Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Síða 31

Læknablaðið - 01.03.2017, Síða 31
LÆKNAblaðið 2017/103 139 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R senn. Vissi svo sem ekki hvað gekk að mér, var helst farinn að hallast að hvítblæði eða öðrum slíkum miður skemmtilegum hlut- um sem orsök fyrir þessu mikla þróttleysi. Það var svo í lok apríl sem ég ákvað að fara í göngu á Móskarðshnúka, hafði oft gengið þar upp og ekki þótt mikið mál. Þarna varð ég hins vegar lafmóður og átti erfitt með að skila mér upp. Næsta dag pissaði ég svörtu og var með slæmar harð- sperrur í fótum. Ég dreif mig í blóðprufu og reyndist með CK upp á 6500 (CK = kreatínín kínasi, vöðvaensím sem hækkar í blóði við vöðvaskemmdir). Þá fór ég að velta fyrir mér hvað væri eiginlega í gangi. Hugsanir mínar beindust fljótlega að ný- legum framkvæmdum á stofunni minni. Ræddi við yfirlækni stöðvarinnar Gunnar Inga Gunnarsson sem tók málið strax föst- um tökum. Ert þú þessi viðkvæmi? Við fengum fund með fulltrúa stjórnar heilsugæslunnar. Sá fundur byrjaði á þessum orðum frá viðkomandi stjórnanda: „Ert þú þessi viðkvæmi? Eigum við ekki að pakka þér inn í bómull og færa þig á Heilsugæsluna í Grafarvogi?“ Það lá því fyrir að ekki yrði um mikinn stuðning að ræða frá æðstu stjórn Heilsugæslunnar. Gunnar Ingi ákvað að hafa samband við Vinnueftirlitið sem kom fljótt, gerði úttekt á stöðinni og lokaði að því búnu öllum rýmum heilsugæslunnar sem sneru í suð- ur, enda rakaskemmdir í öllum þeim rým- um, þó í mismiklum mæli væru. Heilsugæslan flutti í bráðabirgðahús- næði og svo 1. desember 2008 í nýtt flott húsnæði í Hraunbæ. Ástand mitt batnaði smám saman eftir þetta, hratt í byrjun en það tók samt um tvö ár áður en ég varð eins og ég þekkti mig áður. Ýmsir aðrir starfsmenn stöðvarinnar höfðu lengi kvartað um ýmis óþægindi í loftvegum og tíðar öndunarfærasýkingar. Þeir löguðust líka eftir flutning úr hús- næðinu. Ég fann hins vegar aldrei fyrir neinum ofnæmis- eða öndunarfæraein- kennum. Það var sett upp sporagildra á skrifstofunni minni en ekkert sérstakt kom út úr því. Ekki voru teknar ræktanir undan gólfdúknum. Fljótlega var ákveðið að ástand hús- næðisins hefði ekkert haft með ástand mitt eða annarra á stöðinni að gera. Ég nennti ekki að standa í einhverju veseni með þetta, var dauðfeginn að vera sloppin út úr þessu aðstæðum. Seinna um sumarið fór ég í rannsóknir á Landspítala. Ekkert kom út úr þeim nema að ég væri með mótefni í blóði við aspergillus somatic en það mun vera algengur sveppur í norskum skógum. Ég hafði búið í Noregi í 5 ár í sérnáminu og engin leið var að segja hvar ég hefði komist í kynni við þann svepp. Ég veit ekki enn í dag hvað kom fyrir mig, eftir á held ég helst að ég hafi verið með loftfirrta öndun þessa mánuði en hún veldur mjólkursýrumyndun og þar með stífna vöðvar upp. Hvort þetta var tauga- eitur frá myglugróðri eða límið sem notað var til að líma niður dúkinn veit ég ekki. Í það minnsta voru engar breytingar í mínu umhverfi á þessu tímabili aðrar en þær að þessi nýi dúkur var límdur yfir þann gamla og rakinn lokaður betur inni.“ Margskonar einkenni Þessi frásögn gæti verið reynsla margra en kannski ekki. Það er nefnilega svo að einkennin geta verið afar mismunandi frá einum sjúklingi til annars. Gunnlaugur fann hvorki fyrir ofnæmis- eða öndunar- færaeinkennum en margir finna fyrir í öndunarfærum, einkum ef þeir hafa áður glímt við astma eða aðra lungnasjúkdóma. Svo virðist sem myglan og rakinn fram- leiði eiturefni og örverur sem geta ráðist á öll helstu líffærakerfi mannsins. Sum- um líður eins og þeir séu með endalausa flensu með öllum hennar einkennum, aðr- ir verða móðir, síþreyttir og orkulausir og enn aðrir glíma við endurteknar sýkingar. Til þess að fyrirbyggja allan misskiln- ing eru læknarnir 6 sem lentu í þessum hremmingum á besta aldri, stunduðu allir virka útivist og líkamsrækt og höfðu ekki kennt sér meins áður. Kristín sagði að henni hefði aldrei orðið misdægurt vegna Mynd tekin á málþingi á Læknadögum í Hörpu í janúar. Kristín Sigurðardóttir bráðalæknir er í ræðustóli, en við pallborðið sitja Magnús Gottfreðsson lyflæknir og ritstjóri Læknablaðsins, Kristín Jónsdóttir yfirlæknir á kvennadeildinni og Gunn- laugur Sigurjónsson heilsugæslulæknir. – Myndina tók Sigurður Björnsson krabba- meinslæknir á símann sinn. Í greininni er vitnað í Baldur Grétarsson verkfræðing sem veiktist vegna myglu og rakaskemmda á vinnustað sínum en hefur náð heilsu aftur. Hann lýsti líðan sinni í litlu ljóði sem hann nefnir Þá og nú: Þá var ég ... myglandi kafnandi liggjandi sofandi hverfandi deyjandi Nú er ég ... andandi standandi gangandi vonandi brosandi lifandi

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.