Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 54
14 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017HEIMILI&HÖNNUNARMARS Spennandi tískustraumar í flísum Ásta Sigurðardóttir stílisti hjá BYKO segir að hexagon-flísar séu mjög vinsælar um þessar mundir. Munsturflísar þykja góðar til að brjóta upp minimalískan stíl. Unnið í samstarfi við BYKO. Það nýjasta hjá okkur í flísum eru munsturflísar, bæði á gólf og veggi. Þetta er notað bæði á eldri hús og í nýbyggingar þar sem þetta brýtur upp minimal- ískan stíl,“ segir Ásta Sigurðardóttir, stílisti hjá BYKO. Flísar njóta mikilla vinsælda enda eru margir spennandi möguleikar í boði og skemmtilegir tískustraumar. Ásta segir að hexagon-flísar séu mjög vinsælar. „Já, bæði einlitar og í munstum. Þær eru rosalega flottar á veggi í eldhúsi á milli skápa og einnig í bað- herbergi. Þær má nota bæði á gólf og veggi.“ Dún og fiður, -einstök verslun Dún og fiður er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í að verða 60 ár. Unnið í samstarfi við Dún og fiður Dún og fiður hefur ver-ið leiðandi á íslenskum markaði í framleiðslu og hreinsun á sængum, kodd- um, púðum og skyldum vörum úr náttúrlegum dún og fiðri. Dún og fiður er nú til húsa á Laugavegi 86. Í versluninni er lagt mikið upp úr góðri og persónulegri þjónustu. Anna Bára, löggildur dúnmats- maður, og eigandi Dúns og fiður er þriðji ættliður sem rekur fyrirtækið. Hún er sannkallaður viskubrunnur um allt sem viðkemur dúni og fiðri. Þegar Anna er spurð um hver sérstaða Dúns og fiðurs sé, er hún fljót til svars. „Við framleiðum sængur og kodda og endurnýjum sængur og kodda. Það er fyrst og fremst það sem við erum að bjóða upp á. Svona fyrirtæki eins og við erum með er hvergi til í heiminum. Fólk áttir sig oft ekki á því að líftími dúns- ins er oft helmingi lengri en líftími versins. Þannig ef að fólk er með góðan dún þá margborgar sig að skipta um ver á sænginni frekar en að kaupa nýja“. Hvernig á maður að hugsa um sængina sína og viðhalda gæðum hennar? „Mjög gott er að koma með sængina á svona 3 - 4 ára fresti í hreinsun. Svo þarf að skipta um ver á sængum á svona 10-12 ára fresti. Þá bætum við dún í sængina um leið og sængin verður eins og ný. Ég vil líka leggja áherslu á það að við tökum á móti öllum stærðum og gerðum af sængum og koddum, ekki bara frá okkur. Við leggjum mikla áherslu á að þjónusta okkar kúnna eins vel og við getum.“ Hvaða dúnn er notaður í sængurnar ykkar? „Við framleiðum vörur okkar úr mismundandi dún; æðardún, snjógæsadún, svanadún og anda- dún og eru gæðin í þeirri röð sem hér er talið. Eini íslenski dúninn sem við erum með er æðardúnn en hann er langdýrastur og sængur úr honum er eingöngu framleiddar eftir pöntun.“ Hvað skyldi vera vinsælasta sængin sem er seld hjá Dún og fiður ? „Svanadúnssængin er vinsælasta sængin hjá okkur, afskaplega vin- sæl í brúðargjafir og fermingargjaf- ir. En ef fólk vill gera virkilega vel við sig þá myndi ég segja að snjó- gæsadúnsængin væri mjög góður kostur.“ Anna leggur áherslu á að Dún og fiður sé mjög vel samkeppnishæf þegar kemur að verði. „Fólk heldur oft að við séum dýrari en aðrar verslanir, ef miðað er við magn og gæði þá erum við miklu ódýrari. Fólk þorir ekki að koma inn í verslunina því það held- ur að við séum svo dýr en það er alls ekki raunin. Eitt sem mig langar að koma að í lokin er að nú þegar fermingarnar nálgast þá verðum við með mjög góð fermingartilboð sem ná allt að 30% afslætti.“ Fermingartilbo ð, allt að 30% afsl. Þegar Ásta er spurð nánar um strauma og stefnur nefnir hún háglans 7,5 x 15 flísar í allskonar litum. „Þessar flísar eru í sömu stærð og Subway-flísarnar sem hafa verið mjög vinsælar síðustu tvö ár. Einnig er úrvalið alltaf að aukast í stærri flísum eins og 60 x 60 sem eru að taka mikið yfir sem gólfflísar. Grái liturinn er allsráðandi en einnig er mikið keypt af beis ljós lit.“ Ásta nefnir að endingu það nýjasta í stærri gólfflís- um, metal-lúkk sem þykir koma virkilega flott út og nýtur sívaxandi vinsælda. „Arkitekt- ar hafa einnig notað þess- ar flísar á veggi til að skapa skemmtilega stemningu og búa til hrátt útlit,“ segir Ásta Sigurðardóttir stílisti. Munsturflísar eru vinsælar um þessar mundir, bæði á gólf og veggi. Grái liturinn er mjög vinsæll í stærri flísum en beis-liturinn nýtur vaxandi vinsælda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.