Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.01.2018, Blaðsíða 10
Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannrétt- indi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni. Ragnhildur Jóns- dóttir, formaður Hraunavina Orkumál Eigendur jarðarinnar Sel­ skarðs hafa kært framkvæmdaleyfi sem Garðabær hefur veitt Lands­ neti til lagningar háspennulínu yfir vatnsverndarsvæði ofan höfuðborg­ arsvæðisins, svokallaðrar Lyklafells­ línu. Fyrir hafa Hraunavinir og Nátt­ úruverndarsamtök Suðvesturlands kært framkvæmdaleyfi Hafnar­ fjarðarbæjar og Mosfellsbæjar til lagningar sömu línu. Kópavogur gaf út sitt framkvæmdaleyfi í vikunni. Hraunavinir segja lagningu Lykla­ fellslínu geta stórskaðað vatnsgæði höfuðborgarbúa og þar með tvo þriðju hluta landsmanna. Því sé mikið í húfi fyrir stóran hlut þjóðar­ innar. „Ný Lyklafellslína liggur yfir grannsvæði vatnsbóla alls höfuð­ borgarsvæðisins. Þegar lína er lögð fylgir mikið jarðrask um ósnortið hraun með vegarslóðum og steypu­ vinnu. Við teljum þetta óþarflega mikla áhættu fyrir þau mannréttindi okkar að hafa aðgang að hreinu og góðu vatni,“ segir Ragnhildur Jóns­ dóttir, formaður Hraunavina. „Þetta er að okkar mati óþörf aðgerð því hægt er að tryggja raf­ orkuflutninga með öðrum leiðum. Þetta er eins konar rússnesk rúlletta í lélegri bíómynd,“ bætir Ragnhildur við. „Kópavogur samþykkti fram­ kvæmdaleyfið á síðasta bæjar­ stjórnarfundi sínum og þá eru öll leyfin komin. Hins vegar bíðum við nú eftir úrskurði vegna kæranna sem við eigum von á í mars,“ segir Stein­ unn Þorsteinsdóttir, upplýsingafull­ trúi Landsnets. „Í undirbúningi er að bjóða út framkvæmdir við byggingu línunnar og tengivirkisins á Lykla­ felli. Við gerum ráð fyrir að útboð verði auglýst á næstu vikum. Miðað við það, þá gerum við í dag ráð fyrir að nýju flutningsmannvirkin verði tekin í rekstur í lok árs 2019. Þá verð­ ur í framhaldi hægt að rífa Hamra­ neslínur niður.“ Lyklafellslína er lögð til að taka við raforkuflutningum af Hamraneslínu sem á að rífa, og spennistöð austan við Vallahverfið í Hafnarfirði verður færð af þeim sökum. Íbúar Hafnar­ fjarðar og bæjaryfirvöld hafa lagt áherslu á það í nokkurn tíma að taka niður Hamraneslínu þar sem nýtt Skarðshlíðarhverfi er hannað undir núverandi línustæði Hamraneslínu. Hverfið er nú í uppbyggingu. sveinn@frettabladid.is Óttast spjöll og kærðu leyfi fyrir línulögn Hraunavinir, Náttúruverndarsamtök Suðvestur- lands og eigendur Selskarðs hafa kært framkvæmda- leyfi vegna lagningar Lyklafellslínu. Fjögur sveitar- félög gefið Landsneti grænt ljós og stefnt að útboði. Lyklafellslína á að fara yfir ósnortið hraun austan við Helgafell sem er afar vel sóttur útivistarstaður af íbúum höfuðborgarsvæðisins. FréttabLaðið/Ernir árbOrg Óskar Örn Vilbergsson og Þór Reynir Jóhannsson hafa kynnt fyrir bæjarráði Sveitarfélagsins Árborgar hugmyndir sínar um byggingu steinullarverksmiðju á landi vestan við Eyrarbakka. „Það eru allar kjöraðstæður á Eyrarbakka undir svona starfsemi, svarti sand­ urinn úti um allt, sem er uppistaðan í verksmiðju sem þessari, og svo er stutt í höfnina í Þorlákshöfn vegna útflutnings til Evrópu og Kanada,“ segir Óskar Örn sem býr á Eyrar­ bakka. Hann segir að ef allt gangi eftir verði byrjað á verksmiðjunni í haust og hún gæti orðið tilbúin í framleiðslu tveimur árum síðar. „Við erum að sjá fyrir okkur að fimmtíu ný störf yrðu til á Eyrar­ bakka með verksmiðjunni sem yrði mikil vítamínsprauta fyrir þetta litla þorp,“ bætir Óskar Örn við. Bæjar­ ráð Árborgar tók hugmyndinni vel. „Okkur líst mjög vel á þessa framkvæmd og fögnum því að fá ný atvinnutækifæri í sveitarfélagið. Þetta verður líka umhverfisvæn verksmiðja sem okkur líst vel á, auk þess sem mörg tæknistörf verða í verksmiðjunni,“ segir Ásta Stefáns­ dóttir, framkvæmdastjóri Sveitar­ félagsins Árborgar. – mhh Fimmtíu ný störf á Eyrarbakka Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Helga Valfells Býr snjallt fólk í snjöllum borgum? Snjallborg notar upplýsinga-, samskipta- og fjarskiptatækni til að bæta lífsgæði borgarbúa. Hvaða áhrif hafa snjall- lausnir á ferðatíma, mengun, raforku og og hvaða tækifæri felast í snjallborginni? Hvað með snjöll bílastæði, snjallar ruslafötur, snjalla götulýsingu o.s.frv. Eru sjálfkeyrandi bílar snjöll lausn? Til að ræða snjallborgina mun Lilja G. Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan, Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital og Kristinn Jón Ólafsson, verkefnisstjóri snjallborgarinnar hjá Reykjavíkurborg taka til máls ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn er í kaffihúsinu á Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 16. janúar kl. 20. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Kristinn Jón Ólafsson Snjallborgin Reykjavík Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir gagnrýninni og hressilegri fundarröð um þróun og mótun borgarinnar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 20 á Kjarvalsstöðum Lilja G. Karlsdóttir Hjálmar Sveinsson Álagning vatns- og fráveitugjalda fyrir árið 2018 liggur nú fyrir. Viðskiptavinir geta skoðað álagningarseðla á Mínum síðum á veitur.is. Til að komast inn á Mínar síður getur þú notað rafræn skilríki, Íslykil eða fengið sent lykilorð í rafræn skjöl í heimabankanum þínum. Í samræmi við stefnu okkar um pappírslaus viðskipti fá einungis viðskipta- vinir 69 ára og eldri heimsenda álagningar- og greiðsluseðla. Aðrir fara sjálfkrafa í netgreiðslur hafi þeir ekki óskað eftir pappír. Hægt er að breyta greiðslumáta á veitur.is eða í þjónustuveri okkar í síma 516 6000. Álagning vatns- og fráveitugjalda 2018 Veitur sjá um rekstur hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og fráveitu. Nánari upplýsingar um þjónustu okkar má finna á veitur.is 1 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 l a u g a r D a g u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :3 9 F B 1 2 0 s _ P 1 1 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E B C -1 E 5 0 1 E B C -1 D 1 4 1 E B C -1 B D 8 1 E B C -1 A 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 0 s _ 1 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.