Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2017, Side 24

Læknablaðið - 01.03.2017, Side 24
132 LÆKNAblaðið 2017/103 2) Samvinna lækna og annarra heilbrigðisstétta Þátttakendur söknuðu læknaliða (n. legesekreter, nánast ígildi ís- lenska sjúkraliðans) sem gegna lykilhlutverki á öllum heilsugæslu- stöðvum í Noregi og eru nánir samstarfsmenn heimilislækna þar. Samvinnan við hjúkrunarfræðinga hér á landi töldu þátttakend- ur vera á jafnræðisgrundvelli. Bent var á hugsanlega mönnunar- skekkju á íslenskum heilsugæslustöðvum sem kæmi niður á skilvirkni í starfseminni: ,, ... samvinnan gekk mjög vel þarna úti og kannski meiri hjálp. Þetta fólk [læknaliðar] var oft viljugra til að taka af manni einhver verk sem kannski gengur ekki eins vel hérna vegna þess að þeim [hjúkrunarfræðingum] finnst það ekki vera inni á sínu verksviði út af sinni menntun eða þvíumlíkt. Þetta fólk var nú kannski því síður inn á þeirra verksviði en það gerði það ... þetta fólk var náttúrulega á launum frá læknunum sem slíkum ... Í starfsemi okkar [hér á landi] þá myndast annars konar andrúmsloft ...“. 3) Skil á milli fyrstu og annarrar gráðu heilbrigðisþjónustu Þrátt fyrir skort á heimilislæknum á Íslandi töldu þátttakend- ur sjálfstætt starfandi sérgreinalækna ekki hafa tök á að vera heimilislæknar í hjáverkum. Slíks fyrirkomulags var talið gæta í nokkrum mæli á höfuðborgarsvæðinu en gæði og skilvirkni slíkrar þjónustu voru dregin í efa: ,, ... held að almennt talað þá líti norskir læknar þannig á að heimilislæknirinn og heimilislækningar séu hornsteinn heilbrigðiskerfisins algjörlega ... og ég held að minnsta kosti finnst mér það hérna eins og gerist í Reykjavík þar sé þetta ekki svona ...“ 4) Mikil ásókn í vaktþjónustu heimilislækna og bráðamóttökur sjúkrahúsa á Íslandi Sérgreinaþjónusta lækna á Norðurlandi og Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri fékk góða dóma en grundvöllur læknisþjónustu þar hefur lengi verið óopinbert tilvísanakerfi. Tilvísanir virðast hins vegar ekki alltaf skila sér til ýmissa sérgreinalækna og sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu og læknabréf þaðan sögð berast seint og oftlega alls ekki til heimilislækna. Með afkastahvetjandi launa- greiðslum til heimilislækna á dagvinnutíma töldu allir viðmæl- endur möguleika á að auka afköst heimilislækna á Íslandi, auka skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og bæta þjónustuna: ,,Við erum með opna móttöku á vaktinni síðdegis og þar hafa mætt bara á þeim kannski á ekki stærra svæði en þessu 60 manns og ég held að þarna væri náttúrulega hægt að færa þetta yfir í dagvinnuna að hluta.“ Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að íslenska heilsugæslu skorti þá skilvirkni sem Norðmenn búa við, þetta var samdóma álit viðmælenda. Of margir Íslendingar hafa ekki aðgang að einum tilteknum heimilislækni og verða að reiða sig á dýrari úrræði í formi vaktþjónustu og sjálfstætt starfandi sér- greinalækna. Starfield11 bendir á að almenn heilsa sé betri bæði í löndum og í þeim ríkjum Bandaríkjanna sem nota tilvísanakerfi heimilislækna sem gátt milli fyrstu og annarrar gráðu heilbrigðisþjónustu. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að þjónusta heimilislækna helst venjulega í hendur við þau laun sem þeir fá fyrir vinnu sína.29-30 Rannsóknir sýna að sjálfstætt starfandi heimilislæknar afkasta meiru og veita víðtækari þjónustu en þeir sem starfa hjá því opinbera.14 Í íslenska opinbera fastlaunakerfinu er líklega minni hætta á oflækningum og starfsþroti sem er alvarlegt og vaxandi vandamál. Tæplega 90% norskra heimilislækna eru í einkarekstri og kerfið nýtur hylli hjá bæði læknum og skjólstæðingum samkvæmt ánægjuvogum.31 Þetta helst í hendur við rannsóknir sem hafa sýnt að sjúklingum líkar það vel að hafa aðgang að einum tilteknum heimilislækni R A N N S Ó K N Tafla III. Skipulag heilbrigðisþjónustu: samanburður á Noregi og Íslandi. Reynsla þátttakenda. NOREGUR ÍSLAND Allir hafa sinn tiltekna heimilislækni. Færri skjólstæðingar um hvern heimilislækni*. Hluti þjóðarinnar án heimilislæknis. Fleiri skjólstæðingar um hvern heimilislækni*. Heimilislæknir er fyrsti tengiliður sjúklingsins innan heilbrigðisþjónustunnar. Heimilislæknir ekki endilega fyrsti tengiliður sjúklingsins innan heilbrigðisþjónustunnar. Miðstýrt skráningarkerfi sjúklinga. Sjúklingur getur ekki verið skráður nema hjá einum heimilislækni. Góð yfirsýn yfir heilsuvanda fólks. Ekki miðstýrt skráningarkerfi. Sjúklingur getur verið óskráður eða skráður á fleiri en einn lækni. Vantar betri yfirsýn yfir heilsuvanda fólks. Tilvísanakerfi, heimilislæknir hliðvörður varðandi læknisþjónustu. Ekki tilvísanakerfi, heimilislæknir ekki hliðvörður. Góð upplýsingagjöf milli þjónustustiga. Læknabréf til að tryggja samfellu. Ekki góð upplýsingagjöf milli þjónustustiga. Læknabréf berast seint og illa nema á Akureyri. Minni líkur á tvíverknaði í læknisþjónustunni. Meiri líkur á tvíverknaði í læknisþjónustunni. Læknisþjónusta unnin sem mest á dagvinnutíma. Of stór hluti læknisþjónustu unnin utan dagvinnutíma. Afkastahvetjandi launakerfi á dagvinnutíma. Aðeins afkastahvetjandi launakerfi utan dagvinnutíma. Meiri skilvirkni læknaþjónustu en á Íslandi. Minni skilvirkni læknaþjónustu en í Noregi. Oflækningar heimilislækna? Oflækningar sérgreinalækna? Læknanemar fá ekki leyfi til að starfa sem heimilislæknar. Læknanemar fá takmarkað lækningaleyfi til að leysa af í heilsugæslunni. Einkarekstur heimilislækna. Ríkisrekstur ráðandi, stefnurek. *Þátttakendur nefndu aðeins að færri sjúklingar væru um hvern heimilislækni í Noregi heldur en á Íslandi. Tölulegar upplýsingar fengnar úr skýrslu OECD16 sýna að þetta er rétt. Í Noregi er 1,1 heimilislæknir á hverja 1000 íbúa en 0,7 heimilislæknir á hverja 1000 íbúa á Íslandi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.