Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 8
Samfélagið
þéttara
Mike hefur búið á Íslandi í þrjú
ár. Þegar hann er ekki í Skaftafelli
að vinna er hann hjá kærustunni
sinni í Reykjavík.
„Ég vissi ekkert um Ísland en bæði
vinnan og landið virtust vera æv-
intýri. Ég hafði ekki lært mikið
um Ísland í skóla, en ég vissi að
hér væri kalt og lítið af fólki og
svo vissi ég mikið um Skaftafell,“
segir Mike Walker frá Washington
fylki í Bandaríkjunum. Mike kom
fyrst til Íslands fyrir þremur árum
til þess að vinna sem leiðsögu-
maður í Skaftafelli. Í upphafi bjó
hann ekki á landinu allt árið en nú
hefur hann komið sér vel fyrir í
Skaftafelli og Reykjavík.
„Ég hitti íslenskan mann þegar
ég var að vinna í Austur-Asíu sem
benti mér á vinnu á Íslandi sem
leiðsögumaður og mælti með
mér. Ég kom hingað þar af leið-
andi á vinnu-vísa.“ Mike dvelur í
Skaftafelli yfir sumarið og á vet-
urna er hann þar helming tímans.
Þegar hann er ekki í Skaftafelli
fer hann til Reykjavíkur þar sem
kærastan hans býr, en hún er ís-
lensk og þau skötuhjú kynntust í
Skaftafelli.
„Ísland er mjög ólíkt Bandaríkj-
unum. Það er ákveðin tilfinning
fyrir þéttara samfélagi, kannski er
það Skaftafell en mér líður eins og
samfélagið hér sé samrýmdara.“
Mike stefnir á að vera á Íslandi
áfram, enda búinn að koma sér vel
fyrir og kominn með landvistar-
leyfi í lengri tíma.
8 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017
Getur ekki
ímyndað sér að
búa í Kópavogi
Nastasia frá Þýskalandi vinnur
hjá fyrirtækinu True North og
býr í 101.
Nastasia Cze frá Þýskalandi flutti
til Íslands árið 2012 með þáver-
andi kærasta sínum. Hún flutti svo
aftur heim til Þýskalands um tíma,
en sneri aftur til Íslands vegna at-
vinnutilboðs í fyrrasumar. „Fyrr-
verandi kærastinn minn er ís-
lenskur og við kynntumst í Berlín.
Hann vildi flytja aftur til Íslands
og ég hugsaði eiginlega ekkert um
það, ég sagði bara „jájá allt í lagi,
ég kem með,“ svo ég kom hingað.“
Nastasia vann þá á veitingastað
í miðbæ Reykjavíkur og bjó á ýms-
um stöðum á höfuðborgarsvæð-
inu. „Það var mjög spennandi og
gaman að flytja til lands án þess
að vita neitt um það,“ Hún sneri
svo aftur til Þýskalands þar sem
það var of flókið að sinna námi við
þýskan háskóla héðan. Í fyrra-
sumar sneri hún svo aftur á eigin
forsendum og er mjög ánægð með
það. „Mér var boðin vinna hjá fyr-
irtækinu True North og ég flutti
aftur til Íslands útaf því. Það var
öðruvísi að flytja hingað á eigin
forsendum vegna vinnu sem ég
var að fara í.“ Nastasia ætlar að
búa áfram á Íslandi og vill halda
áfram að læra íslensku og koma
sér betur fyrir í samfélaginu. Hún
býr núna í miðbæ Reykjavíkur og
vill handa því áfram.
„Þar sem Reykjavík er svona
lítil borg þá er mjög flókið að búa
ekki miðsvæðis. Það er gott að
búa í miðbænum, þá geturðu bara
hoppað út og hitt vini þína. Ég
gæti ekki ímyndað mér að búa í
Kópavogi,“ segir Nastasia sem eftir
stutta umhugsun segir flesta vini
sína vera íslenska.
Nikolas finnst gott að búa á miðri
leið milli heimaborga sinna, New
York og Prag.
„Mig hefur langað til að búa hér
frá því að ég sá Ísland úr lofti á leið
minni frá Prag til New York. Það
var ekki eitt ský á himni og landið
leit bara svo ótrúlega út,“ segir
Nikolas Haeley.
Nikolas er fæddur í Prag, heima-
borg móður sinnar, en ólst upp í
New York, heimaborg föður síns.
Foreldar hans eru skilin í dag og
lítur hann á Ísland sem góðan stað
til að búa á, akkúrat miðja vegu
milli þeirra tveggja heima sem
hann kemur úr. „Það er næst-
um jafnlangt héðan til móður-
fjölskyldu minnar og föðurfjöl-
skyldunnar, svo landfræðilega
hentar Ísland mér vel en það var
eitthvað sérstakt sem togaði mig
hingað. Mig langaði til að búa hér
löngu áður en ég lenti á eyjunni og
eftir að ég lenti get ég ekki farið,“
segir Nikolas sem kom fyrir rúmu
ári. Hann byrjaði á því að búa á
tjaldstæðinu í Laugardal, ferðaðist
svo um landið og vann hér og þar
en fann sér svo herbergi til leigu í
Laugardalnum. „Ég var að koma
úr prufu á kaffihúsi og vonast til að
fá vinnu þar en svo er draumurinn
að fara í Listaháskólann í haust.
Þegar ég ferðaðist um landið varð
ég svo heillaður af fegurðinni að
ég byrjaði að mála en mig langar
frekar í arkitektúr því það er skap-
andi en gefur um leið af sér til
samfélagsins. Ég hef aldrei haft
jafn mikinn metnað til að skapa og
gera eitthvað við líf mitt eins og á
Íslandi, þess vegna vil ég vera hér
áfram.“
Mike vinnur sem leiðsögumaður
í Skaftafelli.
Heimsborgin
Reykjavík
Reykjavík hefur á undraskömmum tíma
breyst úr þorpi í heimsborg. Í dag er fjórði
hver Reykvíkingur á þrítugsaldri með erlent
ríkisfang. Flesta dreymir viðmælendur
okkar um að fara ekki neitt heldur setjast
hér að, helst miðsvæðis því þar er lífið.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Bryndís Silja Pálmadóttir
bryndís@frettatiminn.is
„Ég sagði bara „ Jájá, allt í lagi, ég kem
með“ svo kom ég hingað.“ Mynd | Hari
„Ég var að koma úr prufu á kaffihúsi
og vonast til að fá vinnu þar en svo er
draumurinn að fara í Listaháskólann í
haust.“ Mynd | Hari
Fann metnaðinn á Íslandi
Yfir fimmtungur fólks á aldrinum 26
til 34 ára í Reykjavík er með erlent
ríkisfang. Í kringum þrítugt, frá 29
til 31 árs, fer hlutfallið yfir fjórðung.
Hagstofan birtir ekki upplýsingar um
skiptingu erlendra ríkisborgara eftir
aldri og hverfum í Reykjavík, en af
heildartölunum má sjá að innflytjendur
skiptast ólíkt eftir hverfum. Flestir búa
í efra Breiðholti, 27,5 prósent íbúanna,
og næstflestir búa miðsvæðis. Ef við
gerum ráð fyrir að unga fólkið skiptist
eins má reikna með að yfir 40 prósent
ungs fólks um þrítugt í miðbænum og
næstu hverfum sé með erlent ríkisfang,
ekki annar hver íbúi en nærri því.
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
VILNÍUS Í LITHÁEN
Vilníus er eins og margar aðrar borgir í
Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir
því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins
1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco.
Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í
gamla bænum og gamli byggingastíllinn
blasir hvarvetna við.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
DÆMI UM BORGIR