Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.2017, Page 41

Læknablaðið - 01.03.2017, Page 41
LÆKNAblaðið 2017/103 149 Fjölskyldan á Reykjalundi árið 1956: Vífill, Ketill, Ólafur Hergill, Guðríður Steinunn, Oddur, Þengill, Ragnheiður og Jóhannes Vandill.1 svo mikil að hægt var að horfa í sólina um miðjan dag án þess að depla auga. Það var mjög kyrrt yfir öllu en viss spenna í loftinu. Af og til voru menn að nálgast mig og töluðu oftast þýsku en stundum ensku og buðu upp á að skipta gjaldeyri á hagstæðara gengi en var í bönkunum. Ég þorði aldrei að gera þetta því þarna gat vissulega verið leynilögreglan sem vildi klekkja á manni. Árið 1991 var ég að vinna í tæpa fjóra mánuði við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina í Kaupmannahöfn. Verkefni mitt var tengt slysavörnum og var ég sendur til fjögurra landa á vegum stofnunarinnar, meðal annars til Búdapest. En þá var allt öðruvísi að koma til Ungverjalands. Flugstöðin var ný og glæsileg og í leigubílnum á leið á hótelið hljómaði einungis útvarpsstöðin Voice of America. Ég heimsótti ýmsar stofnanir og spítala þarna. Á spítölunum var allt mjög gamaldags og búnaður fá- tæklegur. En nú voru Ungverjar opnir og töluðu frjálslega um hvað hitt og þetta væri ómögulegt en ég vissi hins vegar að menning þeirra, þar á meðal það sem tengdist læknisfræðinni, stóð traustum fótum á gömlum merg og var bjartsýnn á að þarna yrðu framfarir þegar efnahagur rýmkaðist. Leiðsögumaður minn vildi gera lítið úr mannfallinu í uppreisninni árið 1956, ég veit eiginlega ekki af hverju. Hún sagði einnig að kommúnisminn hefði alls ekki verið alslæmur fyrir Ungverja. Eftir að kommúnistar tóku við stjórn upp úr seinna stríðinu sagði hún að öll börn hefðu fengið menntun óháð ríkidæmi en fyrir þann tíma hefði menntun einungis verið fyrir ríka fólkið. Heimsóknir mínar til Ungverjalands voru báðar fræðandi og skemmtilegar. Mér fannst ég vera að stíga inn í gamla evrópska menningu þar sem ríkti kyrrð og fólk var háttvíst í framkomu. Þegar ég fór í heimsóknir í ráðuneyti eða á spítala hneigðu fylgdarmenn mínir sig iðulega fyrir konunum og kysstu á handarbak þeirra. Oft var ég leystur út með smá gjöf- um sem voru táknrænar fyrir Ungverja- land. Það veldur mér vonbrigðum að Ungverjar skuli nú loka landamærum sínum fyrir flóttafólki og neita að verða við ósk Evrópusambandsins um að þeir axli ábyrgð ásamt öðrum Evrópuþjóðum. Minnugur þess að við Íslendingar hjálpuð- um þeim á sínum tíma finnst mér sárt að lesa um þessi viðbrögð Ungverja. Nokkur fjöldi íslenskra námsmanna lærir nú læknisfræði í Ungverjalandi og hafa sjúkrahúsið og heilsugæslan á Ak- ureyri notið góðs af því, þar sem lækna- kandídatar koma hingað og leggja fram krafta sína og góða þekkingu. Auk þess hafa ungverskir sérfræðilæknar komið til að vinna á sjúkrahúsinu. Ég fór að hugsa um þetta erindi þegar ég las grein í Morgunblaðinu þar sem rakin var saga ungversku flóttamannanna, sem komu til Íslands árið 1956.4 Í greininni er rætt við tvær hjúkrunarkonur sem voru í hópnum í Hlégarði og settust hér að. Þær heita Elísabet Csillag og Eva Jóhannsdóttir. Ég sló á þráðinn til Elísabetar og mundi hún vel eftir þessari dvöl og hlýjum móttökum í Mosfellssveitinni og reyndar ávallt á Ís- landi. Það sem kom þeim mest á óvart var þessi mikli snjór. Þær eru ánægðar með þá ákvörðun sem þær tóku á sínum tíma. Þakkarorð Sérstakar þakkir fá eftirfarandi aðilar fyrir veitta aðstoð: Kristín Sigfúsdóttir, Odd- ur Ólafsson, András Lovas, ungverskur læknir, Guðríður Steinunn, Vífill og Þengill, systkini mín, og Hlín Árnadóttir, mágkona mín. Heimildir 1. Þengilsdóttir E. Ykkar einlæg. Kvennabrekka forlag. Reykjavík 2012. 2. Csillag M. Unverska uppreisnin 1956. Barn ungversku uppreisnarinnar. Morgunblaðið 30.10.2016; 104: 22-3. 3. en.wikipedia.org/wiki/Hungarian_Revolution_ of_1956#Prelude – nóvember 2016. 4. Alexandersdóttir JM. Unverska uppreisnin 1956. „Eva, við förum til Íslands“. Morgunblaðið 30.10.2016; 104: 24-5. U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.