Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2017, Page 14

Læknablaðið - 01.03.2017, Page 14
122 LÆKNAblaðið 2017/103 kvæma hana í 93% aðgerða í Svíþjóð.15 Þeir hafa sýnt fram á minni áhættu á skaða á megingallrás ef röngenmyndatakan er fram- kvæmd þegar sjúklingur er með eða hefur sögu um bráða gall- blöðrubólgu (OR: 0,48).22 Kostur þess að gera röntgenmyndatöku af gallvegum í aðgerð er einnig að í um 90% tilfella uppgötvast skaði á megingallrás í aðgerð og er þá hægt að lagfæra skaðann í aðgerðinni.23 Í okkar rannsókn var röntgenmyndataka af gallveg- um í aðgerð framkvæmd ef sjúklingur hafði sögu um hækkun á lifrarprófum, sögu um brisbólgu af völdum gallsteina eða ef líf- færafræðin var óljós í aðgerðinni og var það hjá 93 sjúklingum, eða í 25% tilfella. Af þeim greindist steinn í megingallrás í 22 tilfellum og eru það 5,8% allra sjúklinga sem gengust undir gallblöðrutöku. Nýleg íslensk rannsókn24 sýndi fram á að 2-3% af þeim sem gang- ast undir gallblöðrutöku á Landspítala greinast síðar meir með gallstein í megingallrás. Á Landspítala er röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð sjaldan framkvæmd en sjúklingar frekar unn- ir upp með myndgreiningu (ómun af gallvegum eða segulómun af gallrás og brisrás (Magnetice Resonance Cholangiopancreatography, MRCP) fyrir eða eftir aðgerð ef einkenni benda til gallsteina í megingallrás. Einungis tæpur fjórðungur sjúklinga sem greindist með gallstein í megingallrás eftir gallblöðrutöku hafði einkenni sem bentu til þess fyrir aðgerð. Í rannsókninni er því talið að það megi með góðu móti meðhöndla flesta sjúklinga með gallrásar- steina eftir gallblöðutöku án skurðaðgerðar með röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá. Einnig er bent á að það þurfi að taka tillit til þess að röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð getur leitt til fylgikvilla eins og bandvefsmyndunar í gallrás auk þess sem hún lengir aðgerðartíma. Helstu gallar þessarar rannsóknar eru að hún er afturskyggn og sjúklingar eru frekar fáir. Hlutfall þeirra sem mættu í fjögurra vikna eftirlit var einungis 67% sem verður að teljast lágt en getur bent til að sjúklingar séu orðnir einkennalausir og telji sig ekki hafa þörf á eftirliti. Einnig er óvíst hvort við höfum náð að nálg- ast upplýsingar um alla fylgikvilla, sérstaklega þá sem greinast á heilsugæslu eins og til dæmis sárasýkingar. Við teljum þó að þar sem farið var yfir sjúkraskýrslur frá Vesturlandi höfum við fundið alla fylgikvilla hjá þeim sjúklingum. Hins vegar var rafræna kerf- ið á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins ekki samtengt kerfinu á Landspítala þegar rannsóknin var unnin og því var ekki hægt að nálgast upplýsingar þaðan. Árangur gallblöðrutöku á HVE á Akranesi er mjög góður. Að- gerðartími er stuttur og tíðni fylgikvilla og enduraðgerða lág. Hlutfall sjúklinga af höfuðborgarsvæðinu hefur aukist jafnt og þétt og því er mikilvægt að viðhalda þessari góðu starfsemi til að létta undir starfsemi Landspítala. Þakkir Við viljum þakka læknariturum á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi fyrir hjálp við að safna saman sjúkraskrám. Við viljum einnig þakka Tölfræðiráðgjöf heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Ís- lands fyrir veitta aðstoð. R A N N S Ó K N Tafla IV. Sjúklingum skipt eftir því hvort þeir fengu alvarlega fylgikvilla (gallleka eða blæðingu) eða ekki. Hóparnir voru bornir saman með Fisher’s exact prófi og gagnlíkindahlutfall (OR) og p-gildi reiknað. Án fylgikvilla (n=369) Fylgikvillar (n=9) OR (95%CI) P-gildi Ábending Gallsteinaverkir 278 3 Saga um gallblöðrubólgu 84 6 6,7(1,4-42) 0,007 Tegund aðgerðar Valaðgerð 321 8 Bráðaaðgerð 48 1 0,83(0,02-6,5) ns Röntgenmyndataka af gallvegum í aðgerð 90 3 1,54 (0,2-7,4) ns ENGLISH SUMMARY Aim: Cholecystectomy is a common procedure in general surgery. The aim of this study was to retrospectivly assess the results of cho- lecystectomies performed in Akranes Hospital (AH), a small hospital in Iceland. Material and methods: This retrospective study included all patients that underwent a cholecystectomy in AH from 1 January 2003 to 31 December 2010. Patient records were reviewed from AH, as well as from Landspitali University Hospital and Domus Medica. Results: 378 operations were performed. 74% of the patients were women and the mean age was 49.6 years. The majority of operations were elective (87%) and the median operative time was 46 minutes (range: 17-240). The median length of stay was 2 days (range: 1-31). Intra-operative cholangiography (IOC) was performed in 93 of 378 patients (25%). Endoscopic retrograde cholangiopancreatography, ERCP, was performed consecutively in 22 of those 93 patients (23%). The conversion rate to open surgery was 0.5%. The rate of serious complications was 2.4% of which four (1.1%) patients had a deep infection and 5 (1.3%) had a bile leakage postoperatively. Patients with cholecystitis had an increased risk of serious complications (p=0.007). Reoperation was performed on three patients who had bile leakage. No patient had a serious bile duct injury and mortality was 0%. 254 (67%) patients had 4 week control postoperatively where 13 patients (5%) had mild gastrointestinal symptoms. Conclusion: The results of cholecystectomies in AH are very good and comparable to the results of national and international studies. Results of cholecystectomies 2003-2010 in a small hospital in Iceland Marta Rós Berndsen1, Fritz Hendrik Berndsen2 1Sahlgrenska, Göteborg, Sweden, 2Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. Key words: laparoscopic cholecystectomy, intra-operative cholangiography, choledocholithiasis, endoscopic retrograde cholangiopancreatography, complications. Correspondence: Marta Rós Berndsen, mrberndsen3@gmail.com

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.