Fréttatíminn - 03.03.2017, Page 16
16 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017
„Ég hef alla fyrirvara á hugmynd-
um ráðherra þar sem fjölmörgum
spurningum er ósvarað. Það þarf að
meta fjárþörf samgöngukerfisins í
heild, forgangsraða fjárfestingakost-
um og umhverfis- og loftslagsmál
þurfa að vera rauður þráður í öllum
ákvörðunum til framtíðar. Borg-
arlína er sú framkvæmd sem úttekt-
ir sýna að muni hafa mest og best
áhrif á umferðina og umferðarflæðið
á höfuðborgarsvæðinu og á því að
vera í fyrsta forgangi að mati sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæðinu.“
Jón Gunnarsson tekur fram í svörum
sínum til Fréttatímans að könnun á
vegatollunum sé ennþá á frumstigi.
„Pólitískt sjálfsmorð“
Eitt af því sem Jonas Eliasson hefur
bent í í skrifum sínum um upptöku
slíkra tolla í Stokkhólmi árið 2006 er
hversu áhugavert það hafi verið að
sjá hvernig samstaða skapaðist um
tollana eftir tillfinningaríkar sam-
ræðu í samfélaginu þar sem stór orð
voru látin falla. „En kannski er það
jafnvel áhugaverðara að vegatollarn-
ir fóru frá því að vera mjög umdeild-
ir í upphafi, fóru í gegnum heitar og
flóknar pólitískar og lagalegar um-
ræður, meðal annars íbúakosningu
sem andstæðingar keyrðu í gegn, og
hafa nú öðlast stuðning meira en 2/3
hluta íbúanna. Vegatollarnir í Stokk-
hólmi fóru frá því að „dýrasta leið
í heimi til að fremja pólitískt sjálfs-
morð“ (svo upplýst sé um leynilegar
skoðanir þáverandi yfirmanns vega-
tollamála í Stokkhólmi) yfir í að vera
„vel heppnuð aðgerð“ að mati fjöl-
miðla sem fyrst um sinn voru mjög
gagnrýnir á tollana“ (Dagens Nyhet-
er, 22 júní , 2006).
Ekki er hægt að fullyrða neitt um
það á þessu stigi umræðunnar um
vegatolla á Íslandi hvernig sú sam-
ræða stjórnmálamanna, almennings
og hagsmunaðila hvers konar, muni
enda. Sagan frá Stokkhólmi sýnir
hins vegar að breið sátt getur mynd-
ast um vegatolla í einstaka borgum.
Munurinn á borgunum
Auðvitað er mikill munur á stærð
Stokkhólms og stærð Reykjavíkur.
Stokkhólmur er tíu sinnum stærri
þegar litið er til höfuðborgarsvæð-
anna tveggja, byggðin er miklu þétt-
ari og miðbærinn og nærliggjandi
hverfi eru miklu fjölmennari. Um 2/3
íbúa Stokkhólms búa innan svæð-
is vegatollahliðanna í borginni sem
er 35 ferkílómetrar að stærð. Innan
þessa svæðis eru 23 þúsund vinnu-
staðir þar sem vinna um 318 þúsund
manns - rétt aðeins minna en allur
íbúafjöldi Íslands - og búa 2/3 hlut-
ar þessa fólks utan tollahliðanna
og koma því inn á svæðið á hverj-
um degi. Miðborg Stokkhólms er því
allt öðruvísi en miðborg Reykjavík-
ur að þessu leyti. Þetta er ein helsta
ástæðan fyrir því að umferðartepp-
ur hafa myndast í vegakerfi Stokk-
hólms og út af þessu, meðal annars,
var vegatollunum komið á segir Eli-
asson. Vegagjaldið í Stokkhólmi er
líka kallað „þrengslaskattur“. Mið-
bær Stokkhólms er eins konar mið-
punktur sem dregur að sér mikinn
fjölda fólks frá nærliggjandi hverfum
og sveitarfélögum á degi hverjum,
svipað kannski og í San Francisco í
Kaliforníu.
Þá hafa almenningssamgöngur í
Stokkhólmi og nærliggjandi sveitar-
félögum einnig verið talsvert öfl-
ugari og hraðari en á höfuðborgar-
svæðinu á Íslandi sem ýtir undir
notkun á þeim. Neðanjarðarlest er í
borginni og eins lestarkerfi ofanjarð-
ar sem hvort tveggja er mjög skil-
virkt. Farþegafjöldi Strætó í Reykja-
vík hefur hins vegar einnig aukist
á hverju ári um nokkurra ára skeið
- meðal annars um 5 prósent á milli
áranna 2013 og 2014 - og verður að
Atlandshafsvegurinn
tengir saman sjávar-
þorpin í Mæri og Raums-
dal eftir skerjum og
eyjum. Þessi vegur er af
mörgum talinn fegursti
vegur jarðar, bæði er
vegastæðið og útsýnið
stórkostlegt og magnað
hvernig brýr eru látnar
taka undir umhverfið.
Tveir þriðju hlutar kostn-
aðar við uppbyggingu
vegarins voru greiddir úr
opinberum sjóðum, með-
al annars úr atvinnu-
tryggingarsjóði, en fjórð-
ungur var fjármagnaður
með vegatollum. Rétt
fyrir síðustu aldamót var
sá hluti að fullu greidd-
ur og vegatollurinn féll
niður. Atlandshafsveg-
urinn er því einn fárra
þjóðvega í Noregi sem
ekkert kostar að keyra,
en óvíða eru vegatollar
útbreiddari en þar.
teljast líklegt að vegatollar í borginni
myndu enn frekar ýta undir þessa
þróun samhliða því sem meðvitund
fólks um umhverfismál mun aukast
almennt séð ef sama verður upp á
teningnum í Reykjavík og í Stokk-
hólmi. Eitt af því sem hefur vakið
athygli Jonas Eliasson er nefnilega að
bílaumferðin í Stokkhólmi minnkaði
um 5 til 10 prósent eftir að reynslu-
tíma vegatolla lauk árið 2006 og þar
til ákveðið var að hefja gjaldtökuna
aftur árið 2007. Tilgáta Eliasson er
sú að upptaka vegatolla breyti sam-
gönguvenjum fólks í borgum.
Ráðleggingar til Íslendinga?
En hvaða ráðleggingar getur Jonas
Eliasson gefið Íslendingum í um-
ræðunni um vegatollana sem nú
hefur hafist að nýju og mun fara
fram eftir því sem Jón Gunnarsson
og ráðuneyti hans kynna hugmynd-
ir sínar um málið?. „Tvær mikilvæg-
ustu ráðleggingarnar sem ég get
gefið er að rannsaka nákvæmlega
hvert markmiðið er með vegatoll-
unum. Algengasta markmiðið er að
minnka umferðarþrengsli en aukin
loftgæði getur líka verið mikilvægt
markmiðið. Svo er það kostnaður-
inn við þetta. Svona kerfi geta verið
mjög dyr og þau verða að vera hag-
kvæm og það þarf að vera ljóst að
peningarnir sem koma inn í gegn-
um kerfið séu nægjanlega miklir.
Upptaka vegatolla eingöngu sem
fjármögnunaraðferðar fyrir ríkið er
sjaldan nægjanlega góð ástæða til að
taka upp vegatolla. Noregur er ágætt
dæmi um þetta þar sem norska rík-
ið hefur ákveðið að sveitarfélög eða
fylki sem innheimtir vegatollana fær
að halda þeim peningum. Þannig að
sveitarfélag sem fær 100 milljónir í
vegatolla fær að halda þessum 100
milljónum. Þetta skapar því hvata
fyrir einstaka fylki að byrja að inn-
heimta vegatolla. Ég mæli ekki með
þessu kerfi þar sem hvatarnir til að
innheimta vegatollana eru ekki rétt-
ir. Þetta er mjög skrítið kerfi og er
ástæðan fyrir því að vegatollar eru
innheimtir svo víða í Noregi,“ segir
Jónas en hann er mjög gagnrýnin á
þá þróun sem verið hefur í Noregi
þar sem mjög litlar borgir - allt nið-
ur í 13 þúsund íbúa - hafa farið að
innheimta vegatolla til að fjármagna
sveitarfélögin.
Mynd | Shutterstock
NÝ GÆLUDÝRAVERSLUN OPNAR Í FIRÐI HAFNARFIRÐI
KOMDU MEÐ GÆLUDÝRIÐ
ÞITT Í HEIMSÓKN
OPNUNARTILBOÐ FRÁ FIMMTUDEGI TIL LAUGARDAGS