Fréttatíminn - 03.03.2017, Page 1

Fréttatíminn - 03.03.2017, Page 1
Stærsta verkalýðsfélag Hollands hefur kært Samskip í Hollandi til lögreglu fyrir að greiða flutninga- bílstjórum frá Austur-Evrópu laun sem eru langt undir lögleg- um lágmarkslaunum. „Þetta er pólitískt mál og snýr að frjálsu flæði vinnuafls og þjónustu,“ seg- ir Pálmar Óli Magnússon forstjóri Samskipa. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ég hef rætt við um 30 verkamenn frá Rúmeníu. Þeir segja að farið sé með þá eins og dýr, þeir búa og sofa í bílunum,“ segir Edwin Atema talsmaður FNV, stærsta verkalýðs- félags Hollands í samtali við Frétta- tímann. Undirverktakar frá fyrir- tækinu ráði bílstjóra frá Úkraínu, Makedóníu og Moldavíu á launum sem þar tíðkast. Bílstjórarnir fái svo fölsuð skjöl til að framvísa. Sam- skip stundi því í raun félagslega og efnahagslega glæpastarfsemi og þeir hafi fengið aðvörun frá yf- irvöldum án þess að bregðast við. Þess vegna sé gripið til harðari að- gerða núna. „Starfsmennirnir eru látnir lifa við þessar aðstæður upp í allt að ár í senn og borða og elda sér mat í Samskipagámum, um tveimur kílómetrum frá aðalskrifstofunni í Rotterdam.“ Hann segir að fyrirtækið beri fyr- ir sig að bílstjórarnir sem keyra frá Austur-Evrópu og stoppi stutt við í landinu megi frá greitt samkvæmt töxtum í Austur-Evrópu. Það eigi hinsvegar alls ekki við. Það eina pólitíska í þessu máli sé að yfir- völd hafi skorið eftirlit með þessari starfsemi niður um 70 prósent og þess vegna komist fyrirtækið upp með þetta. „Við leggjum á það mjög ríka áherslu að fara að lögum og regl- um sem gilda í Evrópu en við erum á alþjóðlegum markaði og launin eru að sjálfsögðu ólík eftir löndum. Þarna er verið að tala um bílstjóra sem telur sig fá of lág laun. Ég þekki auðvitað ekki hans kaup og kjör en við munum ræða við undirverktak- ann og kanna málið,” segir Pálmar. Hann segir jafnframt að ef undir- verktakar greiði ekki í samræmi við gildandi lög og reglur sé samning- um við þá rift eins og gerst hafi í tvígang á síðasta ári.“ „Þetta kemur mér ekki á óvart,“ segir Jónas Garðarsson formaður Sjómannafélags Íslands og fulltrúi alþjóðaflutningaverkamannasam- bandsins. Samskip hafi siglt flutn- ingaskipunum Samskip Hoffell og Samskip Skaftafell undir hentifána til að geta greitt erlendri áhöfn smánarleg laun. „Það er náttúrlega þekkt hér a landi hvernig þeir haga sér gagnvart sjómönnum. Þeir fást ekki til að greiða íslensk kjör um borð, það er alger hliðstæða við þetta bílstjóramál í Hollandi.“ „Við erum ekki í neinu stríði við sjómenn. Þetta er bara raun- veruleikinn og svona er hann,“ seg- ir Pálmar. „Holland er stór umskip- unarhöfn og miklir flutningar fara þar um, við erum með ótal starfs- menn sem hafa ólík kjör enda koma þeir frá mismunandi löndum.“ frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 17. tölublað 8. árgangur Föstudagur 03.03.2017 Pólitískt mál, segir forstjóri Samskipa um lögreglukæru 18 24 38 10 Ökumennirnir búa og lifa eins og dýr KRINGLUNNI ISTORE.IS iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreingaraðili DJI á Íslandi Sérverslun með Apple vörur Mavic Pro Frá 169.990 kr. Phantom 4 Pro Frá 219.990 kr. Inspire 2 Frá 449.990 kr. © I nt er I K EA S ys te m s B .V . 20 17 Græn sending! 2.990,- Pottaplanta drekatré, H21cm Meiri atvinnu- þátttaka, hærri sjálfsmorðstíðni Reynsla annarra þjóða af starfs- getumati í stað örorkumats Betra að vera einstæð á Íslandi Fanný varð ástfangin af Íslandi við fyrstu sýn Kortafyrirtæki stórgræða á klámi Íslensku fyrir- tækin segjast gera greinarmun á klámi og sóðaklámi Pungar til sölu! Segir starfsmaður verkalýðsfélagsins, sem kærði Samskip til lögreglu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.