Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Síða 32

Læknablaðið - 01.03.2017, Síða 32
140 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R umgangspesta en eftir að hún fór að finna fyrir þessum einkenn- um varð hún veik hvað eftir annað. Nú þarf hún að sætta sig við það að geta ekki komið inn á Landspítalann sem var vinnustaður hennar um árabil. Gunnlaugur var ekki einn um að finna fyrir vantrú umhverf- isins á því að hann væri í raun og veru veikur. Þannig sagði Kristín frá því að þegar hún var orðin verulega veik og hætti að geta unnið vegna einkenna hefðu allir hamast við að leita skýringa annars staðar en í húsnæðinu eða umhverfinu. – Hvað, geturðu ekki hrist þetta af þér og mætt í vinnu þrátt fyrir einhver óþægindi? var algengt viðbragð, jafnvel frá öðru heilbrigðisstarfs- fólki. Kannski hittir glæran sem Unnur Steina Björnsdóttir ofnæm- islæknir sýndi naglann á höfuðið en á henni var skopmynd af lækni sem stóð yfir rúmliggjandi sjúklingi og sagði: Slæmu frétt- irnar eru þær að þú ert haldinn sjúkdómi sem stafar af myglu. Góðu fréttirnar eru þær að ég trúi ekki á að mygla geti valdið sjúkdómum, svo þú ert frískur! Sumir móttækilegir, aðrir ekki Helsta ástæðan fyrir þessari vantrú er að sjálfsögðu vanþekking. Hins vegar auðveldar það ekki baráttuna fyrir skilningi að svo virðist vera sem það séu bara sumir sem finna fyrir óþægindum og verða veikir af því að lifa og starfa í raka og myglu. Aðrir virð- ast þola það. Það liggja ekki margar rannsóknir fyrir, en ætla má að allt að fjórðungi fólks sé móttækilegur en hinir finni ekki, eða síður, fyrir vanlíðan við slíkar aðstæður. Þetta er þó misjafnt eftir löndum og loftslagi og þyrfti að rannsaka betur. Þeir sem tilheyra móttækilega hópnum eru hins vegar ekki að ýkja sjúkdómseinkennin sem þeir finna fyrir. Til þess eru sögurnar sem þeir segja of svakalegar. Á fundi sem haldinn var um málið hjá verkfræðistofunni Eflu sagði Baldur Grétarsson verkfræðingur hjá Vega- gerðinni frá því hvernig hann missti smátt og smátt kraftinn til þess að geta sinnt störfum sínum. Hann fór í veikindafrí og náði sér allvel á strik en um leið og hann mætti aftur til vinnu fór allt í sama farið. Þetta hafa menn fundið út víða þótt oft sé töluvert á sig lagt til að horfast ekki í augu við vandann. Á Kirkjusandi stendur reisulegt hús sem er – eða var – höfuðstöðvar Íslandsbanka. Tveir starfsmenn bankans, Írunn Ketilsdóttir og Elísabet Helgadóttir, mættu á Læknadaga og lýstu því sem gerðist þegar áform voru uppi um að byggja við húsið sem í upphafi var byggt sem frystihús (þar sem yðar einlægur lærði að hausa fisk á unglingsárum sínum). Þegar undirbúningur var hafinn fór að bera á tíðum krankleika í röðum bankafólks. Af 450 starfsmönnum bankans reyndust 111 manns – um það bil fjórðungur – vera með einkenni „sem ekki var hægt að útiloka að tengdust rakaskemmdum“. Algengustu einkennin voru frá öndunarfærum en einnig í augum og húð. Alls var þriðjungur með einkenni frá öðru en öndunarfærum. Við rannsókn á húsinu kom í ljós að raki og mygla voru talsverð í elsta hluta hússins. Það var þó ekki hár aldur hússins sem var aðalástæðan heldur hafði húsið verið endur- nýjað á sjöunda áratug síðustu aldar, þar á meðal augnstungið eins og sagt er, og í þeim framkvæmdum átti rakinn upptök sín. Eins og Írunn sagði voru menn tilbúnir að hefjast handa við viðbyggingu – komnir með hægri höndina á skófluna – þegar hætt var við og ákveðið að flytja starfsemina í nýrisinn turn í Smáranum í Kópavogi og rannsaka Kirkju- sand betur. Þarna fór betur en á horfðist, en í umræð- um var bent á það að stórfyrirtæki á borð Frekari upplýsingar um starfið Um er að ræða 100% stöðu. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármálaráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert. Starfið veitist frá 1. apríl 2017 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Umsókn skal skilað rafrænt á vef HSU - www.hsu.is undir flipanum lausar stöður. Umsókninni þurfa að fylgja staðfestar upplýsingar um menntun og fyrri störf, ásamt afriti af starfsleyfi. Umsóknarfrestur er til og með 06.03.2017 Nánari upplýsingar veita Björn Magnússon - bjorn.magnusson@hsu.is - 432-2000 S. Hjörtur Kristjánsson - hjortur.kristjansson@hsu.is - 432-2500 Deildarlæknir, aðstoðarlæknir óskast til starfa á lyflækningadeild Selfossi Helstu verkefni og ábyrgð • Hefðbundin deildarvinna ásamt vaktþjónustu. Hæfniskröfur • Góð hæfni í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Áreiðanleiki, jákvæðni og árangursmiðað viðhorf.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.