Fréttatíminn - 03.03.2017, Síða 38

Fréttatíminn - 03.03.2017, Síða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | FÖSTUDAGUR 3. MARS 2017 Mangóbolla sló í gegn Það voru eflaust einhverjir sem borðuðu yfir sig af rjómabollum á bolludaginn, enda er það samfé- lagslega viðurkennt þennan eina dag á ári. En það eru ekki allir sem leggja í rjómann og súkkulaðið og kjósa að útbúa hollari útgáfu af bollunum. Hlédís Sveinsdóttir ákvað að prófa sérlega skemmtilega útfær- slu af bollum þetta árið en þær gerast varla hollari. Bollan sjálf var heilt mangó skorið í tvennt og í stað rjóma og sultu setti hún vatnsmelónu á milli. „Svo spændi ég 70 prósent súkkulaði yfir og dóttir mín var sjúk í þetta. Hún fékk sér tvær,“ segir Hlédís, en það er væntanlega vísbending um að tilraunamennskan hafi heppnast vel. „Þetta var bara skyndihugdetta. Ég átti bæði mangó og melónu og datt þetta í hug. Ég er alltaf að reyna að smita ekki vondum hefð- um frá mér til dóttur minnar. Það þarf ekki alltaf að vera beinharð- ur sykur. Ekki það að við fengum báðar bollu. Hún í leikskóla og ég í vinnunni.“ Þessar bollur ætti að vera óhætt að borða allan ársins hring án þess að fá nokkuð samviskubit. | slr Gómsæt, girnileg og meinholl. Íslenskukennarinn Guðjón Ragnar leik- ur kennarann káta í uppfærslu leikfélags MR sem frumsýnd er í dag. Guðjón segist ekki vita til þess að kennari hafi áður leik- ið í með leikfélaginu og er sáttur með ráðahaginn. Bryndís Silja Pálmadóttir bryndis@frettatiminn.is Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík, Herranótt, hefur í gegnum tíðina sett upp fjölbreyttar leiksýn-ingar. Föstudaginn 3. mars verður söngleikurinn West Side Story frumsýndur. Það eru þó ekki einungis nemendur sem munu standa á sviðinu í Gamla bíó heldur mun íslensku kennari þeirra, Guðjón Ragnar Jónasson einnig stíga á stokk sem kennarinn káti. „Ég tók því vel þegar ég var beðinn um að taka þátt en ég veit ekki til þess að þetta hafi áður ver- ið gert,“ segir Guðjón sem hefur kennt í MR í átta ár. „Ég hef stund- um kennt valáfanga sem heitir Líf og leikhúsmenning og ég var með einhverja leikræna tilburði í tímum þannig þau sögðu að ég yrði endilega að koma og leika.’’ Guðjón var að eigin sögn örlítið hikandi við að koma og leika en ákvað svo að slá til. Sara Líf Sigsteinsdóttir formað- ur Herranætur segir hugmyndin um að fá kennara inn hafi komið til í gríni en leikstjórinn hefði svo bara tekið vel í þetta. „Okkur datt Guðjón strax í hug því hann er mjög hrifinn af Herranótt og mætir á allar sýningar og svoleið- is. Þetta heldur, heldur betur uppi sýningunni og gefur henni nýjan karakter,“ segir Sara. „Ég er kátur kennari í sýn- ingunni og ég er glaður að eðlis- fari,’’ segir Guðjón, sáttur með hlutverkið. Að sögn Söru eru margir MR-ingar og gamlir nem- endur Guðjóns spenntir að sjá hann í hlutverkinu. Hún kveðst hrifin af því að halda áfram að fá kennara inn í sýningar. Erfitt er að átta sig á hvor eru ánægðari með ráðahaginn, Guðjón eða nemendurnir en Guð- jón segir sjálfur sannan heiður að fá að vera með í sýningunni. Samband nemenda og kennara er öðruvísi í leikhúsinu og bæði Sara og Guðjón eru á því að það sé gaman að kynnast á annan hátt. „Þetta er mjög skemmtilegt og sýnir honum líka hvað það er mikil vinna fyrir nemendur að vera í Herranótt,“ segir Sara og bendir á að stund- um aðstoði Guðjón nemendur baksviðs ef próf eru nærri. Guðjón dregur þó vissar línur, þrátt fyrir að hitta krakkana á nær hverju kvöldi þessa dagana. „Ég tek nú ekki þátt í félagslífinu, þó að mér sé alltaf boðið með,“segir Guðjón og hlær dátt. „Ég mæti bara þegar mér er sagt“ Guðjón kennir íslensku í MR og leikur kennarann káta í leikriti Herranætur West Side Story. Mynd | Hari Ég hef stundum kennt valáfanga sem heitir Líf og leikhúsmenning og ég var með einhverja leikræna tilburði í tím- um þannig þau sögðu að ég yrði endilega að koma og leika. Nú þegar mars er runninn upp förum við ef- laust að sjá fleiri og fleiri herramönnum með yfirvaraskegg bregða fyrir á götum bæjar- ins. Það er vissulega einn og einn sem skart- ar góðri mottu allan ársins hring, en margir taka sig til í mars og leyfa skegginu á efri vörinni að vaxa til að vekja athygli á Mottu- mars, árlegu átakssverkefni Krabbameins- félagsins, tileinkuðu baráttunni gegn krabba- meini í körlum. Sjálfur mottudagurinn verður haldinn hátíðlegur 10. mars næstkomandi og þá eru allir landsmenn, karlar jafnt sem konur, hvattir til að leyfa karl- mennskunni að njóta sín. Það eru ekki allir sem geta safnað yfirvaraskeggi og því er um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að ráða för. Skörtum öllu mögu- legu tengdu karlmannin- um; fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi eða öðru því sem hægt er að grípa í. Á heimasíðu Krabbeins- félagsins er hægt að kaupa ýmsa hluti sem hægt er að skreyta sig mig og einnig gjafavörur til styrktar fé- laginu. Mottumars-golfpungurinn er til að mynda skemmtileg tækifærisgjöf fyrir golfarann. Pungurinn inniheldur tvær golfkúlur og á honum er hanki svo hægt er að hengja hann á golfpokann. Pungurinn kostar litlar 2990 krónur og ættu því flest- ir að geta pungað út fyrir honum. | slr Pungur gegn krabbameini Mottumars er hafinn og skeggvöxtur karlmanna eykst. Sniðug gjöf handa golfara eða grínara. Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hugum fólks, minningar sem festar hafa verið á filmu sem gott er að horfa á stöku sinnum. Sigurlaug Thorarensen deilir með Fréttatímanum ljós- mynd sem lýsir vetrinum vel. Snjórinn sem heldur Reykjavík í heljargreipum þessa dagana fer varla framhjá neinum. Sumir taka snjónum fagnandi, skella sér í snjógallann og hlaupa út. Aðrir bölva honum og vilja helst leggj- ast í híði fram að vori. Flestir eru hinsvegar akkúrat þarna mitt á milli. Sigurlaug Thorarensen tón- listar- og kaffigerðar kona smellti af mynd sem lýsir snjónum vel og deilir henni með Fréttatímanum. Hún tók myndina eldsnemma á sunnudagsmorgni eftir að snjór hafði fallið alla nóttina og gripið Reykjavík í mjúkt fangið á sér. Á myndinni sést vel hvernig fönnin hef- ur tekið yfir borgina og trén eru að sligast undan þung- anum. „Hún lýsir bæði myrkrinu og mögulegu skammdegisþung- lyndinu en á sama tíma ljósinu og léttleikanum í snjóþungri glugga- sýninni,“ segir Sigurlaug sem tók myndina út um glugga á heimili sínu í miðbæ Reykja- víkur. „Mér finnst þannig vera á myndinni ákveðnar and- stæður.“ Svipuð augnablik og Sigurlaug festi á filmu hafa eflaust átt sér stað víða um land í vikunni. Þegar lands- menn risu úr rekkju, litu út um gluggann og fundu fyrir blendnum tilfinningum yfir snjó- þyngslunum. | bsp Augnablik úr Reykjavík Andstæður í Reykjavík.Mynd | Sigurlaug Thorarensen af öllum vetrarfatnaði 1-6 mars Mikið úrval af úlpum-skóm-húfum og vettlingum

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.