) og þekktra steina í gallrás. Tafla I sýn-
ir samanburð á tíðni bráðaaðgerða, aðgerðartíma, tíðni röntgen-
rannsókna og breytingu yfir í opna aðgerð milli rannsókna hér-
lendis13,14 og sænska gagnagrunnsins GallRiks.15
Allar gallblöðrurnar voru sendar í vefjagreiningu. Af valað-
gerðum voru flestir með langvinna gallblöðrubólgu. Af þeim sem
R A N N S Ó K N
Mynd 1. Fjöldi sjúklinga eftir búsetu á rannsóknartímabilinu.
80
70
60
50
40
30
20
10
0 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
Annað Höfuðborgarsvæðið Vesturland