Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 30
Wolf Alice er snoppufrítt og áheyranlegt band – en bitlaust í viðtölum. ildamynd sem fylgir bandinu Wolf Alice eftir á túr um Bretlandseyj- ar. Winterbottom var eitthvað að- eins seinn fyrir – en aðalleikar- inn James McArdle var mættur og það var í raun forvitnilegasti hluti spjallsins. Aðalleikarinn já, þetta er nefnilega bræðingur heimilda- myndar og leikinnar, að því leyti að Winterbottom býr til hliðarsögu þar sem einn rótarinn á í ástarsam- bandi við aðstoðarkonu bandsins. Það var forvitnilegt að heyra hann lýsa því hvernig það er að leika í heimildamynd, sem kall- ar á allt öðruvísi nálgun. En þótt ástarsaga hans og mótleikkonu hans hafi verið það skásta við myndina (og þar er eina kynlíf- ið – annars hefði þetta bara verið rokk) reis það ekki hátt – og þótt þetta hefði getað verið djarft út- spil þá virkaði það frekar eins og það ætti að koma í staðinn fyrir þá staðreynd að við náum aldrei að komast nálægt bandinu sjálfu. Músíkin er ágæt – töluvert betri samt í tölvunni heima heldur en á tónleikaupptökunum í myndinni – en hljómsveitarmeðlimirnir virð- ast vera frekar karakterlausir. Þeir eru að minnsta kosti ekki sérlega gefandi þegar myndavélinni er beint að þeim. Þetta hljóta samt að vera hugsandi og skynugir krakkar fyrst þeir nefna bandið eftir sögu úr þeirri mögnuðu bók The Bloody Chamber eftir Angelu Carter, þar sem hún nær að koma blóðinu aft- ur inn í dauðhreinsuð Grimms-æv- intýrin. En manni finnst stundum að blóðið sé farið úr rokkinu við að horfa á myndina. Dópið kom vissulega til tals – án þess að nein nöfn væru nefnd, þá fullyrti Winterbottom að það væri miklu minna dóp en í gamla daga, en það væri nú samt þarna enn- þá. Og kannski voru menn bara skemmtilegri viðtals í gamla daga þegar þeir voru nógu skakkir til að láta allt flakka? Winterbottom er vissulega eldri en tveggja vetra í þessum bransa, gerði til dæmis hina mögnuðu tónlistarmynd 24 Hour Party People á sínum tíma, um miklu eldri kynslóð tónlist- armanna. En hann er einfaldlega of duglegur leikstjóri – hefur gert 26 myndir á 22 árum telst mér til – sem þýðir að hann er alltof mis- tækur, og jafnvel bestu myndirnar hans hefði mátt vinna betur. um þá síðast í þessum gervum fyrir tuttugu árum; þetta eru Sick Boy og Renton, aðalpersónurnar í Trainspotting – og núna líka aðal- persónurnar í T2: Trainspotting. Renton er sá tilfinningasamari af þeim tveimur – en Sick Boy gef- ur lítið fyrir tilfinningasemina og segir kaldhæðnislega: „Þú ert bara túristi í eigin æsku.“ Hann er auðvitað að tala við okk- ur líka, okkur sem fórum á nýjustu Star Wars og urðum yfir okkur glöð yfir því að sjá sömu mynd og fyrir þrjátíu árum, kynslóðina sem fann sitt sterkasta dóp í nostalgíunni og er ennþá háð henni. Þessi meðvitund er bæði akkiles- arhæll myndarinnar og hennar helsti styrkur – og þau eiga ekkert síður við um kvikmyndagerðar- mennina sjálfa; þeir flýja aldrei orginalinn, vísa reglulega í hann, jafnvel í fortíð handan hans – það eru þónokkrar senur af aðal- persónunum barnungum. Framhaldið er sumsé niður- túrinn. Niðurtúr aðalpersónanna snýst helst um það að dópfíknin – hvort sem þeir hafa sigrast á henni eður ei – hefur orðið til þess að þeir hafa staðnað, þeir eru ekki komnir neitt lengra í lífinu en fyrir tuttugu árum, en þeir eru hins vegar ekki ungir ennþá. Okkar niðurtúr er hins vegar sá að framhaldið verð- ur aldrei jafn töff og orginallinn. En þótt myndin sé ekkert meist- araverk er hún alveg skemmtileg áhorfs ef maður ber hana ekki saman við frummyndina (sem er að vísu ómögulegt, svo reglulega erum við minnt á hana). Snemm- -miðaldrakrísan verður dýpri þegar maður man þá unga og þótt myndin takist ekki á við nútímann á sama hátt og sú fyrri gekk á hólm við sinn samtíma, þá er besta atriði myndarinnar ógleymanlegt söng- atriði á breskri knæpu uppfullri af hlustendum sem við vitum alveg hvað kusu í Brexit. Ein vídd bætist þó við myndina sem var ekki til staðar í þeirri fyrri – og raunar vísar titillinn skemmti- lega til þess. T2 stóð nefnilega þangað til núna fyrir allt aðra mynd í hugum bíónörda, Terminator 2: Judgement Day. Það merkilega er að sá titill hefði alveg gengið líka fyrir þessa. Fyrri myndin endaði jú á að Renton sveik sína gömlu vini – og þegar hann kemur aftur (eftir áratugi í Amsterdam) er komið að skuldadögum. Sick Boy er ekkert sérstaklega glaður að sjá hann – en Renton lifir þó þær barsmíðar af. En þegar brjálæðingurinn Begbie losnar úr fangelsi og kemst á snoðir um að Renton sé kominn aftur þá breytist myndin hægt og rólega í Terminator-mynd, þar sem Begbie er ódrepandi og ósigrandi morð- vélin sem er sífellt á hælunum á þeim. Það að hann sé miðaldra og löngu dottinn úr tísku gerir hann bara meira ógnvekjandi. Er rokkið dautt – eða of krúttlegt? Eitt að lokum um Trainspotting: Þegar Begbie snýr aftur úr fang- elsinu hittir hann son sinn í fyrsta skipti sem stálpaðan ungling. Menntaskólastrákur, hreinn og strokinn, á leiðinni í hótelstjóra- nám. Þetta er dálítið eins og öfug spegilmynd hippakynslóðar- innar og foreldra hennar, herta í heimstyrjöldinni; hér eru það börnin sem eru hrein og strokin og foreldrarnir lúðalegir í gamla uppreisnargírnum. Ef þú spyrðir menntaskólakrakka nútímans um uppáhaldsmynd væru þau jafn- vel vís til þess að nefna einhverja teiknimynd, í besta falli Hringa- dróttinssögu eða Star Wars. Minni unglingadrykkja þýðir mögulega saklausara og jafnvel bernskara fegurðarskyn – eða máski einfald- lega eitthvað sem við hin eldri skilj- um ekki? Sem leiðir okkur að næstu mynd, mynd sem í gamla daga hefði fjall- að um kynlíf, dóp, rokk og ról en fjallar nú bara um rokk og kynlíf. Kvikmyndahátíðir geta nefnilega verið ágætis tækifæri til að ná við- tölum við alls konar kvikmynda- gerðarmenn sem venjulega væri nánast ómögulegt fyrir íslenska blaðamenn að nálgast. Það getur verið mjög gaman – en vandinn er að það þarf að bóka viðtölin með góðum fyrirvara – og þegar myndin er vond geta viðtölin ver- ið frekar pínleg fyrir alla aðila. On the Road eftir Michael Winter- bottom var dæmi um þetta. Hún er ekki byggð á samnefndri bók Kerouac, heldur vísar bókstaflega í það að vera á túr. Þetta er heim- Marie Curie fjallar því miður meira um ástarsamband heldur en vísindi. Hann er auðvitað að tala við okkur líka, okkur sem fórum á nýjustu Star Wars og urðum yfir okkur glöð yfir því að sjá sömu mynd og fyrir þrjá- tíu árum, kynslóðina sem fann sitt sterkasta dóp í nostalgíunni og er ennþá háð henni. 30 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Sushi Social Þingholtsstræti 5 • 101 Reykjavík sími 568 6600 • sushisocial.is 1. TIL 5. MARS Gestakokkur Sushi Social í ár er matreiðslustjarnan Felipe Torres Felipe Torres er fæddur í Bogota Colombíu og ákvað þegar hann var aðeins 12 ára að verða matreiðslumaður. Eftir að útskrifast úr NY Institute of Culinary Education safnaði hann sér reynslu á vinsælustu veitingahúsum New York meðal annara tveggja stjörnu Michelin staðunum Il Sole. Árið 2010 fékk hann áhuga á perúskri matargerð og ferðaðist og starfaði í Perú til að læra meira. Hann heillaðist af hrá- efninu, eldunarstílnum og bragðinuog þróaði í framhaldinu sinn eigin stíl byggðan á nútíma perúskri matargerð í bland við sinn eigin bakgrunn, reynslu og sköpunarkraft. Hann starfar nú sem yfirmatreiðslumaður á veitingahúsinu Raymi. Sjö rétta Food&Fun matseðill Felipe Torres LAXA TIRADITO Leche de tigre, steikt wonton deig, ristaðar pistasíur og sesam fræ LETURHUMAR CHEVICE Kóriander, habanero og sætar kartöflur CAUSA DE LANGUSTA Fjólubláar kartöflur, leturhumar og spicy mæjó MAKI RÚLLA Sítrus marineruð bleikja, chili gulrót, mangó og jalapeno mayo LÉTTSALTAÐUR ÞORSKUR Papa seca, ólífuolía, garðablóðberg og hvítlaukur LAMBAKÓRONA Gulrætur, grænertur, maís, kóriandermauk, hægeldaður hvítlaukur og aji amarillo mayo EFTIRRÉTTUR LUCUMA MÚS Súkkulaði fudge, dulce de leche, möndlu crumble, thai basil og stökkt quinoa Matseðill 8.500 kr. Með sérvöldum vínum 15.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.