Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 2
Gunnar Valur Sveins- son hjá SAF segir lítið stoða að ræða við verkalýðsfélagið eða Vinnumálastofnun. Menn eru að leika á kerfið, segir Hlífar Þorsteinsson hjá Austfjarðaleið. „Við höfum fengið að vita að þeir greiði bílstjóranum pólsk laun, um 5000 krónur fyrir daginn,,“ segir Haraldur Þór Teitsson. Árni Finnsson segir að skýrsla ráðherrans marki tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni séu íslensk stjórnvöld að viðurkenna að stóriðjustefnan sé gjaldþrota. 2 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Með því að nýta vörubíl-stjóra frá Austur-Evrópu til aksturs í Hollandi og öðrum Vestur-Evrópu- löndum og greiða þeim laun langt undir samningsbundnum launum er Samskip bæði að misnota að- stæður fólks frá láglaunasvæðum Austur-Evrópu og brjóta niður kjör launafólks í vestrinu. Og skipt- ir þá engu hvort bílstjórarnir séu ráðnir til verksins af Samskip eða séu samningsbundnir undirverk- tökum, sem aftur eru samnings- bundnir Samskip. Það er óásættanlegt að hluti verkafólks á Vesturlöndum fái lægri laun en samningar og/eða lands- lög segja til um. Með því er verið að mismuna fólki eftir uppruna, misnota aðstæður fólks í erfiðum aðstæðum og brjóta á því rétt. En ráðning fólks á lægri launum grefur líka undan launakjörum alls verka- fólks á Vesturlöndum og skaðar samfélagið. Samfélög Vesturlanda byggðust upp eftir seinna stríð á samfélags- sáttmála um víðtæk mann- réttindi, öflugt velferðarkerfi og mannsæmandi lífskjör fyrir alla. Með lækkun skatta á fyrirtæki og fjármagn, tækifæri til umtalsverðra skattaundanskota og til að komast hjá eðlilegum launagreiðslum hef- ur verið grafið undan samfélögun- um. Með því að aðlaga samfélög- in, lagaumhverfið, réttarverndina og skattheimtuna fyrst og fremst að þörfum fyrirtækja hefur í raun verið grafið undan lífskjörum og réttindum venjulegs fólks. Hagsmunir almennings og fyr- irtækja fara aðeins saman þegar rekstur fyrirtækja er beislaður svo hann þjóni hagsmunum almenn- ings. Þessu getur ekki verið öfugt farið. Gunnar Smári GEGN FÓLKI Umhverfismál Loftslagsmálin á Íslandi eru í algerri steik en þrátt fyrir það trúir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra því að Ísland geti orðið forysturíki í loftslagsmálum. Þetta segir Árni Finnsson formaður Nátt- úruverndarsamtaka Íslands. Hann bendir á að það sé algerlega óvíst að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Kyoto fyrir árið 2020 eða Parísar- samkomulagið fyrir árið 2030. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Árni Finnsson segir að skýrsla um- hverfisráðherrans um stöðu og stefnu Íslands í loftslagsmál- um marki tímamót að því leyti að í fyrsta sinn í sögunni séu íslensk stjórnvöld að viður- kenna að stóriðjustefnan sé gjaldþrota. Ástandið sé svo svart að Ísland geti, ef að líkum lætur, ekki stað- ið við alþjóðlegar skuld- bindingar nema til komi verulegt og kostnaðarsamt átak. Hann furðar sig á því að ráðherrann klykki út með því að detta í gamla spunann um að Íslendingar geti orðið forystuþjóð í loftslagsmálum. „Ástandið er afar tæpt hér heima og það er óþarfi hjá nýjum ráðherra að koma til móts við fyrirrennara sína í embætti, þau Sigrúnu Magnúsdóttur og Sigurð Inga Jóhannsson, sem gerðu nánast ekki neitt í loftslagsmál- um.“ segir hann. Árni segir að stjórnvöld hafi hingað til slegið um sig með frösum og veifað töfralausnum framan í fólk. Skýrslan taki af öll tvímæli um að endurheimt votlendis, muni ekki draga úr losun fyrir árið 2020. Þá sé ekki hægt að binda kolefni með skógrækt og land- græðslu, að því marki sem menn hafi látið sig dreyma um. ESB setji þak á það hvað ríki geti notað kolefn- isbindingu mikið til að mæta kröfum um samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda. „Áherslan þarf því að vera á að draga úr mengun. Engar töfra- lausnir eru í boði,“ segir hann. Ráðherra dettur í gamla spunann Ísland getur að líkindum varla staðið undir alþjóð- legum skuldbindingum en ráðherra telur að það geti samt tekið forystu í loftslags- málum. Ástralía & Nýja-Sjáland sp ör e hf . Fararstjóri: Guðrún Bergmann Án nokkurs vafa eru Ástralía og Nýja-Sjáland með mest heillandi áfangastöðum ferðamannsins. Hér njótum við stórfenglegs landslags, allt frá svipmiklum eyðimörkum til frjósamra regnskóga, kóralrif, hverasvæði og landslag úr Lord of the Rings ásamt því að kynnast menningu og mannlífi sem á sér enga hliðstæðu. 6. - 29. nóvember Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Allir velkomnir á kynningarfund 6. mars kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Samfélagsmál „Ég ætla að segja honum frá því hvað við höfum mátt þola síðustu tíu árin,“ sagði Tinna Brynjólfsdóttir, rétt áður en hún fór á fund með Guðna Th. Jóhannessyni í gærdag. Tinna vakti mikla athygli á fimmtu- daginn þegar hún birti opið bréf á Vísir.is og gagnrýndi forsetann fyrir að neita að hitta sig. Tinna er eiginkona Magnúsar Arnars Arngrímssonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Glitnis banka. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild sína að BK-44 málinu svokallaða. Hann, ásamt nokkrum öðrum, var sakfelldur fyrir um- boðssvik í Hæstarétti í desember árið 2015 í tengslum við 3,8 millj- arða króna lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Hann hóf afplánun í fangelsinu á Akureyri síðasta sumar. Guðni Th. neitaði að hitta Tinnu á þeim forsendum að hann taldi sig ekki getað hlutast til um mál einstaklinga sem telja á sér brotið í stjórnkerfinu. Málið vakti mikla athygli í vik- unni, en aðspurð sagði Tinna að viðbrögðin hefðu ekki komið sér á óvart. Þau hefðu verið neikvæð og ósanngjörn að hennar mati. Hún segist ekki hafa ætlast til þess að forsetinn hlutaðist til í málinu, en hún teldi rétt að hann heyrði hvað fjölskylda hennar hefði mátt þola þessi síðustu tíu ár. | vg Kjaramál Fyrirtæki í ferðaþjón- ustu leigja rútur og bílstjóra af pólskum fyrirtækjum fyrir um 500 evrur á sólarhring.“ Við vit- um af þessu og lítum það alvar- legum augum, segir Gunnar Valur Sveinsson verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Erlend fyrirtæki eru að flytja inn bæði rútur og bílstjóra og leigja fyrirtækjum fyrir smápeninga. Eft- irlitið er ekki nógu öflugt og þótt við höfum bent bæði ríkisskattstjóra og Vinnumálastofnun á þetta, virðist lítið gerast í málinu,” segir Gunnar Valur. “Önnur fyrirtæki geta ekki keppt við þetta hræódýrara vinnu- afl og þeir sleppa líka við skatt- greiðslur. Við vissum um 5 til 10 rút- ur í fyrra og búumst frekar við að þeim fjölgi í sumar ef ekkert gerist.“ „Við höfum fengið að vita að þeir greiði bílstjóranum pólsk laun, um 5000 krónur fyrir daginn, þeir sofa á gistiheimilum með ferðamönnum í lengri ferðum, annars bara í bíln- um,“ segir Haraldur Þór Teitsson framkvæmdastjóri rútufyrirtækis- ins Teits Jónassonar. „Við höfum orðið varir við þessi fyrirtæki og að þessi þjónusta standi til boða. Auðvitað er þetta mikið áhyggjuefni ef menn ætla að ryðjast inn á markaðinn í stór- um stil. Eftirlitið virðist vera nán- ast ekki neitt,“ segir Sveinn Matthí- asson flotastjóri Kynnisferða. „Það er náttúrulega bara skelf- ing, þessir menn kunna ekki á ís- lenskt veðurfar og aðstæður. Ég hef heyrt að þetta sé að færast í vöxt og við verðum auðvitað vör við að það koma oft erlendir rútubílar til landsins og bílstjórarnir eru oft í vandræðum þegar veðrið breytist. Menn eru að leika á kerfið, það er enginn vafi,“ segir Hlífar Þorsteins- son hjá Austfjarðaleið. Haraldur segist hafa fengið tilboð um að leigja slíkar rútur með bíl- stjóra en ávallt hafnað því. Það sé hinsvegar ótti hjá bílstjórum um að þetta ógni starfsöryggi þeirra enda eru pólsku bílstjórarnir að fá brot af launum hinna: „Þeir hafa af þessu þungar áhyggur, að pólskir starfs- bræður þeirra fái störfin fyrir miklu minni pening,“ segir hann. „Þetta er auðvitað mjög freistandi fyrir fyrirtæki í þessum rekstri. Þarna eru háar fjárhæðir í húfi.“ Hann segist hafa rætt þessi mál, bæði við Eflingu og ASÍ. „Ég hef ekki orðið var við mikinn áhuga, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé satt að segja ekki muninn á þessu og því sem Samskip í Hollandi eru kærðir fyrir. Ég hef ekki orðið var við að þessi fyrirtæki hafi nokkurn tímann fengið tiltal nema ef þau aka ekki samkvæmt ökurita.“ Pólskir bílstjórar sem keyra fyrir 5000 krónur á dag Rútur og bílstjórar frá Pólllandi eru leigðar út fyrir 500 Evrur á dag. Bíl- stjórnarnir fá 5000 krón- ur íslenskar i sinn hlut. Fékk að hitta forsetann að lokum Tinna Brynjólfsdóttir ætlaði að segja forsetanum hvað hún hefur mátt þola síðustu tíu árin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.