Fréttatíminn - 04.03.2017, Page 28

Fréttatíminn - 04.03.2017, Page 28
Hedónismi í Berlín, París og Edinborg Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Svona byrjar þetta: Við sjáum eltingarleik við undirleik gítars, músíkin er gleði- og tregablandin í senn. Þetta eru nasistar á sígaunaveiðum – og senan endar á því að gítarleikarinn fær kúlu í hausinn. Við erum stödd á Berlinale, kvik- myndahátíðinni í Berlín, og þetta er opnunarmyndin: Django. Byrj- unaratriðið súmmerar myndina ágætlega upp; hún er aðallega um hin gleymdu fórnarlömb helfarar- innar sem sígaunar eru, þeir hafa haldið áfram að vera ofsóttir allt fram á okkar daga, og svo er hún um tónlistina. Enda eigum við enn eftir að kynna til leiks aðalpersón- una – gítarleikarann Django Rein- hardt. Kvikmyndagestir nútímans voru kynntir fyrir honum í myndinni Sweet and Lowdown, þar sem Sean Penn leikur hinn uppskáldaða gít- arleikara Emmet Ray, sem á að vera bestur allra gítarleikara. En hann dregur þó aðeins í land með það þegar hann segir: „Menn telja mig besta gítarleikara sem uppi hefur verið, sannarlega hérlendis. En það er þessi sígauni í Frakklandi – og tónarnir hans eru það falleg- asta sem ég hef nokkurn tímann heyrt.“ Hann er að tala um Django – gítarleikara sem er svo goð- sagnakenndur að ekki einu sinni skáldskapurinn getur keppt við hann. Það sama á við um Django, ævisögulegar bíómyndir finna oft- ast leikara sem eru nokkrum núm- erum fallegri en fyrirmyndirnar – en þótt leikarinn Reda Kateb sé myndarlegur maður á hann ekkert í Django og hans goðsagnakennda yfirvaraskegg. Django birtist ekki heldur í næsta atriði – þar sem troðfullur salur fólks í París bíður eftir hon- um og hljómsveitarmeðlimir gera dauðaleit að honum, maður hef- ur á tilfinningunni að þetta hafi gerst áður. Við hittum hann fyrst þar sem hann er að dorga í mestu makindum við Signu. Þetta er mað- ur sem er staðráðinn í að láta ekki stjórnast af oki tímans og það birt- ist einnig í tónlistinni, svokölluð- um heitum djassi sem brýtur allar reglur. Slíkt stjórnleysi fellur hins vegar lítt að smekk þýska innrásarliðsins sem nýlega hefur hertekið París. Þeir vilja endilega fá Django í tón- leikaferðalag til Þýskalands og bjóða honum gull og græna skóga. En skilyrðin eru hins vegar nánast galin; sóló mega ekki vera lengri en fimm sekúndur, það er bannað T2: Trainspotting, Django og fleiri bíóævintýri á Berlinale kvikmyndahátíðinni. Reinhardt sjálfur og Reda Kateb sem bíó-Django. Mamma Django er sömuleiðis umboðsmaður hans – og stelur myndinni með húð og hári. Aðalpersónur Trainspotting, 20 árum síðar. Fortíðarfíkn að hreyfa lappir í takt og svo fram- vegis og svo framvegis; með öðrum orðum – komdu til Þýskalands en spilaðu einhverja allt aðra tónlist en þessa sem þú kannt og gerði þig frægan. Þaðan sprettur svo klípan sem drífur plottið áfram; ferðast til Þýskalands eða f lýja til Sviss? Hvort tveggja er lífshættulegt, menn eru farnir að finna lykt- ina af útrýmingarbúðunum þótt enginn viti um þær enn. Plottið er samt ekki það skemmtilegasta við myndina, þótt það kalli alveg á nokkur hugvitsamleg hasarat- riði þar sem tónlistin er oft hluti af hasarnum, heldur miklu frekar persónugalleríið í kringum Django – og ber þar fyrst að nefna svip- mikinn apaköttinn sem reglulega sést á öxl Django framan af mynd. Það er að vísu leiðinlegur galli að ljóshærða aríska viðhaldið fær töluvert meira pláss en sígauna- eiginkonan – en á móti kemur að mamma Django stelur myndinni með húð og hári. Hún er einnig umboðsmaðurinn hans og er allt í senn vitur, ákveðinn, glöð og harmræn – og á endanum er það ekki tónlistin sem skilyrðir hvern- ig manni líður þegar maður horf- ir á myndina, heldur svipurinn á mömmunni. Túristar í eigin æsku Ef einhver hefði tekið að sér að gera skoðanakönnun um uppáhalds- myndir menntskælinga fyrir tutt- ugu árum síðan hefðu líklega bara tvær myndir komið til greina; Pulp Fiction og Trainspotting. Grodda- legir, uppdópaðir glæpakrimmar með orðheppnustu aðalpersónum beggja megin Alpafjalla, bestu tón- listinni og sýrðustu myndskeiðun- um. Núna, tuttugu árum síðar, flykkjumst við svo í bíó til að sjá tvo miðaldra skoska menn standa úti í náttúrunni og syrgja gamlan vin. Við könnumst við þá, hitt- „Það er að vísu leiðin- legur galli að ljóshærða aríska viðhaldið fær töluvert meira pláss en sígaunaeiginkonan – en á móti kemur að mamma Django stelur myndinni með húð og hári.“ 28 | FRÉTTATÍMINN | LAUGARDAGUR 4. MARS 2017 Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.isAPOTEK KITCHEN+BAR 1. TIL 5. MARS APOTEKIÐ BÝÐUR JULIAN MEDINA VELKOMINN Julian er einn heitasti matreiðslumaðurinn í New York í dag. Hann er eigandi gríðarlegu vinsælu og margrómuðu veitinga- húsana Toloache, Toloache 82, Toloache Thompson, Yerba Buena og Yerba Buena Perry, Coppelia og Tacuba Mexican Cantina sem öll eru í New York. Julian hefur, í yfir 20 ár, verið að þróa fágaða Latin matargerð og hans helstiinnblástur er eldamennska föður hans og afa á uppvaxtarárum sínum í Mexíkó. SJÖ RÉTTA FOOD&FUN VEISLA AÐ HÆTTI JULIAN CHURRO OG HROGN mexíkó crema SJÁVARÞANGSGRAFIN BLEIKJA í jalapeño aguachile, súrmjólkur-miso, gúrka LAMBA CARPACCIO gerjaður hvítlaukur, kalabrísk chiliolía, dill-crema, engisprettur (valfrjálst) KOLKRABBI achiote, brennt jarðskokkamauk, txistorra-vinagretta, radísur HÆGMEYRNUÐ ANDABRINGA dulce de leche gljái, þeyttar gulrætur, sveppir, yuzu kosho gastrique NAUTALUND marineruð í mole, chipotle- og ka« barbecuesósa, vorlaukur, stökkar kartöflur EFTIRRÉTTUR DULCE DE LECHE karamelluserað yuzu krem, hvítsúkkulaði-mulningur, hibiscus marens, blóðappelsínu sorbet 8.500 kr. Borðapantanir í síma 551 0011 SÉRVALIN VÍN MEÐ MATSEÐLI 8.500 kr. / 11.500 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.