Læknablaðið - 01.03.2017, Side 42
150 LÆKNAblaðið 2017/103
Læknar eru hvattir til að koma ábendingum
um efni á framfæri við ritstjórn eða pistlahöfund.
Dögg
Pálsdóttir
lögfræðingur
Læknafélags Íslands
Dogg@lis.isEf starfsgetan skerðist
Læknar geta eins og aðrar starfsstéttir
orðið fyrir því að veikjast, með þeim af-
leiðingum að starfsgeta þeirra skerðist,
tímabundið eða varanlega. Það skiptir
máli fyrir lækna sem og aðra að þekkja
rétt sinn í þessum kringumstæðum. Í
pistlinum verður því stuttlega fjallað um
helstu réttindi lækna í þessum sporum.
Í kjarasamningi fjármála- og efna-
hagsráðherra og Læknafélags Íslands
er sérstakur kafli um veikindarétt (9.
kafli). Veikindaréttur eykst með hækk-
andi starfsaldri og getur lengst orðið 360
almanaksdagar eftir 18 ár í starfi. Kjara-
samningurinn er aðgengilegur á heima-
síðu Læknafélags Íslands (LÍ): lis.is/Assets/
Kjarasamningar/LI-sam.lag.-07.01.2015%20
jfr.pdf
Séu veikindi langvarandi getur farið
svo að veikindarétturinn tæmist. Þá á
læknir rétt til greiðslu úr Fjölskyldu- og
styrktarsjóði LÍ (FOSL). Sjóðurinn er kjara-
samningsbundinn og í hann renna iðgjöld
frá launagreiðendum sem eru 0,41% af
heildarlaunum lækna hjá hverjum launa-
greiðanda. Samkvæmt gildandi reglum
FOSL getur læknir sem tæmt hefur veik-
indarétt sinn fengið greiddar með jöfnum
greiðslum í allt að þrjá mánuði fjárhæð
sem nemur 80% af meðalmánaðarlaunum
sem greitt hefur verið af til sjóðsins miðað
við undangengna 12 mánuði áður en tekju-
tap verður, þó með ákveðnu hámarki sem
verður 1.200.000 kr. árið 2017. Til viðbótar
kemur að úr FOSL má veita eingreiðslu-
styrki, að jafnaði einu sinni á ári en þó
ekki lengur en í þrjú ár samfellt, vegna
sérstakra aðstæðna sem hafa í för með sér
launamissi eða veruleg sérstök fjárútlát
sjóðfélaga. Sýna þarf fram á tekjutap eða
reikninga sem þurfa að vera að lágmarki
fyrir kostnaði að fjárhæð 200.000 kr. Loks
greiðir FOSL styrk að hámarki 250.000 kr.
á þriggja ára fresti til dvalar til endurhæf-
ingar að læknisráði. Staðgreiðsla er dregin
af öllum þessum greiðslum. Nánari upp-
lýsingar um greiðslur frá FOSL er að finna
á heimasíðu Læknafélags Íslands, lis.is/
Sjodir/FjolskylduOgStyrktarsjodirLI
Langvarandi veikindi geta orðið til þess
að launagreiðandi megi leysa starfsmann
frá störfum vegna heilsubrests. Í þeim
tilvikum heldur hann föstum launum í
þrjá mánuði. Um þetta er fjallað í grein 9.5
í áðurnefndum kjarasamningi. Læknir í
þessari stöðu á þá líklega rétt til örorku-
lífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins (TR)
eða lífeyrissjóði og mögulega báðum.
Þeir sem sækja um örorkulífeyri hjá
TR eru flestir kallaðir í læknisskoðun og í
kjölfarið metur yfirlæknir TR hvort réttur
sé til staðar. Grundvöllurinn fyrir því að
eiga rétt á örorkulífeyri frá TR er að hafa
75% örorkumat. Ef matið er lægra en 75%
er mögulega fyrir hendi réttur til örorku-
styrks. Nánari upplýsingar um örorkulíf-
eyrisgreiðslur frá TR má finna á heimasíðu
stofnunarinnar tr.is/oryrkjar/
Samkvæmt áðurnefndum kjarasamn-
ingi greiða flestir læknar lífeyrissjóðsið-
gjöld til Almenna lífeyrissjóðins. Sam-
kvæmt samþykktum þess sjóðs á sjóðfélagi
rétt á örorkulífeyri ef hann verður fyrir
varanlegu orkutapi sem metið er 50%
eða meira og hefur orðið vanhæfur til
að gegna starfi sínu og orðið fyrir sann-
anlegri tekjuskerðingu af völdum þess.
Örorkulífeyrir er miðaður við áunnin
lífeyrisréttindi (þegar greiddum tíma til
sjóðsins) og framreiknuð réttindi ef sjóð-
félagi uppfyllir nánar tilgreind skilyrði.
Þessi skilyrði eru þau að: a) Sjóðfélagi hafi
greitt til samtryggingarsjóðs Almenna
lífeyrissjóðsins í a.m.k. þrjú ár á undanfar-
andi fjórum árum og greitt a.m.k. ákveðna
lágmarksfjárhæð hvert ár sem bundin er
verðtryggingu. b) Sjóðfélagi hefur greitt til
samtryggingarsjóðs Almenna lífeyrissjóðs-
ins í a.m.k. 6 mánuði á síðasta 12 mánaða
tímabili. c) Sjóðfélagi hefur ekki orðið
fyrir orkutapi sem rekja má til ofnotkunar
áfengis, lyfja eða fíkniefna.
Hjá Almenna lífeyrissjóðnum þarf sjóð-
félagi að fá örorkumat upp á a.m.k. 50%
örorku eða meira til að eiga rétt á örorku-
lífeyri. Fullur örorkulífeyrir er greiddur
miðað við 100% örorku en lífeyrisgreiðslur
eru hlutfallslegar ef orkutapið er á bilinu
50-100%. Örorkumatið er miðað við hæfi
sjóðfélaga til að afla sér launatekna. Fyrstu
þrjú árin er örorkumatið miðað við van-
hæfni sjóðfélaga til að gegna því starfi sem
hann hefur gegnt. Eftir það er það miðað
við vanhæfni til almennra starfa. Þó lækn-
ir fái örorkulífeyrisgreiðslur úr Almenna
lífeyrissjóðnum útilokar það ekki að hann
geti unnið hlutavinnu en samanlagðar
launatekjur og greiddur örorkulífeyrir
mega aldrei verða hærri en útreiknaðar
viðmiðunartekjur hjá sjóðnum. Útreikn-
aðar viðmiðunartekjur eru meðaltekjur
síðustu þriggja ára fyrir örorku. Örorku-
lífeyristekjur skerðast ef samanlagðar tekj-
ur verða hærri en viðmiðunartekjurnar.
Nánari upplýsingar um reglur Almenna
lífeyrissjóðsins má finna á heimasíðu
sjóðsins, almenni.is/, auk þess sem leita má
til ráðgjafa sem starfa hjá sjóðnum.
Mikilvægt er að undirstrika að umsókn
í Almenna lífeyrissjóðinn vegna örorku
er óháð mati TR. Mat lífeyrissjóðs er
aflatjónsmat vegna heilsutjóns en mat TR
er heilsutjónsmat óháð tekjutapi.
Skert starfsorka getur skapað rétt úr
frjálsum vátryggingum sem læknir kann
að hafa keypt sér. Það er því mikilvægt að
kanna hvort slíkur réttur sé fyrir hendi.
Hafi læknir starfað erlendis um tíma,
til dæmis í sérfræðinámi, eru allar líkur á
því, ekki síst ef sérfræðinám hefur verið
stundað á Norðurlöndunum, að hann eigi
rétt til örorkulífeyris í því landi. Það er
einnig mikilvægt að kanna þennan rétt og
gleyma því ekki.
Hér að framan hefur verið stiklað á
stóru og umfjöllun sem þessi getur aldrei
verið tæmandi. Ef frekari spurningar
vakna er pistlahöfundur tilbúinn til að
veita frekari upplýsingar eftir því sem
kostur er.
L Ö G F R Æ Ð I 2 1 . P I S T I L L