Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.03.2017, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.03.2017, Qupperneq 21
LÆKNAblaðið 2017/103 129 Inngangur Áhersla á grunnþjónustu heilbrigðiskerfisins er talinn einn af hornsteinum norrænnar velferðar. Vegna sívaxandi kostnaðar við heilbrigðiskerfin eru samfélög þjóða í stöðugri leit að leiðum til að endurskipuleggja og bæta heilbrigðisþjónustu sína.1 Staða heimilislækninga sem grunnstoðar í heilbrigðiskerfinu er al- mennt viðurkennd í samfélögum nágrannaþjóða okkar. Samtök evrópskra heimilislækna staðhæfa að þjónusta heimilislækna sem fyrsti viðkomustaður sjúklinga geri þá í raun að gæslumönnum og hliðvörðum (gatekeeper) heilbrigðiskerfa.2 Það eru 40 ár síðan hugtakið hliðvarsla í heilbrigðiskerfi fór að sjást opinberlega og þá í tengslum við breytingar á breska heilbrigðiskerfinu í stjórn- artíð Margaretar Thatcher.3 Síðan þá hefur bilið breikkað mjög milli þess sem er læknisfræðilega mögulegt að gera og þess sem Inngangur: Flestir heimilislæknar á Íslandi vinna hjá hinu opinbera á föstum launum, en í Noregi starfa flestir heimilislæknar sjálfstætt á einkareknum stofum, þar sem greitt er fyrir skráningu á lækninn og hvert viðvik. Í Noregi er stuðst við tilvísanakerfi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun íslenskra heimilislækna sem starfað hafa bæði í Noregi og á Íslandi, nýta reynslu þeirra og stuðla þannig að umbótum í íslenskri heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efniviður og aðferð: Tekin voru hálfstöðluð viðtöl við 16 íslenska heimilis- lækna starfandi á Íslandi á rannsóknartímanum árin 2009-2010. Frá heim- komu læknanna frá Noregi voru liðin tvö til tíu ár. Eigindlegri aðferðafræði, Vancouver-skólanum í fyrirbærafræði, var beitt, þar sem leitast er við að auka skilning á mannlegum fyrirbærum og reynslu í þeim tilgangi að bæta þjónustu, meðal annars í heilbrigðiskerfinu. Niðurstöður: Læknarnir ræddu kosti opinbers reksturs, einkarekins og blandaðs kerfis. Kostir norska heilbrigðiskerfisins, að mati þátttakenda, er að þar hafa allir sinn heimilislækni og þannig næst góð yfirsýn yfir heilsuvanda fólks. Í Noregi er heimilislæknirinn hliðvörður fyrir sérhæfða læknisþjónustu og góð upplýsingagjöf er á milli þjónustustiga sem hindrar tvíverknað. Meiri skilvirkni var í læknaþjónustunni í Noregi að mati lækn- anna. Það sem einkennir íslenska heilbrigðiskerfið utan sjúkrahúsa er mikið streymi sjúklinga til sérgreinalækna án tilvísana frá heimilislæknum. Áberandi er álag á vaktþjónustu utan dagvinnutíma. Þá er miðlægri skrán- ingu sjúklinga í heilsugæslu á Íslandi ábótavant og sjúkrarskrárkerfið lakara. Ályktun: Það er samdóma álit viðmælenda að betur sé búið að heimilis- lækningum í Noregi en á Íslandi og heilbrigðisþjónustan skilvirkari. Þeir telja einnig að til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækning- um á Íslandi sé brýnt að bjóða upp á gott starfsumhverfi. Þegar gerðar eru breytingar á íslenska heilbrigðiskerfinu er mikilvægt að líta til reynslu nágrannaþjóða þar sem vel hefur tekist til við skipulag þjónustunnar að mati fagaðila. Á G R I P er raunhæft vegna kostnaðar. Síðustu ár hefur umræðan um stýri- kerfi í heilbrigðisþjónustu verið hávær í Bandaríkjunum þar sem svo kölluð heilsugæslufélög (Health Maintenance Organizations) hafa í vaxandi mæli farið að setja læknum skýrari reglur um vinnulag og notkun á sérhæfðari heilbrigðisþjónustu.4 Þar sem tilvísanakerfi er við lýði er fólk að öllu jöfnu skráð á lista hjá einum lækni eða á læknastöð. Hugmyndafræðin bak við þetta fyrirkomulag er því að tryggja samfellu í þjónustu læknis við sjúkling og auka skil- virkni með því að fækka dýrum og oft ómarkvissum ferðum til sérgreinalækna. Aukin áhersla á tilvísanakerfi hefur grundvall- ast á rannsóknum sem hafa leitt í ljós meiri jöfnuð þjónustuþega, minni kostnað samfélagsins, ánægðari sjúklinga og betra heilsufar hjá þeim þjóðum sem nota slík kerfi.5-11 Starfield12 hefur flokkað heilbrigðiskerfi á Vesturlöndum eftir umfangi þjónustu heimilis- lækna. Tók flokkunin mið af því hversu stór hluti fólks fer til heim- ilislækna með vandamál sín, hversu víðtæk þjónustan er sem fólki er veitt, auk mats á samfellu og miðlægrar stöðu þjónustunnar í nærsamfélaginu. Í niðurstöðum Starfield kemur fram að heimil- islækningar með virku tilvísanakerfi, eins og þær eru stundaðar í Bretlandi, Danmörku og Hollandi, leiða til mestrar skilvirkni. Í þeim löndum þar sem hliðvarsla með tilvísanakerfi er ekki til stað- ar eru mörk óljósari milli starfsemi heimilis- og sérgreinalækna Heimilislækningar á Íslandi og í Noregi: Reynsla lækna af ólíku fyrirkomulagi heilbrigðisþjónustu í löndunum tveimur Héðinn Sigurðsson1,4 læknir, Sunna Gestsdóttir2 faraldsfræðingur, Kristján G. Guðmundsson3 læknir, Sigríður Halldórsdóttir4 hjúkrunarfræðingur R A N N S Ó K N 1Heilsugæslunni Glæsibæ, 2menntavísindasviði Háskóla Íslands, 3Reykjalundi, 4heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri. Fyrirspurnum svarar Héðinn Sigurðsson hedinn.sigurdsson@heilsugaeslan.is https://doi.org/10.17992/lbl.2017.03.127 Greinin barst blaðinu 17. ágúst 2016, samþykkt til birtingar 15. febrúar 2017.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.