Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 52
12 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017HEIMILI&HÖNNUNARMARS
Elsta starfandi
steinsmiðja landsins
Hjá fyrirtækinu er mikil verkþekking og framleiðslugeta til að takast á við stór og fjölbreytt verkefni.
Unnið í samstarfi við S. Helgason
Sérstaða fyrirtækisins liggur í fjölbreytileika framleiðslunnar, vinnslu á íslensku hráefni og
sérsmíði hverskonar,” segir Ásgeir
Nikulás Ásgeirsson sölustjóri hjá
S. Helgason.
Marmarinn vinsæll
Þegar Ásgeir er spurður að því
hvort hann greini sérstaka tísku-
strauma í dag, segir hann.
„Það eru tískustraumar og
„trend“ í náttúrusteini eins og svo
mörgu öðru til að mynda hef-
ur marmarinn verið mjög vinsæll
síðastliðin 2-3 ár. Hér áður fyrr
var mest um ljósan marmara með
gráum æðum, t.d. Bianco Carrrara
en í dag er verið að taka marmara
ýmsum litum, svörtum, grátóna,
brúnum. Yfirborðsvinnsla er
einnig orðin fjölbreyttari en hún
var. Pólerað yfirborð hefur verið
algengast en nú er orðið mikið um
svokallaða leðuráferð sem er mött
og lítið eitt ójöfn. Einnig geta við-
skiptavinir valið um matt yfirborð,
eldsprengt og fleira.“
Íslenskar flísar
á þekktum byggingum
Mikið af þekktum íslenskum
byggingum bera flísar fá
S. Helgassyni. Eru flísarnar
framleiddar innanlands ?
„Stór hluti framleiðslu
S. Helgasonar er flísaframleiðsla
úr íslensku hráefni. Flísar úr blá-
grýti hafa verið mikið notaðar, t.d.
í Hörpu tónlistarhúsi og í flugstöð
Leifs Eiríkssonar sem gefur þeim
góða einkunn hvað varðar styrk
og slitþol, aðalsmerki þeirra er þó
útlitið. Í flugstöðinni eru einnig
líparítflísar á veggjum. Líparítið er
litfagurt, rauðgult, kemur austan
úr Rauðuskriðum á Djúpavogi
og hentar betur á veggi en gólf.
Gabbró er grænleitt efni og er
bygging Seðlabankans klædd með
því að stórum hluta. Við framleið-
um einnig flísar úr grásteini og eru
þær víðsvegar að finna, t.d. inni á
Kjarvalsstöðum. Íslensku flísarnar
eru samkeppnishæfar í verðum við
ýmsar granít- og marmaraflísar,“
segir Ásgeir.
Flísar frá öllum heimshornum
Hvaðan koma þær flísar sem þið
flytjið inn?
„Granítið og marmarinn sem við
flytjum inn kemur að langstærst-
um hluta frá Ítalíu. Granítið kemur
allstaðar að úr heiminum en er
fullunnið á Ítalíu í borðplötuþykktir,
flísar o.s.frv.
Marmarinn sem við flytjum
inn er að stærstum hluta ættað-
ur frá Ítalíu, Carrara, Calacatta,
Stattuario Venato. Einnig erum
við með marmara frá Tyrklandi,
Þýskalandi, Spáni og fleiri löndum.
Viðskiptavinir okkar eru í meira
mæli að velja marmarann, hann
hefur þetta klassíska yfirbragð, er
tímalaus og fegrar hvert heimili.“
Legsteinar í
ýmsum útfærslum
Legsteinar hafa verið fyrirferðar-
miklir í framleiðslu S. Helgason frá
upphafi. Um þá segir Ásgeir.
„S. Helgason býður upp á leg-
steina úr graníti og marmara en
sérstaðan liggur í smíði á legstein-
um úr íslensku hráefni. Stuðlaberg
hefur lengi verið vinsælt í
legsteina enda fer þar saman
mikið veðrunarþol og fjölmargir
möguleikar í útfærslu. Sumir
kjósa að fá óunna stuðlabergs-
dranga á meðan aðrir velja meira
unna steina en þá koma fram
fallegar æðar sem myndast hafa
við storknun og gefa legsteininum
mikinn svip og engir tveir steinar
eru eins. Gabbró og líparít eru
einnig mikið teknir og þykja mikil
prýði. Meðfram legsteinasmíðinni
sinnum við hinni ýmsu þjónustu
er tengjast viðhaldi steinanna. Við
málum í letur sem farið er að dofna
og réttum af steina sem farnir eru
að skekkjast. Einnig er mikið um
að við bætum við áletrun á eldri
steina.“
Í hverju felst
velgengi S.Helgason?
„Hvort sem um er að ræða
borðplötur eða legsteina þá
leggjum við mikinn metnað í að
skila vönduðu og fallegu verki til
viðskiptavina okkar, þar liggur
farsæld undangenginna 65 ára,“
segir Ásgeir.
Ásgeir Nikulás Ásgeirsson, sölustjóri og
Brjánn Guðjónsson, framkvæmdastjóri.
Mynd | Hari