Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.2017, Side 44

Læknablaðið - 01.03.2017, Side 44
152 LÆKNAblaðið 2017/103 Ö L D U N G A D E I L D Stjórn Öldungadeildar Magnús B. Einarson formaður, Þórarinn Sveinsson ritari, Hörður Alfreðsson gjaldkeri, Guðrún Agnarsdóttir, Kristrún Benediktsdóttir. Öldungaráð Bergþóra Ragnarsdóttir, Jón Hilmar Alfreðsson, Sigurður E. Þorvaldsson, Snorri Ingimarsson, Tryggvi Ásmundsson. Umsjón síðu Páll Ásmundsson Vefsíða: http://innri.lis.is/oldungadeild-li Ólafur Jónsson svæfingalæknir í Reykjavík Í blaðinu Þjóðólfi þann 5. nóvember 1863 er frásögn af nokkuð óvenjulegum og fágætum atburði. Læknaneminn Þorvald- ur Jónsson (1837-1916) þreytti lokapróf í læknisfræði. Það var lærifaðir hans, Jón Hjaltalín (1807-1882) landlæknir, sem prófaði hann. Prófið var bæði skriflegt og munnlegt. Þess má geta að Þorvaldur hafði lesið læknisfræði við Hafnarháskóla árin 1857-1860 en síðan stundaði hann nám sitt hjá Jóni landlækni sem árið 1860 hafði fengið leyfi yfirvalda til þess að hefja hér kennslu læknisefna. Þorvaldur var fyrsti nemandi hans og jafnframt sá fyrsti sem hann prófaði. Fram til þessa hafði kennsla eða fræðsla í lækningum hérlendis verið ómarkviss og brotakennd allt frá því að fyrsti lærði læknirinn, Bjarni Pálsson (1719-1779) landlæknir, annaðist kennslu nokkurra læknisefna. Hefst nú frásögn blaðsins eftir Jón Hjaltalín, talsvert stytt: Það er nú svo sem sjálfsagt, að þegar siðr sá, sem fallinn er niðr fyrir nærfelt 100 árum verðr tekinn upp aptr, þá verðr það að verða með nokkrum umbreytingum, og þann veg var það og með læknispróf það, er hér nú aptr eptir lánga dvöl var haldið í miðjum fyrra mánuði, er kandidatus medicinae og chirurgiae Þorvaldr Jónsson var prófaðr í læknisfræði samkvæmt konúngsúr- skurði 29. Ágúst f.á. og bréfi lögreglustjórnarinn- ar af 28. Maí þ.á. Sem prófdómendr við þetta læknispróf voru af stip[t]amtmanninum kvaddir þessir menn: kanselliráð og fyrrum héraðslæknir herra G. Hjálmarsson; yfirkennari herra B. Gunnlögsen, apothekari franskr konsúll herra A. Randrup, kennari við hinn lærða skóla herra H. Guð- mundsson. Hin skriflegu spursmál voru fjögr, og hafði kandídatinn til að svara hverju þeirra, hérumbil 5 tíma; þau voru útvalin á examens- staðnum, en einn af kennurum lærða skólans var jafnan fenginn til að sitja yfir kandídatnum með- an hann svaraði þeim. Hin skriflegu spursmál voru svo hljóðandi: 1. Í Anatomie og Líffræði (Physiologie): Kandidatinn skýri ljóslega frá legu lúngnanna í mannlegum líkama; segi af hverju þau saman- standi, og til hvers þau þéni (deres physiologiske Function)? 2. Í dómsmála-læknisfræði (Medicina forensis): Hver meiðsli eru það á mannlegum líkama, sem verða að álítast sem óumflýanlega drepandi (laesiones absolute letales) og hvernig geta minni meiðsli, vegna kringumstæðanna, orðið banvæn á ýmsan hátt? 3. Í handlæknisfræði (Chirurgie): Kandídatinn skýri frá þeim mátum og meðölum, með hverjum menn stöðva allar ytri blóðrásir (alle ydre Forblödninger) bæði frá slagæðum og blóðæðum? 4. Í innvortis sjúkdómafræði (Therapie): Hvað er vatnssýki (Ascites)? hvor eru hennar sérstöku kennimerki? hvernig getr hún lyktað (Prognosis)? og hvernig á hún að meðhöndlast? Þessi 2 seinustu spursmál valdi herra Dr. Medicinae Krabbe, því hann var hér viðstaddr meðan lærdómsprófið fram fór. [Harald Krabbe (1831-1917), danskur læknir sem rannsakaði sulla- veikina 1863]. Þegar kandídatinn var búinn að svara þeim skriflegu spursmálum, byrjaði hið munnlega lærdómspróf, sem stóð yfir í 3 daga. Fyrst var kandídatinn yfirheyrðr í grasafræði (Botanik) og varaði sú yfirheyrsla í 1 tíma; þá í efnafræði, sömuleiðis í heilan tíma; þá í anatomie 1 1/2 tíma; því næst í chirugie líka í 1 1/2 tíma; þá í yfirsetu- Læknisprófið í Reykjavík árið 1863 Nemandinn: Þorvaldur Jónsson læknir Kennarinn: Jón Hjaltalín landlæknir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.