Læknablaðið - 01.03.2017, Side 17
LÆKNAblaðið 2017/103 125
Inngangur
Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinns lifrarsjúkdóms á
Vesturlöndum. Meirihluti þeirra sem smitast fá langvinna lifrar-
bólgu sem leitt getur til skorpulifrar og lifrarfrumukrabbameins.1
Talið er að um 170 milljónir manna um allan heim hafi langvinna
lifrarbólgu C en algengi og nýgengi er mjög misjafnt milli heims-
hluta. Stærsti áhættuhópurinn fyrir lifrarbólgu C er fólk sem
sprautar sig með vímuefnum en aðrar smitleiðir eru þekktar, svo
sem blóðgjöf fyrir tíma skimunar.1
Lyfjameðferð við lifrarbólgu C beinist að því að uppræta
veiruna hjá viðkomandi einstaklingi. Ef veira er ekki mælanleg
í sermi 12-24 vikum eftir lok lyfjameðferðar telst veiran upprætt
(varanleg veirusvörun, sustained virological response). Rannsókn-
ir hafa sýnt að viðvarandi veirusvörun dregur úr hættu á þróun
skorpulifrar, fylgikvillum skorpulifrar og lifrarfrumukrabba-
meini og eykur lífslíkur.2
Mikil framþróun hefur átt sér stað í lyfjameðferð lifrarbólgu
C. Ný kynslóð lyfja með beina verkun á veiruna hefur nú umbylt
meðferðinni3-8 og notkun þeirra er hafin á Íslandi. Á því tímabili
sem þessi rannsóknin nær til var staðalmeðferð við sjúkdómn-
um samsett meðferð með peg-interferóni alfa, gefnu vikulega í
sprautuformi, og ríbavíríni sem gefið er um munn.9 Stórar fjöl-
Inngangur: Lifrarbólga C er ein algengasta orsök langvinns lifrarsjúk-
dóms og skorpulifrar á Vesturlöndum. Lyfjameðferð beinist að því að
uppræta veiruna og sjúklingar teljast læknaðir ef RNA veirunnar er ekki
mælanlegt í sermi 12-24 vikum eftir að meðferð lýkur. Markmið þessarar
rannsóknar var að kanna árangur lyfjameðferðar við lifrarbólgu C á Íslandi
á árunum 2002-2012.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og náði til allra sjúk-
linga með lifrarbólgu C sem voru meðhöndlaðir með peg-interferóni og
ríbavíríni á tímabilinu 2002 til 2012 á Landspítala og höfðu ekki fengið
meðferð áður. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og frá apóteki
Landspítala.
Niðurstöður: Sjúklingar voru alls 207, 136 karlar (66%) og 71 kona (34%).
Meðalaldur við upphaf meðferðar var 38 ár (bil 17-66). 71 sjúklingur (34%)
hafði veiru af arfgerð 1, 135 (65%) höfðu arfgerð 3 og einn arfgerð 2.
Hjá 147 sjúklingum (71%) sem hófu meðferð náðist að uppræta veiruna.
Sjúklingar með veiru af arfgerð 3 læknuðust í 77,8% tilvika og sjúklingar
með arfgerð 1 í 57,7% tilvika. Sjúklingar eldri en 45 ára læknuðust í 53%
tilvika en yngri sjúklingar læknuðust í 78% tilvika. Níu sjúklingar (4%) voru
með skorpulifur og þriðjungur þeirra losnaði við veiruna. Alls lauk 161
sjúklingur meðferð samkvæmt áætlun, af henni hlaust lækning hjá 87,5%
sjúklinga með arfgerð 3 og 77,1% sjúklinga með arfgerð 1.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna nokkru betri árangur með-
ferðar á Íslandi miðað við erlendar rannsóknir. Góður árangur gæti að
hluta skýrst af lágum aldri sjúklinga, hlutfallslega fáum með skorpulifur og
þéttu utanumhaldi við greiningu og meðferð sjúkdómsins.
Meðferð lifrarbólgu C með peg-interferóni
og ríbavíríni á Íslandi 2002-2012
Benedikt Friðriksson1 læknir, Óttar Már Bergmann2 læknir, Sigurður Ólafsson2 læknir
1Lyflæknissviði, 2meltingarlækningaeiningu Landspítala.
Fyrirspurnum svarar Sigurður Ólafsson, sigurdol@landspitali.is
https://doi.org/10.17992/lbl.2017.03.126
Greinin barst blaðinu 7. október 2016, samþykkt til birtingar 7. febrúar 2017.
þjóðlegar klínískar rannsóknir sýndu að um 55% sjúklinga fengu
viðvarandi veirusvörun.10-12 Árangur var mismunandi eftir arf-
gerðum veirunnar þar sem veirusvörun var um 45% hjá sjúkling-
um með arfgerð 1 en allt að 70% hjá arfgerð 3.11,13 Slíkar rannsóknir
eru gerðar undir stýrðum kringumstæðum og með völdum sjúk-
lingahópum. Ekki er gefið að hægt sé að ná sama árangri þegar
meðferðinni er beitt utan klínískra rannsókna í samfélaginu.
Algengi lifrarbólgu C á Íslandi er talið vera innan við 0,5% sem
er lágt í samanburði við mörg önnur lönd en sambærilegt við önn-
ur Norðurlönd.14 Talið er að sjúkdómurinn hafi fyrst breiðst út hér
meðal fólks sem sprautar sig með vímuefnum eftir 1980.15 Lyfja-
meðferð sjúklinga með lifrarbólgu C hefur, með örfáum undan-
tekningum, verið í umsjón lækna á Landspítala.
Markmið þessarar rannsóknar er að meta árangur af peg-
interferón- og ríbavírínmeðferð við lifrarbólgu C á Íslandi.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin er afturskyggn. Rannsóknarþýðið eru allir sjúklingar
smitaðir af lifrarbólgu C sem fengu meðferð með peg-interferóni
alfa og ríbavíríni á Landspítala 2002-2012. Sjúklingar voru hafð-
ir með í rannsókninni ef þeir höfðu fengið að minnsta kosti einn
skammt af lyfjunum. Sjúklingar sem hófu meðferð fyrir 2002, sjúk-
lingar sem voru meðhöndlaðir annars staðar á landinu og sjúk-
lingar sem luku meðferð eftir 2012 eru ekki í rannsóknarhópnum.
Sjúklingar voru ekki kallaðir aukalega inn í viðtöl eða blóðprufur
í tengslum við rannsóknina. Gagna var aflað úr sjúkraskrám og
þau skráð í Excel. Einnig var stuðst við gögn frá sjúkrahúsapóteki
Landspítala. Eftirtaldar breytur voru skráðar: kyn, aldur við upp-
haf meðferðar, aldur við smit, smitleið, áætlaður smittími fram að
R A N N S Ó K N
Á G R I P
* Eliquis : Hemill með beina verkun á storkuþátt Xa, sem er ætlaður til:
- Forvarnar gegn heilablóðfalli og segareki í slagæð hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif sem ekki tengist hjartalokusjúkdómum
(non-valvular atrial fibrillation, NVAF) ásamt einum eða fleiri áhættuþáttum, svo sem sögu um heilablóðfall eða tímabundna blóðþurrð
í heila (transient ischaemic attack, TIA), aldur ≥ 75 ára, háþrýstingi, sykursýki eða hjartabilun með einkennum (NYHA flokkur ≥ II). 1
- Meðferðar við segamyndun í djúplægum bláæðum (DVT) og lungnasegareki (PE) og forvarnar gegn endurtekinni segamyndun í
djúplægum bláæðum og lungnasegareki hjá fullorðnum (báðir styrkleikar).
1
- Forvarnar gegn bláæðasegareki (VTE) hjá fullorðnum sjúklingum sem hafa gengist undir valfrjáls mjaðmarliðskipti eða hnéliðskipti
(eingöngu fyrir Eliquis 2,5 mg).
1
Heimild: 1. Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Eliquis.
Maí 2016
Forvörn gegn endurtekinni
segamyndun í djúplægum
bláæðum og lungnasegareki
Meðferð við
lungnasegareki
Meðferð við segamyndun
í djúplægum bláæðum
Eliquis ®
Forvörn gegn heilablóðfalli
og segareki í slagæð
hjá sjúklingum með
gáttatif sem ekki tengist
hjartalokusjúkdómum
Forvörn gegn
bláæðasegareki
eftir valfrjáls
mjaðmarliðskipti
Forvörn gegn
bláæðasegareki eftir
valfrjáls hnéliðskipti
®
®
®
PFI-16-11-04 EUAPI759
Eliquis®
sýnt hefur verið fram á verkun og öryggi
lyfsins í notkun við nokkrum ábendingum*1