Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 4

Fréttablaðið - 13.01.2018, Page 4
Guðjón Valur Sigurðsson handboltamaður skoraði sitt 1.798. landsliðsmark í vináttuleik gegn Þýskalandi. Hann sló met Ungverj- ans Péter Kovács yfir flest landsliðs- mörk skoruð frá upp- hafi. Guðjón er þess vegna nýbak- aður heimsmethafi. Hann kvaðst hafa verið stoltur af því að eiga möguleika á að slá met. Hulda Elsa Björgvinsdóttir yfirmaður ákærusviðs hjá lögregl- unni á höfuðborgarsvæðinu sagði gríðarlegt álag vera á deildinni. Fjögur þúsund mál eru til með- ferðar hjá ákæru- sviðinu og eru u m f e r ð a r m á l i n stærsti brotaflokkur- inn. Málum hafi fjölgað verulega síðan í apríl. Yfirleitt séu þau tvö til þrjú þúsund. Flest málin eru frá árinu 2016 en nokkur eldri mál eru einnig hjá sviðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og settur dóms- málaráðherra skipaði í embætti héraðsdómara þá átta einstaklinga sem dómnefnd um hæfi umsækj- enda mat hæfasta. Hann kvaðst hins vegar litlu nær um það mat sem fór fram á vettvangi nefndarinnar þrátt fyrir að hafa í tvígang óskað eftir nánari skýring- um hennar. Gagnrýndi Guðlaugur Þór nefndina nokkuð harðlega fyrir að hafa ekki svarað bréfi ráðherra skilmerkilega og þá veigamiklum athugasemdum og spurningum. Þrjú í fréttum Heimsmet, álag og dómarar TÖLUR VIKUNNAR 07.01.2018 TIL 13.01.2018 257 útköll fóru þyrlur og flugvélar Landhelgisgæslunnar í á síðasta ári. Nemur aukningin 66 prósentum frá 2011. 3.400 börn hafa fermst hjá Sið- mennt frá árinu 1989. nemenda Háskóla Íslands eru annað- hvort mjög eða frekar jákvæð gagn- vart dánaraðstoð. 725 milljónum króna minnst námu viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratrygg- ingar  á síðasta ári. Innlagnir útlendinga án sjúkra- tryggingar hafa þrefaldast á fimm ára tímabili. króna tæpar er upphæðin sem lögreglan lagði hald á síðastliðin tvö ár, oftast í málum er varða fíkniefnaviðskipti. 23% 77% 78 milljónir aukning var í innflutningi á heimilistækjum fyrstu tíu mánuði nýliðins árs. Fyrirbyggjandi vörn gegn eyrnabólgu og nauðsynlegt fyrir þá sem eru með rör í eyrum eða viðkvæm eyru. Til í þremur stærðum. Njóttu þess að fara í sund / sjósund Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra eyrnaböndum og eyrnatöppum Fæst í apótekum, barnavöruverslunum og Útilíf VesTURbyggð Bergur Þorri Benja- mínsson, formaður Sjálfsbjargar, landssambands hreyfihamlaðra, er ósáttur við málsmeðferð og úrræða- leysi Vesturbyggðar gagnvart hreyfi- hamlaðri konu í sveitarfélaginu sem nú er látin. Segir Bergur orð bæjar- stjóra um að bærinn hafi alla tíð reynt að vinna löglega að málinu ekki í takt við raunveruleikann. Kona, sem fæddist árið 1930 en er nú látin, lamaðist árið 2011. Sótti hún um akstursaðstoð frá bænum en var hafnað. Fékk hún samt sem áður akstur til og frá dvalarstað  í tómstundir fyrir aldraða. „Sú fullyrðing bæjarstjóra Vestur- byggðar að sveitarfélagið hafi verið að starfa eftir ramma laganna og að það hafi verið staðfest af Úrskurðar- nefnd velferðarmála hvað varðar mál konu sem nú er látin og sótt- ist eftir ferðaþjónustu fyrir fatlaða í Vesturbyggð tel ég ekki standast skoðun,“ segir Bergur Þorri. „Ekki einungis hvað varðar þjónustuna sem átti að veita heldur sérstaklega þegar litið er til málsmeðferðar og þess tíma sem málið tók á sínum tíma.“ Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu nú á dögunum að Vesturbyggð hafi verið óheimilt að takmarka akstursþjónustu aðeins við félagsmiðstöðina í bænum. „Við höfum alla tíð reynt að fylgja lögum í þessu máli og það var stað- fest af Úrskurðarnefnd velferðar- mála. Málið snýst ekki um akstur fatlaðra því við höfum sinnt honum um árabil. Þetta snýst um það hvort ríki eða sveitarfélög eigi að sinna akstri einstaklinga sem búa á heil- brigðisstofnun,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vestur- byggðar. „Ég efa að önnur sveitar- félög sjái um slíkt í dag. Við höfum aldrei skotið okkur  undan þeirri ábyrgð að sjá um málefni fatlaðra eða sinna þeim.“ – sa Sjálfsbjörg gagnrýnir sinnuleysi Vesturbyggðar um akstursaðstoð Ásthildur Sturlu- dóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Bergur Þorri Benjamínsson varaformaður Sjálfsbjargar. MeNNTUN Stofnun ungbarnadeilda á leikskólum í öllum hverfum Reykja- víkurborgar og fjölgun dagforeldra eru lykilatriði þegar kemur að lausn þess vanda sem að foreldrum ungra barna steðjar. Þetta er mat Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frí- stundaráðs. Reykvíkingurinn Rebekka Júlía Magnúsdóttir sagði í Fréttablaðinu í gær frá glímu sinni við að finna dag- foreldri fyrir dóttur sína. Þrátt fyrir að hafa leitað á öllu höfuðborgar- svæðinu frá því á meðgöngunni hefur Rebekku ekkert orðið ágengt. Alls staðar sé fullt og fæðingaror- lofið sé að klárast. „Þetta veldur mér miklum áhyggjum,“ sagði Rebekka við Fréttablaðið. Rebekka er ekki ein í þessum sporum. Facebook-hópur foreldra sem ekki fá pláss hjá dagforeldrum var stofnaður í vikunni. Á fyrsta degi höfðu yfir 300 manns skráð sig í hópinn. Skúli segir vandamálið ekki síst stafa af manneklu haustsins í leik- skólum borgarinnar. Þar hafi mikið áunnist. Í ágúst hafi 130 starfsmenn vantað inn í leikskólana, sem tafið hafi fyrir inntöku yngstu barnanna. Samkvæmt nýjustu tölum vanti 46 starfsmenn á 62 leikskóla borgar- innar, eða innan við eitt stöðugildi á hvern að meðaltali. Nú séu fjórir af hverjum fimm leikskólum borgar- innar fullmannaðir, innan við tvo starfsmenn vanti. Á miðvikudaginn var settur á fót sérstakur starfshópur um dagfor- eldrakerfið. „Hann á að fara heild- stætt yfir þessa þjónustu,“ segir Skúli sem bendir á að dagforeldrar séu ekki á vegum borgarinnar. Hann segir að markmiðið sé að auka gæði og öryggi í þessari þjónustu til fram- tíðar. Það sé ekki endilega heppi- legasta fyrirkomulagið að ein mann- eskja annist fjögur til fimm börn á heimili sínu, til dæmis ef slys eða óhapp ber að höndum. Skúli segir unnið að því markmiði borgarinnar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss á leikskóla til boða en stefnt sé að því að lækka þann aldur enn frekar þegar fram í sækir. Annar starfshópur, Brúum bilið, hópur sem Skúli stýrir, vinnur að því að kortleggja til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að ná þessum mark- miðum. Ljóst sé að meðal annars þurfi að byggja nýja leikskóla. Liður í þessu verkefni sé að taka í notkun ungbarnadeildir á leikskólum í öllum hverfum borgarinnar. Sjö nýjar deildir hafi verið opnaðar í haust. Skúli segir að markmiðið sé að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla en tekur fram að hann vilji að foreldrum standi áfram til boða að vista börnin sín hjá dagforeldrum. Stefnt er að því að hópurinn skili af sér tillögum um nýjar ungbarna- deildir á allra næstu vikum og loka- skýrslu í mars. baldurg@frettabladid.is Opnun ungbarnadeilda í öllum hverfum lausn á vanda foreldra Starfshópur á vegum borgarinnar skilar tillögum um nýjar ungbarnadeildir á næstu vikum. Formaður skóla- og frístundaráðs telur þær, ásamt fjölgun dagforeldra, lykilatriði í lausn á vanda foreldra með ung börn. Unnið að því markmiði Reykjavíkurborgar að öllum 18 mánaða börnum standi pláss til boða. Skúli Helgason segir að vel hafi gengið að bæta úr manneklu á leikskólum eða rót vandans. FréttaBlaðið/anton 1 3 . j A N ú A R 2 0 1 8 L A U g A R D A g U R4 f R é T T I R ∙ f R é T T A b L A ð I ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B B -F B C 0 1 E B B -F A 8 4 1 E B B -F 9 4 8 1 E B B -F 8 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.