Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.03.2017, Blaðsíða 34
142 LÆKNAblaðið 2017/103 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Falskar játningar hafa oft verið til um- ræðu að undanförnu eftir úrskurðinn um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Í því máli liggur fyrir mat sérfræðinga á því að framburður sakborninganna hafi verið óáreiðanlegur vegna ýmisskonar harðræðis sem þeir voru beittir í gæsluvarðhaldinu og sem beinlínis olli því að nokkrir sakborn- inganna hættu að treysta á eigið minni og játuðu á sig afbrot sem þeir höfðu áður ekki viljað gangast við. En falskar játningar koma mun víðar við sögu í íslensku samfélagi eins og fram kom í erindi Jóns Friðriks Sigurðssonar rétt- arsálfræðings á Læknadögum í janúar. Erindi Jóns Friðriks fjallaði um þær rannsóknir sem gerðar hafa verið meðal íslenskra fanga og ungmenna, en þær eru reyndar fleiri en gengur og gerist í öðrum löndum. Þar hefur Jón Friðrik verið að verki ásamt kollega sínum Gísla Guðjóns- syni og fleira samstarfsfólki, en rannsókn- ir þeirra hafa staðið yfir í rúman aldar- fjórðung og meðal annars náð til tæplega 600 íslenskra fanga. Áttundi hver fangi … Samstarf þeirra hófst þegar Gísli var leið- beinandi Jóns Friðriks í doktorsverkefni hans við King‘s College í London. Þá hafði sá síðarnefndi starfað um nokkurra ára skeið hjá Fangelsismálastofnun og fengið leyfi til að gera viðamikla könnun á lífi og högum íslenskra fanga. – Sú rannsókn hófst árið 1990 og náði til um 500 fanga. Þátttaka var mikil því 96% fanganna féllust á að taka þátt. Þeir þekktu mig því ég var sennilega eini starfsmaður stofn- unarinnar á þeim tíma sem hitti alla fanga sem komu til afplánunar. Rannsóknin byggðist á löngum spurningalista þar sem spurt var um fjölmargt í lífi fanganna. Meðal spurninganna var ein sem snerist um falskar játningar og ef þátttakendur könnuðust við þær spurði ég meira út í þær í viðtölum, segir Jón Friðrik. Meginniðurstaða rannsóknarinnar var sú að af 509 föngum kváðust 62, eða 12%, hafa gert falskar játningar, játað á sig af- brot sem þeir höfðu ekki framið. – Afbrot- in voru margskonar, allt frá smáþjófnaði upp í morð, segir Jón Friðrik og rifjar upp sögu af ungum manni sem tók upp á því að játa á sig morð. – Hann var í partíi á höttunum eftir ungri konu þegar lögreglar mætti á stað- inn og handtók hann fyrir eitthvern smá- glæp. Við þetta reiddist hann lögreglunni og til þess að hefna sín lét hann kalla á lögreglumann sem hann kannaðist við og sagðist luma á upplýsingum um Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. Lögreglumað- urinn hlustaði á hann en aðhafðist ekkert því hann þekkti málið nógu vel til þess að heyra að ungi maðurinn fór með eintómt fleipur. Þá reiddist fanginn enn meir og lét kalla til sín annan lögreglumann. Þegar hann kom spurði fanginn hvort hann muni ekki eftir öldruðum manni sem fannst látinn í Vesturbænum. Jú, lögreglu- maðurinn man eftir honum og þá segist fanginn hafa myrt hann. Hann var settur í gæsluvarðhald meðan þetta var kannað en fljótlega kom í ljós að hann vissi ekkert um þetta mál. … eða kannski fjórði hver? Þetta var á tíunda áratug síðustu aldar en á árunum 2005-2008 gerði Jón Frið- rik aðra rannsókn ásamt Önnu Kristínu Newton, Emil Einarssyni, Ólafi Bragasyni og Gísla Guðjónssyni, þar sem rætt var við 90 íslenska fanga. Þá kom í ljós að af þeim hafði tæpur fjórðungur, 24%, játað á sig afbrot sem þeir höfðu ekki framið. – Í millitíðinni hafði samsetning fangahóps- ins breyst verulega, ekki síst með tilkomu samfélagsþjónustu. Í fyrri rannsókninni var stór hluti fanganna að afplána refs- ingu fyrir umferðarlagabrot eins og ölv- unarakstur og fleira, en þeir hafa á seinni árum fengið að gegna samfélagsþjónustu Hvers vegna játa menn á sig afbrot sem þeir frömdu ekki? ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.