Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2017/103 133 frekar en að vera vísað á bráðamóttöku, á lækni sem þeir þekkja ekki, í hvert sinn sem þeir þurfa á læknisþjónustu að halda.32-33 Flest bendir til þess að stýrikerfi með tilvísunum bæti nýtingu fjár- muna sem veitt er til læknisþjónustu sem jafnframt verður mark- vissari.34 Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) hefur jákvætt viðhorf til samkeppni í heilbrigðisþjónustu og vals þjónustuþega og leggur áherslu á nýtingu markaðslausna í sínum ráðlegging- um16 og Williams35 hefur bent á að ólík greiðslukerfi í höndum stjórnenda geti reynst vel til að auka gæði þjónustunnar og takast á við ólíka áhrifaþætti heilbrigðis þar sem fjármagn er ávallt tak- markað. Bandarísk rannsókn36 er varðaði skörun milli starfa heim- ilis- og sérgreinalækna leiddi í ljós að skörunin var mest í barna-, bæklunar- og kvensjúkdómalækningum. Rannsókn okkar stað- festir þetta en þó voru hjartalækningar mest áberandi á Íslandi. Viðmælendur luku allir lofsorði á þjónustu göngudeilda norskra sjúkrahúsa og markvisst skipulag með tilvísunum og læknabréf- um milli heimilis- og sérgreinalækna. Lögð var áhersla á að efla slíka þjónustu á Íslandi. Norska fastlæknakerfið hefur reynst afar vel, þar sem það tryggir öllum Norðmönnum heimilislækni. Þar gætu Íslendingar farið að dæmi Norðmanna í viðleitni sinni til að bæta skilvirkni og þjónustu í flóknu og fjárfreku heilbrigðiskerfi. Þar að auki þóttu norsku sjúkrarskrárkerfin flest mun betri en það íslenska og uppbygging norska heimilislæknanámsins, þar sem meginþungi náms er ekki inni á deildum sjúkrahúsa líkt og á Ís- landi, heldur á starfsstöðvum heimilislækna, til eftirbreytni. Styrkur og takmörk rannsóknarinnar Styrkur rannsóknarinnar felst einkum í því að tækifæri gafst til að kynnast reynslu og viðhorfum allra (total sample) hérlendra lækna sem einnig hafa starfað í norska fastlæknakerfinu. Læknarnir voru vissulega allir yngri og óreyndari þegar þeir störfuðu í Nor- egi og menningarlegt umhverfi þar í landi eilítið frábrugðið því íslenska. Svo fyrirvara sé gætt getur það vitanlega haft áhrif á og skekkt reynslu þeirra að einhverju marki en varla svo að úrslitum ráði. Þá getur orðið aðferðafræðileg hindrun þegar þátttakendur í rannsókn og þeir sem framkvæma rannsóknina tilheyra sömu starfsstétt. Frá sjónarhóli eigindlegrar aðferðafræði þarf þetta alls ekki að vera neikvætt. Það að þátttakendur og rannsakendur eigi sameiginlegan bakgrunn og standi jafnfætis hver öðrum er kostur en ekki galli og getur dýpkað og eflt til muna þá samræðu sem á sér stað og minni hætta er á að menningarlegur og þjóðfélagsleg- ur munur liti útkomuna en þegar rannsakandinn, vegna stöðu sinnar, verður að teljast hafa yfirburði yfir viðmælanda sinn. Al- hæfingar eru ekki markmið í eigindlegum rannsóknum. Ályktun Það er samdóma álit viðmælenda að íslenska heilbrigðisþjónustu skortir þá skilvirkni sem Norðmenn búa við og staða norskra heimilislækninga sé styrkari. Til að auka áhuga læknanema og nýliðun í heimilislækningum á Íslandi er brýnt að bjóða upp á aukið sjálfstæði og valmöguleika líkt og er til staðar í norska fastlæknakerfinu. Möguleikinn á að starfa sjálfstætt er mikilvæg- ur þáttur fyrir sjálfsmynd og starfsánægju. Þegar ráðast þarf í skipulagsbreytingar í heilbrigðiskerfinu myndast óhjákvæmilega togstreita milli heilbrigðisstétta en ekki síður milli ólíkra hópa lækna. Því er mikilvægt að íhuga gaumgæfilega reynslu annarra þjóða af skipulagsbreytingum í heilbrigðisþjónustu. Í ljósi þess að lækna skortir víða í hinum vestræna heimi og menntun heilbrigð- isstarfsfólks er í flestum tilvikum löng og kostnaðarsöm, er gott að hafa í huga orð Barböru Starfield sem var kunn af rannsókn- um sínum á grunnþjónustu heilbrigðiskerfa: Höfum læknana þar sem þeir nýtast best (Put doctors where they count).36 Þakkir Við þökkum þátttakendum fyrir framlag þeirra til rannsóknar- innar, Félagi íslenskra heimilislækna fyrir veittan styrk og Há- skólanum á Akureyri fyrir vinnuaðstöðu. R A N N S Ó K N Tafla IV. Sjúklingurinn: samanburður á Noregi og Íslandi. Reynsla þátttakenda. NOREGUR ÍSLAND Allir hafa sinn heimilislækni. Hluti þjóðarinnar án heimilislæknis. Haldið vel utan um hvern sjúkling. Samfella í þjónustunni. Ekki haldið vel eða heildstætt utan um hvern sjúkling. Ekki samfella í þjónustunni. Mikið traust milli sjúklings og heimilislæknis. Traust meðferðarsamband. Ekki sama meðferðarsamband milli sjúklings og heimilislæknis og í Noregi. Ekkert um ómarkvissar heimsóknir til sérgreinalækna. Talsvert um ómarkvissar heimsóknir til sérgreinalækna. Tafla V. Tillögur þátttakenda til umbóta á Íslandi í ljósi reynslunnar af starfsum- hverfi bæði í Noregi og á Íslandi. 1. Allir Íslendingar hafi sinn heimilislækni sem er sérmenntaður í heimilislækningum. Fjölga þarf heimilislæknum verulega til að svo megi verða. Fastlæknakerfi fyrir alla landsmenn þarf að koma upp án tafar. 2. Sérmenntun heimilislækna fari að stærstum hluta fram á heilsugæslustöðvum og á stofum heimilislækna. 3. Heimilislæknirinn sé að jafnaði fyrsti tengiliður sjúklingsins innan heilbrigðisþjónustunnar sem sjúklingurinn hittir vegna vandamáls sem þarfnast læknisfræðilegrar úrlausnar og sjúklingurinn hafi greiðan aðgang að sínum heimilislækni. Ráðist verði í upptöku tilvísunarkerfis með takmörkuðu valfrelsi. 4. Haldið sé betur utan um hvern sjúkling og það sé verksvið heimilislækna. Sérgreinalæknar skrifi læknabréf þar sem fram kemur allt sem heimilislæknir þarf að vita til að halda þessari yfirsýn. 5. Heimilislæknar hafi val um rekstrarskipulag. Styðja við sjálfstæðan rekstur heimilislækna í bland við ríkisrekstur heilsugæslustöðva. 6. Leitast sé við að heimilislæknisþjónusta sé að jafnaði unnin á dagvinnutíma. 7. Komið verði á öflugri göngudeildarþjónustu sjúkrahúsa eins og í Noregi. 8. Skilgreina verkaskiptingu milli heilbrigðisstétta upp á nýtt með skilvirkni að leiðarljósi. 9. Sjúkraskrárkerfið Saga hefur ekki staðist samanburð, jafnvel leita hófanna erlendis eftir skilvirkara kerfi.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.