Fréttablaðið - 12.01.2018, Qupperneq 28
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
Margrét býr
í Berlín en
leikur um þessar
mundir í nýju
leikriti Borgar-
leikhússins,
Himnaríki og
helvíti.
MYND/ANTON
BRINK
Margrét segir að það hafi verið af heilsufarsástæðum sem hún breytti mataræð-
inu, fyrst með því að sleppa hveiti
og sykri. „Ég hef verið meðvituð
um mataræði frá því ég var tvítug.
Ástæðan var alls kyns óþol sem
ég fann fyrir. Ég ákvað að prófa að
taka mataræðið í gegn og vegan
er partur af því. Það er til dæmis
mjög gott að taka hveiti og sykur
stundum út. Ég finn gríðarmikinn
mun á mér þegar ég tek mig til með
mataræðið. Eftir að ég byrjaði að
taka út ákveðnar matvörur var ein-
falt að halda áfram og ég fékk góða
leiðsögn í Jógasetrinu hjá Guðna
Gunnarssyni,“ segir hún.
„Ég var hjá honum þrisvar í viku
og fór eftir matarprógrammi. Það
var til dæmis ein vika sem eingöngu
mátti borða hráfæði. Þegar maður
tekur upp vegan matarstíl þarf að
vera vel undirbúinn og meðvitaður.
Það er átak að breyta mataræðinu
og erfitt að gera það samhliða mik-
illi vinnu. Í leiklistinni er maður
mikið á hreyfingu og þarf mikla
orku. Það er ekki hægt að lifa bara
af banana eða epli heldur þarf góða
næringu. Mér finnst mjög gott að fá
þessa orku úr lárperum og baunum.
Það kemur ekki í stað kjöts en gefur
fyllingu auk þess að vera járn- og
fituríkar fæðutegundir,“ segir Mar-
grét og bætir við að hún hafi verið
í Danmörku um jólin þar sem hún
fann mjög góða bók sem fjallar
um vegan mataræði um hátíðir.
Bókin nefnist á dönsku Vegansk til
højtider og fest. „Þessi bók bjargaði
mér um jólin,“ segir hún. „Samt er
ég ekki fanatísk og finnst að hver
og einn eigi að finna það mataræði
sem hentar. Stundum borða ég fisk
ef ég kemst í hann,“ segir hún.
Verndun náttúrunnar
Margrét segist hafa verið mikil
kjötæta áður fyrr en það hafi verið
auðveldara en hún bjóst við að
hætta að borða það. „Mér fannst
heldur ekki svo erfitt að sleppa
mjólkurvörum,“ segir hún en
Margrét er dýraverndunarsinni og
hefur barist fyrir verndun nátt-
úru Íslands. Meðal annars hefur
hún haldið tónleika og verið með
uppákomur til að vekja athygli á
stöðunni og framkvæmdum sem
hún segir að hafi verið meira en
lítið vafasamar út frá umhverfis-
sjónarmiðum.
„Ég er hlynnt umhverfisvitund
og minni sóun. Einnig mætti plasta
minna af matvörum,“ segir hún
og bætir við að hana langi ekki til
að snúa aftur frá vegan stílnum.
„Vegan er ekki bara salat og það er
hægt að finna fullt af flottum upp-
skriftum á netinu. Ég nota til dæmis
mikið síðu sem heitir Carrots and
Flowers. Þar eru æðislegar upp-
skriftir. Um tíma var ég orðin leið á
mér og matseldinni og fór að kaupa
grænmeti frá fyrirtæki í Berlín sem
er svipað og Eldum rétt hér heima.
Maður fékk frábærar uppskriftir
með hráefninu og lærði margt
skemmtilegt. Berlínarbúar eru
mjög meðvitaðir um flokkun sorps
og eru umhverfisvænir á margan
hátt.“
Margrét hefur búið með manni
sínum Agli Heiðari Antoni Pálssyni,
prófessor og leikstjóra, í Berlín í
fimm ár. Himnaríki og helvíti er
sjötta sýningin sem Egill leikstýrir
á síðasta ári en æfingar hófust í
október. Margrét hefur hins vegar
bæði verið að leika í leikhúsi og
kvikmyndum.
Fjársjóður í leikhúsi
Í gærkvöldi var leikritið Himnaríki
og helvíti frumsýnt en það er byggt
á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar
eftir bókum hans, Himnaríki og
helvíti, Harmur englanna og Hjarta
mannsins. Þar fer Margrét með eitt
hlutverkið og eiginmaður hennar
leikstýrir. Árið 2016 leikstýrði
Egill verkinu Hver er hræddur við
Virginíu Woolf? í Borgarleikhús-
inu og þar fór Margrét sömuleiðis
með hlutverk. „Það er alltaf gott að
koma heim og rifja upp íslenskuna
með börnunum okkar tveimur. Þau
fá alltaf aðgang að sínum gamla
skóla.“
Margrét er ánægð með leikritið.
„Það er ótrúlegur fjársjóður sem
við eigum í þessum bókum hans
Jóns Kalmans. Bækurnar hafa vakið
verðskuldaða athygli bæði hér
heima og erlendis. Þetta er stór og
mikil sýning. Það er búið að vera
fróðlegt að vinna þetta verk og
koma því á svið og Borgarleikhúsið
er frábær vinnustaður.“
Vegan uppskrift
Að lokum gefur Margrét æðislega
uppskrift með portobello sveppum
sem hún fékk frá Carrots and
Flowers og hentar fyrir tvo.
Grísk gyros
2 portobello sveppir
2 msk. vegan worcestershire sósa
1 tsk. cumin
1 tsk. hlynsíróp
Vegan lífsstíll gefur orku
Margrét Vil-
hjálmsdóttir leik-
kona aðhyllist
vegan lífsstíl. Hún
telur sig fá aukna
orku og vellíðan
með breyttu
mataræði. Mar-
grét býr í Berlín en
leikur um þessar
mundir í leikritinu
Himnaríki og hel-
víti sem frumsýnt
var í gær.
½ bolli Raw Hemp Tzatziki (upp-
skrift hér fyrir neðan)
2 pítur
Hrærið saman worcestershire sósu,
cumin og hlynsírópi. Skerið svepp-
ina í sneiðar og setjið í vökvann.
Látið standa í 15 mínútur. Hitið
pönnu og setjið örlítið af olíu eða
vatni á hana. Steikið sveppina í 4-5
mínútur og hrærið af og til. Hitið
pítubrauð á báðum hlið. Setjið
sveppi og tzatziki í hverja pítu.
Raw Vegan Tzatziki
1 bolli hampfræ
2-3 hvítlauksrif
Safi úr tveimur sítrónum
2 msk. „heaping“ tahini
1 agúrka
1 msk. niðurskorin fersk minta
1 msk. niðurskorin fersk steinselja
1 msk. niðurskorið ferskt dill
4 msk. vatn
Skerið agúrkuna mjög smátt.
Setjið hampfræin, tahini, hvítlauk,
sítrónusafa og vatn í matvinnsluvél.
Ef blandan er of þykk má þynna
hana með meira vatni. Setjið í skál
og hærið kryddjurtum og agúrku
saman við. Berið strax fram með
sveppunum og brauðinu.
6 KYNNINGARBLAÐ 1 2 . jA N úA R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVeGANúAR
Krydd fyrir
VEGAN
matreiðsluFiesta de Mexico hentar frábærlega á
allt grænmeti.
Arabískar nætur er sjö
kryddablandan ættuð frá
Líbanon í grænmetisrétti
Reykt paprika bítur
aðeins en er góð í marga
grænmetisrétti.
Eðalsteik og grillblandan
er góð fyrir tofusteikina.
Fiskikrydd er gott í
grænmetis-súpur- og rétti.
Lamb Islandia er frábært
á alla kartöflurétti og á
kjúklingabaunarétti.
Kryddin frá okkur eru ómissandi í eldhúsið hjá ykkur
Benda skal á að öll stök krydd henta í VEGAN matreiðslu s.s. origano, basilikum, steinselja og fleiri.
Töfrakryddið og Ítalskt panini henta ekki í VEGAN matreiðslu því þau innihalda ostaduft.
1
2
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
B
9
-2
F
D
0
1
E
B
9
-2
E
9
4
1
E
B
9
-2
D
5
8
1
E
B
9
-2
C
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
1
1
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K