Fréttablaðið - 12.01.2018, Síða 20
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@365.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@365.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga
Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Þórdís
Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@365.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429
| Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@365.is, s. 512 5095,
„Matti lét spá fyrir sér í Xining, borg í Norður-Kína. Flugum þangað frá
Sjanghæ og tókum lest þaðan til Lhasa. Hann spáði að við myndum eignast
strák á næstu mánuðum en þá var ég komin fjóra mánuði á leið með Bryndísi
Millu og vissi að hún var stelpa, 50% rétt er nokkuð gott.“
„Ég var ein á ferð með Síberíuhrað-
lestinni þegar ég fékk hugljómun
og ákvað að stofna mitt eigið
tölvuleikjafyrirtæki. Það heitir
Parity, sem getur þýtt margt. Eitt
af því er jafnræði og langtíma-
markmiðið er að fá fleiri konur
inn í tölvuleikjageirann,“ segir
María Guðmundsdóttir þar sem
við sitjum á skrifstofu hennar við
Eiðistorg á köldum janúardegi.
„Ég hafði unnið fyrir CCP Games
í tólf ár en var ekki viss um hvort
mig langaði að halda áfram að
vinna innan tölvugeirans eða
skipta algjörlega um starfsvett-
vang. Maðurinn minn, Matthías
Guðmundsson, hvatti mig til að
láta gamlan draum rætast en frá
því ég var skiptinemi í Rússlandi
frá 1997-1998 hafði mig langað
til að sjá meira af landinu. Börnin
okkar, Bryndís Milla og Guð-
mundur Högni, voru ekki nema
þriggja ára og eins og hálfs árs en
ég ákvað samt að slá til, enda þurfti
ég á því að halda að hugsa minn
gang. Ég gældi lengi við þá hug-
mynd að flytja aftur til Rússlands
en þessi ferð læknaði mig af þeim
draumum og ég hætti að sjá landið
í gullnum ljóma,“ segir María sem
ferðaðist frá Moskvu til Mongólíu
á þremur vikum.
„Það er enn stríðsástand á Krím-
skaga og andrúmsloftið í Rúss-
landi er mjög sérkennilegt. Það er
einhver harmur yfir þessu landi.
Í lestinni hitti ég t.d. fólk sem var
að flýja frá Úkraínu. Á leiðinni
las ég bækur um start-up fyrir-
tæki og velti framtíðinni fyrir mér
en um leið og Síberíuhraðlestin
var komin yfir landamærin til
Mongólíu fóru hugmyndirnar að
flæða og ég vissi hvað ég vildi gera,“
segir hún brosandi. „Það er eins og
landið og ægifagurt landslagið hafi
haft þessi áhrif á mig. Ferðin lokaði
ákveðnum kafla í lífi mínu um leið
og sá næsti hófst.“
Vil vera fyrirmynd
Þegar heim var komið bauðst
Maríu starf hjá Novomatic Lott-
ery Solutions sem hún ákvað að
þiggja en í vor ákvað hún að láta
slag standa og stofnaði Parity
formlega. „Þetta er algjörlega rétti
tímapunkturinn fyrir mig og ég
er hundrað prósent tilbúin í þetta
verkefni. Allan þann tíma sem ég
vann hjá þessum stóru fyrirtækj-
um sá ég enga fjölgun á konum í
tölvuleikjageiranum. Ef ein kona
hætti var kannski önnur ráðin í
staðinn en í heildina fjölgaði þeim
ekki. Mörg tölvuleikjafyrirtæki
verða þannig til að nokkrir vinir
koma saman með hugmynd sem
þeir hrinda síðan í framkvæmd.
Þegar grunnvinnunni er lokið og
fyrirtækið komið af stað koma
konurnar til sögunnar. Ég vil
breyta þessu og fá konurnar með
allt frá byrjun. Í þessum geira, sem
og öðrum, er mikilvægt að hafa
fyrirmyndir og ég ákvað að vera
öðrum konum fyrirmynd í staðinn
fyrir að fara út úr faginu með alla
mína reynslu og þekkingu,“ segir
hún.
Norn á sæskrímslaveiðum
María hefur þegar fengið nokkra
starfsmenn til liðs við Parity og
vinna við tölvuleikinn Island of
Winds er í fullum gangi. „Kynja-
hlutfallið er næstum því jafnt,
eða fimm konur og fjórir karlar.
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@365.is
„Ég gældi lengi við þá hugmynd að flytja aftur til Rússlands en þessi ferð læknaði mig af þeim draumum og ég hætti að
sjá landið í gullnum ljóma,” segir María sem var skiptinemi þarlendis á námsárunum. MYND/ERNIR
Við skoðuðum hvað við þekkjum
úr okkar umhverfi og ákváðum
að vinna með sögur sem standa
okkur nærri og það eru íslenskar
þjóðsögur. Island of Wind er
ævintýradrifinn leikur þar sem
aðalpersónan er norn. Hennar
hjálparhella er hrútur og þau lenda
í ýmsum ævintýrum. Við leggjum
mikið upp úr því að fanga íslenskt
andrúmsloft með litapallett-
unni og veðrabrigðum í leiknum.
Sæskrímsli, skoffín, skuggabaldur
og marbendill koma einnig við
sögu,“ upplýsir María og bætir við
að þótt leikurinn sé spennandi
ævintýraheimur fléttist inn í hann
teiknimynd með upplýsingum
og sögum af göldrum sem raun-
verulega áttu sér stað hér á landi
á galdratímabilinu. „Ísafjarðar-
djúpið er fyrirmyndin að útlitinu á
leiknum, sem byrjar þar en færist
svo um landið og miðin,“ segir hún
leyndardómsfull.
Með sorg í hjarta til Kína
María kynntist eiginmanninum í
vinnunni hjá CCP Games og segir
það hafa verið skrifstofurómans.
Þau hjónin fluttust til Sjanghæ í
Kína á vegum fyrirtækisins árið
2008 en María segir dvölina þar
hafa litast af sorg því stuttu áður
en þau fluttu út misstu þau dóttur
sína, Helenu, úr sjaldgæfum erfða-
sjúkdómi. „Helena var rúmlega
eins árs þegar hún dó. Hún var
þriggja mánaða þegar hún greind-
ist með ólæknandi hrörnunarsjúk-
dóm. Líkurnar á að við eignumst
saman barn með þennan sama
sjúkdóm er einn á móti fjórum og
því var fylgst mjög náið með mér
þegar ég varð ófrísk að yngri dóttur
okkar og sonurinn var búinn til í
tilraunaglasi. Við segjum stundum
í gríni að hann sé algjörlega sér-
hannaður en staðreyndin er sú að
hann var valinn þannig genalega
séð að hann væri ekki með þennan
erfðasjúkdóm,“ segir María alvarleg
í bragði.
Kína kom Maríu á óvart og hún
segir Sjanghæ mjög sérstaka borg.
„Við bjuggum í vestrænu hverfi sem
hefði í raun getað verið hvar sem er
í heiminum. Um leið og komið var
út fyrir borgina blasti við mikil nátt-
úrufegurð og allt annar heimur. Við
urðum vör við að Kínverjar þurfa
ekkert persónulegt rými eins og við
Íslendingar, sem viljum ekki hafa
neinn alveg ofan í okkur og það tók
tíma að venjast því. Ég var mjög
opin fyrir því að læra kínversku
en komst fljótt að raun um að það
er meira en að segja það. Orðin
já og nei eru ekki til í kínversku
heldur nota Kínverjar er eða er ekki
í staðinn. Þess vegna verður oft
misskilningur í samræðum við þá,“
segir María sem hefur alltaf átt auð-
velt með að læra tungumál og státar
af BA-gráðu í rússnesku.
„Kínverskan er fremur tilviljunar-
kennt tungumál þannig að hana
þarf að læra algjörlega utanbókar.
Svipuð tákn hafa oftar en ekki mjög
mismunandi merkingu og ég er
viss um að það er áhugavert fyrir
listamenn að skoða þau vel. Ég get
bjargað mér á kínversku en er alls
ekki fullnuma í málinu,“ segir hún.
Þau hjón fluttu heim árið 2011 og
fljótlega fæddust börnin tvö. „Við
ætluðum að fara út aftur en örlögin
höguðu því þannig að við ákváðum
að festa rætur á Íslandi og við sjáum
ekki eftir að hafa flutt heim.“
Góð hugmynd ekki nóg
María sér fram á spennandi tíma
á næstunni en Island of Winds
leikurinn verður prufukeyrður
í febrúar. „Það er ekki nóg að fá
góða hugmynd að tölvuleik heldur
þarf fólk að vilja spila leikinn.
Markmiðið með Island of Winds
er að það taki ekki lengri tíma en
fimm mínútur að skilja út á hvað
leikurinn gengur. Ég er ekki sam-
mála þeirri mýtu að konur spili
ekki tölvuleiki heldur þurfa leikir
líka að höfða til kvenna. Ég trúi
að þessi leikur eigi eftir að höfða
til stelpna jafnt sem stráka,“ segir
María bjartsýn að lokum.
„Í Síberíuhraðlestinni, ásamt Galínu og Galínu. Önnur þeirra var á leið frá
Múrmansk til borgar austur af Irkutsk, 6-7 daga ferð til að kíkja til ættingjana.
Þær voru mjög góðar við mig þessa tvo sólarhringa í lestinni.“
88%
af lesendum dagblaða*
á höfuðborgarsvæðinu
á aldursbilinu 18–49 ára
lesa Fréttablaðið daglega.
Lesa bara FBL
65%
Lesa bæði
FBL OG MBL
23%
Lesa bara MBL
12%
Allt sem þú þarft ...
*Fréttablaðið og Morgunblaðið.
Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sept. 2017.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 2 . JA N ÚA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R
1
2
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
9
-4
8
8
0
1
E
B
9
-4
7
4
4
1
E
B
9
-4
6
0
8
1
E
B
9
-4
4
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K