Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 24
Maður fær mikla h r a ð a t i l f i n n -ingu við að stýra dróna. Margir finna fyrir hálf-gerðri sjóveiki og verður illt í maganum. Það hefur gerst að menn hafa dottið. Sett á sig gleraugun og byrjað að fljúga en það næsta sem þeir vita er að þeir liggja kylliflatir á jörðinni,“ segir Helgi Rúnar Sævarsson, atvinnuflugmaður og kappflugmaður. Helgi er félagi í Félagi íslenskra kappflugmanna sem heldur sitt fyrsta mót á árinu þegar keppt verður með innidrónum í Víðistaðaskóla í dag. Búnar eru fjórar keppnir innan- húss og verður keppt áfram í skólan- um til loka maí. Þá verður komið svo gott veður að hersingin fer út í ferskt loft, og þá með stærri dróna, og setur upp braut og keppir utandyra. Helgi segir að það kosti um 60 þúsund að verða sér úti um byrj- endapakkann. Er þá allt innifalið. Hægt er að kaupa drónana saman- setta en Helgi segir að flestir setji þá sjálfir saman.  „Við erum átta sem tökum þátt í þessum innimótum. En það eru fleiri sem stunda þetta og hópurinn er stærri, kannski 30-40. Virkir félagar eru þó færri af einhverjum sökum og besta mætingin er 10 í keppni síðast- liðið sumar.“ Það er þó nokkur fjöldi miðað við að íþróttin er mjög ung en hún er gríðarlega vinsæl erlendis. „Það hefur orðið sprenging í áhuga. Erlendis eru vegleg verðlaun í boði og þetta er að verða mjög útbreidd íþrótt. Við erum rétt að byrja hér. Til er tölvuforrit sem hægt er að nota til að æfa sig í drónaflugi. Þá er bara flogið í tölvunni. Þegar svo kemur að því að fara út þá er við- komandi langt kominn með þjálfun- ina – því þá er hann búinn að hrapa svo oft í tölvunni sinni.“ Helgi Rúnar segir að það hjálpi mikið að geta æft sig án þess að skemma dýra hluti. „Í gamla daga þurfti maður að fara út og prófa og yfirleitt skemmdi maður eitthvað og þá tók tíma að laga það. Jafnvel yfir veturinn getum við verið í tölvunni að æfa okkur og hamast í þessu. Þetta eykur líka nýliðun því það eru margir til í að koma og vera með í þessu. Í gamla daga voru bara allra hörðustu nördar sem voru í þessu en það er breytt í dag.“ Helgi er atvinnuflugmaður en segir að reynsla sín úr fluginu nýtist lítið. „Dróninn flýgur allt öðruvísi. Það er himinn og haf þarna á milli. Dróninn getur stoppað á staðnum og leikið allar hundakúnstir í loftinu á meðan flugvélin fer eftir hefð- bundnara þyngdarlögmáli. Þeir sem eru bestir í þessu sporti eru ekki flug- menn. Ástæða þess að ég er í þessu er að ég hef áhuga á öllu sem flýgur.“ benediktboas@365.is  Dróninn flýgur öðruvísi en flugvél Félag íslenskra kappflugmanna heldur fyrstu keppni ársins í Víði- staðaskóla í dag. Keppt er með litlum innidrónum sem svífa um sali skólans á ógnarhraða. Flugmaður segir að flugreynslan hjálpi sér lítið. Átta hafa tekið þátt í innimót- unum í vetur en fyrsta mót ársins fer fram í dag. Myndin er frá jólamótinu sem einkenndist af hraða og var skemmtilegt á að horfa. Helgi Rúnar Sævarsson, atvinnu- og kappflugmaður með sinn dróna. Dróni, sem notaður er utandyra, á fullri ferð í gegnum hlið á móti í sumar. Brautin í Víðistaðaskóla. Innidrónarnir fljúga í gegnum þessi lýsandi hlið á gríðarlegri ferð. Dróninn kemst á um 100 kílómetra hraða. Drónarnir sem notaðir eru innanhúss eru minni. „Það er ekki eins banvænt. Ef flogið er á einhvern óvænt þá verður það aldrei neitt stórslys,“ segir Helgi. MynDIR/Félag íSlEnSkRa kappFlugManna Flugtæki Í FPV kappflugi er notast við litlar fjögurra skrúfa þyrlur sem eru hannaðar til kappflugs og vega um 500-600 grömm. Hámarks- hraði er vel yfir 100km/klst. Það hefur orðið sprenging í áhuga. er- lendis eru vegleg verð- laun í boði og Þetta er að verða mjög útbreidd íÞrótt. við erum rétt að byrja hér. 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 L a U G a r D a G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð helgin 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -2 D 2 0 1 E B C -2 B E 4 1 E B C -2 A A 8 1 E B C -2 9 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.