Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2017, Side 19

Læknablaðið - 01.03.2017, Side 19
LÆKNAblaðið 2017/103 127 Athuganir sem gerðar hafa verið í öðrum löndum á árangri meðferðar lifrarbólgu C með peg-interferóni og ríbavíríni utan klínískra slembirannsókna sýna ýmist svipaðan eða lakari ár- angur í samanburði við framskyggnu klínísku rannsóknirnar. Í danskri rannsókn fengu 63% varanlega veirusvörun, þar af var svörun í arfgerð 1 um 44%.19 Í fjölþjóðlegri rannsókn, PROPHESYS, var veirusvörun 42% fyrir arfgerð 1 og 61% fyrir arfgerð 3.21 Betri árangur hér á landi gæti að hluta skýrst af lægri aldri sjúk- linga við upphaf meðferðar enda næst almennt betri árangur af meðferð hjá yngri aldurshópum.19,21,22 Lágur aldur skýrist að hluta af síðkominni útbreiðslu veirunnar hér á landi.15 Einnig er mögu- legt að sjúklingar greinist hér fyrr og sé vísað fyrr til meðferðar. Á sjúkrahúsinu Vogi hefur um árabil verið skimað skipulega fyrir lifrarbólgu C hjá fólki sem hefur sprautað sig með vímuefnum í æð og þeim sem greinast verið vísað áfram til eftirlits og meðferðar.23 Þá voru fáir sjúklingar með skorpulifur eða mikla örmyndun í lifur (bandvefsstig 4-6) en árangur meðferðar er lakari í þeim hópi.21,22,24,25 Í mörgum erlendum rannsóknum eru allt að 30% sjúk- linga með mikla örmyndun í lifur eða skorpulifur.11,12 Lágur aldur þýðisins hefur áhrif á tíðni skorpulifrar þar sem tíðni hennar eykst með aldri sjúklinga, að hluta vegna þess að bandvefsmyndun er hraðari hjá þeim sem eru eldri við smit.26 Þótt nýgengi skorpulifr- ar hafi farið vaxandi hér á landi hefur það lengst af verið lágt í samanburði við nágrannalöndin. Lifrarsýni var tekið hjá tæplega helmingi sjúklinga. Líklegt er að sýni hafi helst verið tekið hjá sjúklingum sem líklegastir voru til að hafa mikla örmyndun, til dæmis þeim sem höfðu langan smittíma og aðra áhættuþætti, svo sem mikla áfengisneyslu. Þá gefur smæð íslenska samfélagsins og samvinna við með- ferðarstofnanir eins og SÁÁ, tækifæri til þéttara utanumhalds og getur dregið úr líkum á að sjúklingar detti út úr meðferð og eftirliti. Í rannsókninni voru könnuð áhrif nokkurra þátta á árangur meðferðar. Verulegur munur var á árangri eftir arfgerð þar sem svörun var betri hjá sjúklingum með arfgerð 3 en arfgerð 1. Yngri sjúklingar svöruðu meðferð betur en þeir eldri. Þá var árangur lakari hjá þeim sem höfðu mikla örmyndun í lifur. Allt er þetta í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna.10,13,19,20,22 Þekkt er að árangur af meðferð við lifrarbólgu C með interferóni og ríbavíríni er lakari hjá þeim sem jafnframt eru smitaðir af HIV.27 Sjúklingar með samhliða HIV-smit eru að jafnaði útilokaðir frá er- lendum rannsóknum eða rannsakaðir sérstaklega.19,22 Tiltölulega fáir voru HIV-smitaðir í þessari rannsókn og var ekki tilefni til sér- stakrar skoðunar á þeim hópi. Það gerir þó samanburð við aðrar rannsóknir enn hagstæðari að hafa hann með. Rannsóknir hafa sýnt að svörun við meðferð er lakari hjá þeim sjúklingum sem hafa hátt veirumagn í sermi við upphaf meðferð- ar.10,11 Í þessari rannsókn læknuðust hlutfallslega heldur færri af þeim sem voru með hátt veirumagn en munurinn var lítill enda þýðið tiltölulega smátt og veirumagnsmælingar lágu ekki fyrir hjá öllum. Í okkar rannsókn fékk fjórðungur þeirra sem ekki luku lyfja- meðferð viðvarandi veirusvörun en þekkt er að sumir sjúklingar þurfa styttri meðferðartíma til að læknast.28-31 Takmarkanir rannsóknarinnar eru meðal annars að hún er aft- urskyggn. Þá veldur smæð þýðisins því að í takmörkuðum mæli er hægt að sundurgreina og bera saman hópa svo tölfræðilega mark- tækt sé. Styrkur rannsóknarinnar felst meðal annars í því að þýðið tekur yfir þversnið á heilli þjóð og meðferðin var veitt á einni stofnun. Rannsókn okkar sýnir að miðað við erlendar rannsóknir var ár- angur af meðferð lifrarbólgu C á Íslandi með peg-interferóni alfa og ríbavíríni góður og gefur það tilefni til bjartsýni um árangur af meðferðarátaki gegn lifrarbólgu C sem hafið er hér á landi. Tafla I. Grunnupplýsingar um rannsóknarþýði (n: 207). Fjöldi (n) Hlutfall (%) Kyn Karlar 136 66 Konur 71 34 Arfgerð 1 71 34 2 1 0 3 134 65 Aldur við meðferð (ár) ≤45 149 72 >45 58 28 Smitleið Sprautusmit 155 75 Blóðhlutagjöf 10 5 Annað/óþekkt 42 20 Upphafsveirumagn (IU/ml1) Undir 600.000 66 32 Yfir 600.000 66 32 Óþekkt 75 36 Ishak-bandvefsstig 0 til 3 74 36 4 til 6 18 9 Þar af skorpulifur 9 4 Óþekkt 115 55 1IU/ml: International Units/millilítra Tafla II. Sjúklingar sem fengu viðvarandi veirusvörun1 Allir sjúklingar sem hófu meðferð (n: 207) Sjúklingar sem luku meðferð samkvæmt áætlun (n: 161) (n) (%) (n) (%) Arfgerð 1 41/71 58 37/48 77 Arfgerð 3 105/135 78 98/112 88 Allir sjúklingar 147/207 71 136/161 84 1Viðvarandi veirusvörun við meðferð telst náð þegar RNA veirunnar er ómælanlegt í sermi 24 vikum eftir lok meðferðar.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.