Fréttatíminn - 04.03.2017, Blaðsíða 55
15 LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 HEIMILI&HÖNNUNARMARS
Bjóða alhliða lausnir
fyrir heimili og fyrirtæki
Sýrusson - hönnunarhús hefur um árabil hannað og framleitt húsgögn.
Síðasta árið hefur Sýrusson lagt aukna áherslu á skrifstofuhúsgögn og
mikill áhugi er á alhliða lausnum fyrir fyrirtæki og stofnanir.
Unnið í samstarfi við
Sýrusson - hönnunarhús.
Síðasta ár höfum við ein-beitt okkur meira að skrif-stofuhúsgögnum en áður. Nú bjóðum við upp á alhliða
lausnir fyrir fyrirtæki og stofnanir
og það er mikill áhugi á slíku,“ segir
Reynir Sýrusson, stofnandi Sýrus-
son hönnunarhúss.
Sýrusson hönnunarhús fagnaði
tíu ára afmæli í fyrra og hefur fyrir
löngu getið sér gott orð fyrir frá-
bæra þjónustu. „Við
bjóðum upp
á heildar-
lausnir bæði
fyrir heimili,
fyrirtæki og
stofnanir.
Við höfum hannað yfir 200 hluti
sem eru allir í framleiðslu og erum í
samstarfi við fjölda verksmiðja sem
allar eru á Íslandi. Við bjóðum vörur
sem eru hannaðar af Íslendingum
og framleiddar á Íslandi. Það er
okkur mikið metnaðarmál,“ segir
Reynir.
Eins og áður segir hefur Sýrus-
son síðasta árið lagt meiri áherslu
á skrifstofulausnir. „Við höfum
verið að vinna í mjög áhugaverð-
um verkefnum. Nýjasta verkefnið
voru skrifstofur Kópavogsbæjar.
Það var stórt og skemmtilegt verk-
efni sem við unnum í samvinnu við
Tvíhorf arkitekta. Einnig vorum við
með heildarlausn fyrir skrifstofur
Íbúðalánasjóðs í samvinnu við T.ark
arkitektastofu,“ segir Reynir.
Meðal þess sem Sýrusson býður
upp á eru vandaðir skrifborðsstól-
ar og rafmagnsskrifborð. „Það eru
fleiri og fleiri að átta sig á því að
það er ekki gott að sitja við skrif-
borð allan daginn. Bara það að
standa við skrifborðið hluta dags
gerir mikið fyrir líkamann.
Mín tilfinning er sú að þegar ein-
hver byrjar á að fá sér rafmagns-
skrifborð til að hækka og lækka þá
bætast alltaf fleiri í hópinn. Það eru
kannski 2-3 slæmir í bakinu á vinnu-
staðnum en svo sjá fleiri kostina við
þetta,“ segir Reynir.
Sýrusson er einnig með
hljóðaskilrúm sem notið hafa mikilla
vinsælda í opnum rýmum á vinnu-
stöðum.
„Það er mjög algengt þegar
fyrirtæki flytja í nýtt húsnæði
að ákveðið er að skipta út skrif-
stofuhúsgögnum. Nú er mjög al-
gengt að fólk sé í opnu rými með til-
heyrandi hávaða og þá þarf gjarnan
að finna lausnir til að dempa niður
hljóðið. Við erum með ýmsar útgáf-
ur af veggjum og skilrúmum, annað
hvort hangandi úr lofti, frístand-
andi á gólfi eða beint á skrifborðið.“
Skrifstofuhúsgögnin hjá
Sýrusson eru bæði vönduð og á
sanngjörnu verði, rétt eins og aðrar
vörur í versluninni.
„Við bjóðum upp á hagkvæmt
verð. Fólk heldur að húsgögn-
in okkar séu dýr og það verða
margir mjög hissa þegar þeir sjá
verðmiðann, segir Reynir.
Að auki er þjónustan hjá
Sýrusson annáluð. Hún er
persónuleg og vörurnar eru
útfærðar í samvinnu við viðskipta-
vininn sjálfan. Hann fær nákvæm-
lega vöruna sem hann er að leita
eftir.
„Þetta er persónuleg þjónusta
gagnvart viðskiptavininum. Hann
getur valið um áklæði en hann
getur líka ákveðið að sérpanta sér-
hannaðan stól sem er svo aðeins
framleiddur í tveimur eintökum.
Slagorðið okkar er „Sýrusson -
alltaf með lausnina“ og við stöndum
við það.“
Nú styttist óðum í Hönnunar-
mars og Sýrusson tekur þátt,
venju samkvæmt. Sýningarrýmið í
versluninni verður opið en Reynir
og hans fólk leggur aðaláhersluna
á stóru framleiðslusýninguna sem
verður í Hörpu.
„Þar verða nýjungarnar. Við
munum sýna sófa, stóla, nýtt
sófaborð og mjög skemmtilegt
rafmagnsskrifborð. Stefnan er líka
að sýna mjög sérstakan stól sem
er hannaður fyrir fólk sem þarf
að styrkja líkamann,“ segir Reynir
Sýrusson.
Reynir Sýrusson stofnaðið Sýrusson
- hönnunarhús fyrir rúmum tíu árum
og á þeim tíma hefur fyrirtækið
fest sig rækilega í sessi. Í verslunni
í Síðumúla 33 er 500 fermetra
sýningarsalur, fullur af húsgögnum
og hönnunarvöru. Mynd | Hari
Hægindastóllinn Fannar
Hægindastóllinn
Slaki er gullfallegur.Emira sófasettið
Norm hillurnar eru
fallegar í stofuna.
Mikið úrval er af
skrifstofuhúsgögnum í
Sýrusson. Til að mynda
rafmagnsskrifborð og
ýmsar hljóðvistarlausnir.
Sýrusson – hönnunarhús
Síðumúla 33 | 108 RVK
S.588-4555/8214645
www.syrusson.is
syrusson@syrusson.is
/Syrusson-Hönnunarhús