Fréttatíminn - 03.03.2017, Síða 10

Fréttatíminn - 03.03.2017, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Greiðslumiðlunarfyrir-tækið Borgun hefur meðal annars séð um greiðslukortafærslur fyrir viðskiptavini al- þjóðlega fyrirtækisins EMerchant- Pay sem er í eigu Íslendingsins Jónasar Ragnarssonar. Fyrir tæp- um fimm árum sleit greiðslumið- lunarfyrirtækið Valitor viðskiptum við fyrirtæki Jónasar vegna gagn- rýni frá VISA International og flutti fyrirtækið viðskipti sín yfir til Borg- unar í kjölfarið. Fyrirtæki Jónasar er umsvifamikið víða um Evrópu og kemur fram að það sjái meðal annars um greiðslukortafærslur fyrir fjárhættuspil á netinu en ljóst er út frá heimasíðu fyrirtækisins að það getur aðstoðað fyrirtæki með greiðsluinnlausnir í alls kyns starf- semi. Jónas stofnaði fyrirtækið árið 2002 þegar hann var nýhættur sem sparisjóðsstóri í Sparisjóði Hafnar- fjarðar. Fjármálaeftirlitið hefur kært Borgun til embættis héraðssak- sóknara, eins og komið hefur fram, vegna viðskipta þess við þrettán aðila þar sem Borgun kannaði ekki bakgrunn þessara erlendu fyrir- tækja. Nokkuð ljóst er að fyrirtæki sem eru viðskiptavinir félags Jónas- ar eru þar á meðal. Vanræksla fjár- málafyrirtækja á því að fylgja lög- um um varnir gegn peningaþvætti getur verið refsiverð. Fjármála- eftirlitið, í gegnum Sigurð G. Val- geirsson upplýsingafulltrúa, neit- ar að veita upplýsingar um hvaða fyrirtæki það voru sem Fjármála- eftirlitið setti út á að Borgun ætti í viðskiptum við. Jónas hefur ekki viljað veita Fréttatímanum viðtal þrátt fyrir beiðnir þar um í tölvupósti. Þegar Fréttatíminn hringir á skrifstofu EMerchantPay í London segir kon- an sem svarar um Jónas. „Ég veit ekki hvar hann er staðsettur og við getum aðeins komist í samband við hann í gegnum tölvupósti, því miður.“ Tekjurnar sexfölduðust Þegar Valitor hætti viðskiptum við þetta fyrirtæki Jónasar árið 2012 hafði Andri Valur Hrólfsson nýver- ið hætt sem framkvæmdastjóri al- þjóðlausna hjá Valitor. Hann var því framkvæmdastjóri hjá Valitor lung- ann úr tímanum þegar eMerchant- Pay var í viðskiptum við það. Andri Valur situr nú í stjórn eMerchant- Pay með Jónasi. Á meðan Andri Val- ur stýrði alþjóðadeild Valitor jukust tekjur félagsins af færsluhirðingu og bendir á að þegar hann var hjá Valitor hafi gilt mjög strangar reglur hjá færsluhirðingarfyrirtækjum um aðkomu að lyfsölu á netinu. „Klám er auðvitað talsvert mikill hluti af netviðskiptum. En ég veit ekki nákvæmlega hvað eMerchantPay gerir. Ég veit ekki til þess að þeir snerti klámið en ég get ekki svarið fyrir það. En þar fyrir utan finnst mér þessi umræða dálítið fíflaleg. Á Stöð 2 eru fjórar svæsnar klám- rásir, alveg svæsnar. Ef þú ferð inn á hótel á Íslandi er hvert eitt og ein- asta með þrjár til fimm klámrás- ir. Og það er ekkert elsku mamma og verið að haldast í hendur í bíóí. Klám er vaðandi úti um allt. Ég er ekkert að verja klám en ég veit ekki hvernig þetta er þarna hjá þeim,“ segir Andri Valur sem bætir við að- spurður að hann sem stjórnarmað- ur sé ekki meðvitaður um smáat- riðin í rekstrinum. „Þetta er bara alveg eins og með stjórnarmann í Skeljungi: Hann veit ekki um alla viðskiptavini sem kaupa bensín af félaginu. Það eru bara almennar mjög strangar siðareglur sem stjórn eMerchantPay fer yfir og þar með búið. Ekki nokkurt fyrirtæki vill láta taka sig í bólinu.“ Aðspurður um hvaða skoðun hann hafi á því almennt séð að færslu hirðingarfyrirtæki sé milli- liður í viðskiptum með klám á netinu segir Andri Valur að hann geri greinarmun á klámi og sóða- klámi. „Sóðaklám er ógeðslegt og það er auðvitað til á netinu. Ég á við barnaklám til dæmis. Ef fyrir- tæki er staðið að því að vera milli- liður í viðskiptum með barnaklám þá minnir mig að sektin sé 60 millj- ónir, bara hjá VISA. Það er svoleiðis sem er viðbjóður. Það þarf að passa sig mjög vel í netviðskiptum og eftir því sem ég best veit þá hefur eM- erchantPay gert það.“ Viðskiptabanki og stærsti hluthafi Íslandsbanki er stærsti hluthafi Borgunar með meira en sextíu prós enta hlut og er íslenska ríkið eigandi bankans í gegnum banka- sýslu ríkisins. Edda Hermannsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Íslandsbanka, segir að bankinn komi ekkert að rekstri Borgunar og geti ekki veitt svör um starfsemi þess. Aðspurð um hvort Íslandsbanki sé viðskiptabanki Borgunar, og þar með þátttakandi í viðskiptum fyrirtækins við við- skiptavini sína, segir Edda að hún geti ekki svarað spurningum um viðskiptavini bankans. Hins vegar má nánast fullyrða að Íslandsbanki sé viðskiptabanki Borgunar vegna eignarhluta fyrirtækisins í félaginu. Íslandsbanki hefur því óbeina að- komu að viðskiptum Borgunar sem viðskiptabanki og stærsti hluthafi fyrirtækisins. Haukur Oddsson, f ra m- kvæmdastjóri Borgunar, hefur ekki gefið Fréttatímanum færi á viðtali. Viðar Þorkelsson, fram- kvæmdastjóri Valitor, hefur heldur ekki viljað ræða við blaðið. Íslensku greiðslumiðlunarfyrirtækin Valitor og Borgun hafa bæði verið með fyrirtæki í viðskiptum sem VISA International hefur gagnrýnt. FME hefur vísað máli Borgunar til héraðssaksóknara vegna gruns um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti. Eitt af fyrirtækjunum sem átt hefur í viðskiptum við Borgun er eMerchantPay sem er í eigu Jónasar Ragnarssonar. Stjórnarmaður í fyrirtæki, sem byggði upp alþjóðleg kredikortaviðskipti Valitor, vill gera skýran greinarmun á net­ viðskiptum með „klám“ og „sóðaklám“. erlendis gríðarlega og sexfölduð- ustu meðal annars frá árinu 2009 til 2011 þegar þær fóru upp í 14 millj- arða króna eins og fjölmiðillinn Stundin hefur sagt frá. Í samtali við Fréttatímann seg- ir Andri Valur að ábyrgðin á að kanna bakgrunn fyrirtækjanna liggi ekki hjá eMerchantPay held- ur hjá færslu hirðingarfyrirtækinu - ábyrgð fyrrnefnda fyrirtækis- ins sé því engin. „Þetta gengur þannig fyrir sig að einhverjir aðilar sem vantar tækniþjónustu vegna greiðslna á netinu hafa samband við fyrirtæki eins og hjá Jónasi. Fyrirtæki Jónasar hefur svo sam- band við færsluhirðingaraðilann, í þessu tilfelli Borgun. Það er svo al- farið Borgunar að gera könnunina á viðskiptamanninum og ákveða hvort þeir taka viðskiptin eða ekki. Borgun hefur aðgang að upplýs- ingabönkum og öðru sem aðili eins og eMerhantPay hefur ekki.“ Ólíkar gerðir kláms En hvað er það í starfsemi fyr- irtækja eins og eMerchantPay sem eftirlitsaðilar eins og VISA International fetta fingur út í? Er það milliliður í viðskiptum með klám á netinu, eða jafnvel lyfseð- ilsskyld lyf. „Ég held að enginn nema vitleysingur komi nálægt því að selja lyf á netinu,“ segir Andri Borgun tók við viðskiptum sem eMerchantPay hafði áður stundað í gegnum Valitor og áttu þátt í því að tekjur Valitor af færsluhirðingu jukust mikið. Haukur Oddsson er framkvæmdastjóri Borgunar. „Sóðaklám er ógeðslegt og það er auðvitað til á netinu. Ég á við barnaklám til dæmis. Ef fyrirtæki er staðið að því að vera milliliður í við- skiptum með barnaklám þá minnir mig að sektin sé 60 milljónir, bara hjá VISA.“ Íslandsbanki er bæði viðskiptabanki Borgunar og stærsti hluthafi fyrir- tækisins þótt bankinn komi ekki að rekstrinum með beinum hætti. Bankinn nýtur því góðs af öllum viðskiptum Borgunar, líka þeirra sem orka tvímælis. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka. „Sóðaklám er ógeðslegt“ Andri Valur Hrólfs­ son segir að fær­ sluhirðingu tengda klámi vera stóra tekjulind sumra greiðslumiðlunar­ fyrirtækja. Einu sinni þótti ekkert sjálfsagðara en að bera fram veislumat í hlaupi við ólíklegustu aðstæður. Í dag vitum við betur. Það sama á við um tóbak. Tóbak er tímaskekkja. mottumars.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.