Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 50
Mér fannst áhugavert að leikföng með rafmagnshljóðum eru alltaf úr plasti og framleidd í Kína. Viðarleik- föng eru aldrei með svona fídusum. 10 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017HEIMILI&HÖNNUNARMARS HönnunarMars er frá-bær vettvangur fyrir svona ný verkefni. Það er mjög skemmtilegt að komast út úr vinnu- stofunni og geta kynnt verkefni sitt og spjallað við fólk um það,“ segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður. Þórunn tekur þátt í Hönnunar- mars síðar í mánuðinum þar sem hún kynnir nýtt verkefni sitt. Það kallast „Shapes of Sound“ og hverfist um leikföng með raf- magnshljóðum. Þau eru oftast nær úr plasti og framleidd í Kína en Þórunn hefur gert tilraunir með að hanna nýjar umgjarðir úr ís- lenskum efnivið utan um hljóðkort úr ónýtum leikföngum. „Þetta spratt nú bara upp úr forvitni. Ég fór að skoða þessi leik- föng og pæla í því hvort hægt væri að gera við þau eða nýta eitthvað úr þeim,“ segir Þórunn. „Það eru skemmtileg hljóðin sem eru inni í þessum leikföngum. Mér fannst áhugavert að leikföng með raf- magnshljóðum eru alltaf úr plasti og framleidd í Kína. Viðarleikföng eru aldrei með svona fídusum. Þá fór ég að spá hvort þetta gæti pass- að saman,“ segir Þórunn. Verkefnið snýr líka að hug- myndum um staðbundið hráefni. „Það er gott að geta endurnýtt það sem hefur þegar verið framleitt. Það er gott að auka virði þeirra hluta sem fólk telur svo ómerki- lega að þeim er hent.“ Hvernig hefur þetta gengið hjá þér? „Mér finnst þetta koma mjög skemmtilega út. Þetta er óvænt blanda. Ég er ennþá bara svolítið að leika mér að prófa mismunandi hljóð og efni,“ segir Þórunn en formið og efnisvalið er unnið út frá hljóðinu og er mjög einfölduð túlkun á því þar sem notuð eru hrein grunnform og hrá efni. „Bílahljóð er til að mynda sí- valningur úr áli. Ég einfalda bílinn mjög mikið,“ segir Þórunn þegar hún er beðin að nefna dæmi um hönnunina. Fjórir hlutir verða til sýnis á sýningu Þórunnar í Safnahúsinu og gefst gestum færi á að prófa þá. Auk þess mun Þórunn sýna skiss- ur sem veita innsýn í þetta ferli og þær pælingar sem hún hefur lagst í. Er þetta einstök sýning eða sérðu fyrir þér að gera eitthvað meira með þessar pælingar? „Eins og er hugsa ég bara um þessa sýningu. En það er einmitt hluti af verkefninu að komast að því hvort það verður bara Íslensk leikföng með kínverskum hljóðum Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður kynnir nýtt verkefni á HönnunarMars. Þar hannar hún nýjar umgjarðir úr íslenskum efnivið utan um hljóðkort úr ónýtum kínverskum leikföngum. Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður kynnir nýtt verkefni sitt á HönnunarMars. Mynd | Hari þannig eða hvort þetta verður að neytendavöru. Það verður næsta stig.“ Þórunn hefur fengist við eitt og annað síðustu ár sem vakið hef- ur mikla athygli. Þar á meðal er Sasa-klukkan og PyroPet kertin. Þó að hún viðurkenni að eitt það skemmtilegast við starf vöru- hönnuðarins sé að prófa eitthvað nýtt þá getur Þórunn ekki sleppt hendinni af fyrri verkum, sér- staklega þegar þau njóta viðlíka vinsælda og PyroPet kertin. „Þau eru komin út um allan heim, eru seld í 27 löndum núna. Svo er alltaf eitthvað nýtt að bætast við. Það er að koma ný vörulína núna og tvær nýjar vörur. Þetta er alltaf að stækka og vaxa,“ segir Þórunn Árna- dóttir. Þórunn hefur að undanförnu tekið ónýt plastleikföng sem framleidd voru í Kína og hannað nýja umgjörð um hljóðkortin úr þeim. Þá notar hún íslenskan efnivið. Afraksturinn verður sýndur í Safnahúsinu á HönnunarMars. Fermingarblað Fréttatímans þann 18.mars gt@frettatiminn.is Guðbjarni Traustason | 531 3319 gauti@frettatiminn.is Gauti Skúlason | 531 3317
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.